Vikan - 02.07.1964, Qupperneq 44
með NIVEA í loft og sól
morgni.
— Eins og í flotanum, varð James
Howgill að orði.
— Vafalaust . . . Viljið þér að
við tökum allar vörzlurnar?
— Ég geri ekki ráð fyrir að þess
þurfi með.
— Tvær af þrem, kannski?
— Já, jú, ætli ekki það.
— Hverri vörzlunni eigum við þá
að sleppa?
Þessar spurningar komu einhvern-
veginn óþægilega við James How-
gill. — Næturvörzlunni, svaraði
hann eftir nokkra umhugsun. — Ég
geri ekki ráð fyrir . . .
Bates varð auðsjáanlega undr-
andi. — Það er nú einmitt þá, sem
við verðum oftast einhvers þess
áskynja, sem að haldi kemur, á
tímabilinu frá því klukkan tólf á
miðnætti til klukkan átta að morgni,
sagði hann. — Sé á annað borð
einhver alvara á ferðum þá . . .
James Howgill þótti allt í einu
tími til kominn að binda endi á
þetta samtal. — Fyrst í stað að
minnsta kosti tel ég rétt að við
sleppum næturvörzlunni, sagði hann
ákveðinn. — Látum því hinar tvær
duga.
Bates yppti öxlum. — Eins og
þér viljið, sagði hann og bjóst til
að kveðja. — Þér sjáið mig ekki aft-
ur á næstunni, bætti hann við, hvað
óneitanlega kom James Howgill á
óvart. — Nú verður einungis um
skriflegar orðsendingar frá mér að
ræða, sem sérlegur sendiboði mun
færa yður reglubundið á hverjum
degi. Sé um eitthvað mikilvægt að
ræða, mun einn af samstarfsmönn-
um mínum hringja til yðar, en sé
um eitthvað ákaflega mikilvægt að
ræða, hringi ég sjálfur.
— Gott, sagði James Howgill.
— Laun, mælti Bates enn, og virt-
ist nú allur færast í aukana vegna
fagmennsku sinnar, — fimm sterl-
ingspund á dag, sem greiðist fyrir-
fram.
— Gott, sagði James Howgill.
— Aukakostnaður greiddur sam-
kvæmt reikningi.
— Gott, sagði James Howgill.
— Ljósmyndun eftir samkomulagi
ef ástæða gefst til.
Næstu tvo dagana, á meðan
James Howgill átti í sem mestu
stríði við sektarkennd sína, reynd-
ust orðsendingar frá Bates einka-
spæjara harla bragðdaufar, í raun-
inni eins bragðdaufar og James
Howgill hafði búizt við. — Hin grun-
aða gekk í verzlanir við Regent-
stræti, Bondstræti og Piccadilly,-
keypti eingöngu kvenfatnað og
annað þesháttar. Hin grunaða
snæddi síðan hádegisverð ein síns
liðs á veitingastað.
Að hinu óviðkunnanlega orða-
lagi slepptu voru báðar þessar orð-
sendingar mjög sakleysislegar, svo
sakleysislegar, að þær gátu ekki
með neinu móti réttlætt það að
vera goldnar slíku verði, og þó
voru þær í rauninni sterlingspund-
anna virði frá siðferðilegu sjónar-
miði. Þess vegna gat James How-
gill því staðið sig við að segja upp
öllum samningum /ið Bates einka-
spæjafa að enn nokkrum jafn sak-
leysislegum orðsendingum móttekn-
um. En því miður reyndist ekki sak-
leysinu fyrir að fara nema í þess-
um tveim fyrstu orðsendingum.
Þriðja orðsendingin var þeim fyrri
fremur í frásagnarstíl og mun
lengri. — Okenndur karlmaður heim-
sótti hina grunuðu á heimili hennar
kl. 6.20 síðdegis, gat þar að lesa.
— Þau héldu af stað saman kl. 7
síðd. og varð ekki annað séð en
mjög vel færi á með þeim. Hin grun-
aða hló oft og dátt. Fylgdi leigubíl
þeirra eftir að Savoy gistihúsinu,
hvar hin grunaða og hinn ókenndi
karlmaður drukku þrjá kokkteila
hvort og snæddu smurt brauð. Það-
an héldu þau til Haymarket leik-
hússins, þar sem þau sátu í stúku,
fjórðu röð. Þaðan héldu þau kl.
11,10 síðd. í Cascade-klúbbinn
(glæsilegur náttverðar og dans-
klúbbur við Clargestræti). Sam-
kvæmt boði yðar var vörzlu hætt
klukkan tólf á miðnætti, en þá var
hin grunaða þar enn, ásamt hin-
um ókennda karlmanni.
James Howgill las orðsending-
una tvisvar ,af mikilli gaumgæfni.
Honum varð undarlega við. Orða-
lagið gat vakið allskonar hugsanir,
en þó fann hann fyrst og fremst
til vonbrigða. Þetta var svo gersam-
lega ólíkt Marjorie. — Ókenndur
karlmaður . . . varð ekki annað séð
en mjög vel færi á með þeim . . .
þrjá kokkteila . . . glæsilegur nátt-
verðar og dansklúbbur. Þetta virt-
ist beinlínis rakin leið til glötunar.
Og hún hafði verið úti framyfir
miðnætti. Það minntist hann ekki að
hefði komið fyrir hana mörg und-
anfarin ár.
En það leit út fyrir að hann yrði
smám saman að sætta sig við slíkt
og þvílíkt. Fjórða orðsendingin gaf
að minnsta kosti ekki síður tilefni
til alvarlegra heilabrota.
— Hin grunaða hélt af stað að
heiman kl. 12,10 á hádegi, þannig
hljóðaði upphaf þeirrar orðsending-
ar. — Ók í leigubíl að Browns gisti-
húsi, þar sem hún snæddi hádegis-
verð með hinum ókennda karl-
manni, sem getið var í síðustu orð-
sendingu. Héldu að hádegisverði
loknum í Odeon-leikhúsið, sátu (
öftustu röð á svölum og mátti sjá,
að þau héldust í hendur meðan á
sýningu stóð. Hin grunaða hélt
heimleiðis kl. 5,45 síðd. Hélt aftur
að heiman kl. 7,30 síðd. samkvæm-
isklædd, ók í leigubíl til Barchester
gistihússins. Þar í anddyrinu tók á
móti henni ókenndur karlmaður, en
þó ekki sá hinn sami, sem áður
er getið, og heilsaði hún honum
með ávarpinu, „ástin". Fylgdist með
honum til herbergis nr. 807, á átt-
undu hæð, og þangað var þeim
færður kvöldverður kl. 9 síðd. —
humar, kampavín með tilheyrandi.
Varzla úti kl. 12 á miðnætti, sam-
kvæmt umtali.
— Aths. Hinir tveir ókenndu karl-
menn verða eftirleiðis aðgreindir
með raðtölum 1. og 2. og bætt við
raðtölum til aðgreiningar eftir þörf-
um. 1. ókenndi karlmaður er meðal-
maður á vöxt, smekklega en lát-
44 — VIKAN 27. tbl.