Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 02.07.1964, Qupperneq 39

Vikan - 02.07.1964, Qupperneq 39
— Tímarnir hafa breytzt síðan þá, andvarpaði markgreifinn. — Eg get ekki sagt þér alla söguna i smáatriðum. Þér er n6g að vita, að drottningin, báðir synir hennar og hinn rauði kardináladjöfull, eru nú komin aftur til Louvre í Paris og það er eingöngu de Condé prins að þakka. E'n þau hafa sýnt þakklæti sitt með því að koma mjög illa fram við hann. Það sauð upp úr fyrir nokkrum vikum. Prinsinn er nú að athuga viss tilboð frá Spáni. Hann er hingað’ kominn til að rannsaka þau nokkuð nánar. Og þér að segja hefur Philipp IV boðiðl de Condé prins 10 þúsund manna her. — Til hvers? — Auðvitað til þess að setja drottninguna af og þó alveg sérstaklega kardinálafíflið! Með fulltingi spánska hersins gæti de Condé prins haldið innreið sína i París og sett Gaston d’Orléans, föðurbróður kóngs- ins, á veldisstól. Og nú spyr ég þig: Hvað get ég gert, þegar allt þetta er i fullum gangi? Lúðvik XIV er búinn að vera. De Condé prins ákveður sig áreiðanlega einhvern næstu daga. Og þú verður einnig að gera þér grein fyrir þvi, að du Beaufort, hertogafrú, er einnig meðal gesta minna, prinsinn lætur sig hag hennar nokkru varða. hreyfa sig. Hún teygði sig í náttborðið og tók þaðan flösku með dimm- rauðu vini. Hún hló lágt. —- Ástin mín, muldraði hún. — Nú verðum við að smakka á þessu vini, sem hinn umhyggjusami þjónn þinn færði okkur. Viltu glas? Hún hellti i tvö glös og rétti elskhuga sinum annað. Angelique sá nú konuna vel, og dáðist að fallega löguðum brjóstum hennar, með reistum geirvörtunum, þrýstinn kviðinn og langa fæturna, sem hún hafði kross- lagt. Á borðinu var fat með ávöxtum. Konan valdi sér ferskju. — Andskotinn hirði þetta pakk, sem ekki getur látið mann i friði, hrópaði maðurinn allt í einu og hentist fram úr rúminu.j Angelique þrýsti sér skelfd upp að veggnum. Hún hafðii ekki heyrt þegar barið var að dyrum. Þegar hún aftur vogaði að, gægjast inn í herbergið, sá hún, að maðurinn var kominn í brúnan, náttslopp. Eftir andlitinu að dæma var hann á þrítugsaldri. Hann hafði hátt nef og hvöss sindrandi augu. Hann minnti Angelique á ránfugl. — Eg er upptekinn með hertogafrúnni de Beaufort! hrópaði hann. Þrátt fyrir þessa viðvörun, kom þjónn inn í herbergið. SPARNEYTINN 0G VANDAÐUR 5 MANNA BlLL. REYNSLAN HEFUR SÝNT AÐ PRINZ 4 HENTAR (SLENZKUM VEGUM OG VEÐRATTU VEL. ÖRUGG VARAHLUTA- OG VIÐGERÐARÞJÖNUSTA flrgerð 1364 Kr. 125.200,00 Fálkinn h.f. Sími 18670 — Laugaveg 24 — Reykjavík Angelique sá í anda, hvar faðir hennar tók upp stóran vasaklútinn sinn og þurrkaði sér um ennið. Hann fær enga hjálp, hugsaði hún og varð þungt um hjartaræturnar. Hún gekk út í garðinn. Það var farið að dimma. 9. KAFLI. Hún gekk umhverfis höllina og kom að veggnum sem hún hafði svo oft klifrað upp eftir til þess að sjá dýrgripina í herberginu á efri hæð. Allt í einu langaði hana til að sjá þetta einu sinni enn. Hún sparkaði af sér skónum inn i lítinn runna og klifraði fimlega upp, þrátt fyrir siðkjól- inn. Það var ljós í herberginu, svo hún þorði ekki að vera á svölunum en kom sér fyrir á veggsyllu, þar sem hún sá vel inn í herbergið, en þótt einhver hefði átt leið framhjá hefði hann ekki séð hana. Glugginn stóð opinn og Angelique hallaði sér til þess að sjá betur inn. Þegar hún leit á stóra rúmið, datt henni fyrst í hug að guðinn og gyðjan hefðu öðlazt líf. Tveir naktir likamar föðmuðust á bældum rúm- fötunum. Þeir voru svo samofnir, að fyrst datt henni í hug, að tveir hirðsveinar væru að slást í illu, en svo greindi hún, að annað var líkami karlmanns, en hitt líkami konu. Mikið brúrit hár karlmannsins huldi næstum alveg andlit konunnar, og líkami hans þrýsti hennar ofan í sængurfötin. Af konunni sá Angelique aðeins nokkra líkamshluta, sem máðust út í skugga: Fallega lagaðan fót, sem krepptist utan um manninn, brjóst, sem kom út undan handleggnum, sem umlukti hana, netta hvita hönd. Það fór hrollur um Angelique. Henni varð flökurt en samt varð hún spennt. Eftir að hafa svo oft virt fyrir sér mynd grísku guðanna, gat hún nú loks skilið til fulls fegurð myndarinnar, sem henni hingað til hafði verið óljós. — Svo þetta er ást, sagði hún við sjálfa sig og um hana fór hrollur, blandaður ótta og ánægju. Að lokum slöknuðu faðmlögin. Þau hvildu nú hlið við hlið, og dauft ljósið varpaði skuggum þeirra á vegginn á móti. Þau önduðu hægt og djúpt eins og þau svæfu. Hvorugt sagði neitt. Konan varð fyrri til að — Það var að koma munkur, sem krefst þess að hitta de Condé prins. Du Plessis markgreifi mælti með„ að þér hittuð hann strax, yðar há- göfgi. — Láttu hann koma, muldraði prinsinn eftir stutta þögn. Hann gekk að dragkistunni við gluggann og dró út eina skúffuna. Þjónninn vísaði munkinum inn. Hann var í kufli, sem bungaði út, eins og hann dyldi eitthvað undir honum. Koma þjónsins og munksins virtist ekki hafa minnstu áhrif á kon- una i rúminu. Hún hélt áfram að maula í sig ávextina, en hafði kastað sjali yfir lendarnar. De Condé prins tók nokkur stór umslög með rauðu innsigli upp úr skúffunni. —• Eruð þér sendur af Monsieur Fouquet? spurði hann, án þess að snúa sér við. — Já, einmitt, Monseigneur. — Þér eruð, sem sagt, fremsti maður Evrópu á sviði þeirra göfugu vísinda að brugga eitur? — Yðar hágöfgi gerir mér allt of mikinn heiður. Ég hef aðeins endur- bætt vissar uppskriftir, sem ég hef hlotið í arf eftir forfeður mína í Florenz. Munkurinn tók útskorið skrin fram úr ermi sinni og opnaði það með því að þrýsta á ákveðinn stað i útskurðinum. — Eins og þér sjáið, Monseigneur, þarf aðeins að þrýsta með nöglinni á háls skurðarmyndarinnar af manninum, sem er með dúfu í hendinni. Lokið hafði opnazt eins og fjöður. Á satínfóðruðum botninum glitraði lítil flaska með smaragðsgrænum vökva. De Condé prins lyfti flöskunni varlega upp á móti ljósinu. —• Rómverskt glersalt, sagði munkurinn. — Það er blanda, sem vinnur hægt, en öruggt. Ég tek það fram yfir ýmis eiturefni, sem orsaka dauða á skömmum tíma. Eftir þeim upplýsingum, sem Monsieur Fouquet gaf mér, skildist mér að hvorki þér né vinir yðar, Monseigneur, kærðuð yður um, að hægt væri að hafa minnstu grunsemdir varðandi andlát ákveðins manns. Maðurinn mun að vísu finna til óþæginda, en ekki alvarlegra áhrifa, í svo sem vikutima, en dauðinn, sem óhjákvæmilega VIKAN 27. tbl. — 29

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.