Vikan - 02.07.1964, Qupperneq 46
Ef þ]er eruðfarin aðhugsa
fyrir sumarferðalaginu
þá æftuð þjer að athuga að það er auðveldara nú en áður að
velja maíinn. Hinar Ijúffengu Honigs vörur eru á boðsfólnum í
næsfu búð. T.d. Honigs Júlienna súpa í pökkum, súputeningar,
sem gera má úr einn hinn Ijúffengasfa drykk á svipsfundu. —
Makkarónur og búðingsmjöl. — Allt fyrsja flokks vörur.
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
Eggert Kristjánsson & Co. h.f.
_ VIKAN 27. tbl.
— Ég get ekki skýrt frá því í
síma, endurtók Bates. — En það
þori ég að fullyrða, herra Howgill,
að miðnæturvarzlan má kallast
ódýr, samanborið við árangurinn.
James Howgill opnaði umslagið,
sem hinn sérlegi boðberi færði hon-
um. Fyrsta setningin, og karlmanns-
nafnið, sem blasti við augum í
henni miðri, sló hann eins og há-
spennuraflost.
— Farþeginn, sem hin grunaða
fór til móts við út á flugvöllinn,
reyndist vera Lucio Ambrosini, pg
munuð þér eflaust kannast við nafn-
ið. Þannig hljóðaðí sem sagt fyrsta
setningin. Hin grunaða, fylgdar-
maður hennar og Ambrosini, óku í
leigubíl brott af flugvellinum, eftir
að hafa heilsazt einkar innilega —
faðmaði Ambrosini hina grunuðu
að sér og mælti: — Mér lízt vel á
þig, telpa mín; við eigum áreiðan-
lega eftir að kynnast betur. — Ekið
var til Barchester gistihússins, þar
sem Ambrosini hefur tekið hina svo-
kölluðu „forsetaíbúð" á 14. hæð á
leigu. Klukkan þrjú var ekið út (
borgina og komið við í ýmsum
helztu næturklúbbum, en klukkan
sex að morgni komið til baka. Lét
2. ókenndur karlmaður (Carpenter),
þá þau orð falla f anddyri gistihúss-
ins, að hann vissi hvenær hann
hefði tapað taflinu. Hin grunaða
fylgdist með Ambrosini upp í for-
setaíbúðina, og Ambrosini spurði
hana: Ert þú líka sigruð, elskan?
Hin grunaða svaraði: Ég er nú fyrst
að byr|a skákina — hvað fáum við
í morgunverð, og Ambrosini svar-
aði: Steiktan Ambrosini! Þau hlógu
bæði. Hin grunaða dvaldist enn í
íbúð hans klukkan átta morguns.
Lucio Ambrosini . . . nafnið eitt
nægði sem skilnaðarsök, hugsaði
James Howgill, æfur af reiði; Am-
brosini hafði þegar verið viðriðinn
að minnsta kosti fimm hjónaskiln-
aði, og valdið slíku hneyksli í því
sambandi, að dagblöðin, báðum
megin Atlantshafsins höfðu nógu
á að smjatta, og það á forsíðum
undir feitletruðum fyrirsögnum.
Hann var auðugur, glæsilegur, hafði
víða farið og víða kynnzt — helzt
til víða, að sumum þótti. Hann var
alþjóðlegur spraðurbassi og kvenna-
bósi, hafði einhvern starfa með
höndum á vegum utanríkisþjónust-
unnar, sem varla mun hafa tekið
hann lengri tíma en eina viku á
ári, en annars var hann önnum
kafinn við að aka sportbílum á
tré, hleypa hestum yfir hindranir
og gera konur viti sínu fjær, ýmist
af sælu eða sorg. Hann var Lucio
Ambrosini, þrfkvæntur, bannfræður
og bölvaður af eiginmönnum frá
Capri til Þorskhöfða. Það var full-
yrt, að hann þyrfti ekki nema að
líta konu augum . . .
James Howgill vöðlaði orðsend-
ingunni saman og varpaði henni
á logana í arninum. Svo þreif hann
hattinn og setti hann á'sig. Þessi
fíflaskapur hafði þegar gengið alltof
langt.
James Howgill horfði á eigin-
konu sína þvert yfir gólf setustof-
unnar — sinnar eigin setustofu.
— En hvar hefurðu haldið þig?
spurði hann enn. — Ég hef komið
hingað á hverjum degi og hringt
dyrabjöllunni í meira en viku. Hann
reyndi að vera húsbóndalegur í mál-
rómnum, en engu að síður lét hann
í eyrum sem hálfgildings bæn eða
jafnvel kvörtun, enda var honum
þannig innanbrjósts þessa stund-
ina. Jú, Marjorie var heillandi fög-
ur . . . Og allir þessir menn, og
loks Lucio Ambrosini eins og kórón-
an á öllu saman . . . Hún hlaut að
hafa eitthvað meira en lítið við sig,
þó að honum hefði ekki auðnazt að
verða þess var fyrr en nú . . . Hugs-
anir hans voru allar í uppnámi, og
honum kom það því enn verr en
ella, að Marjorie virtist öldungis
róleg.
— Ég hef verið að heiman, Jam-
es, svaraði Marjorie. — Ég var svo
einmana hérna, að ég fékk mér
dálítið sumarleyfi, þó að í seinna
lagi væri.
— Sumarleyfi — hvar?
— Ég dvaldizt hjá kunningjum
mínum í Skotlandi.
— Hvaða kunningjum?
— Þú þekkir þá ekki neitt, vinur
minn. Hún brosti. Það var ekki nein
leið að ráða i það bros. Það gat
dulið eitthvað. Það gat verið feimn-
isbros. Hann hafði að minnsta kosti
aldrei séð hana brosa þannig áður
— eða ekki veitt því athygli. — Þú
hefur verið fjarverandi svo lengi,
að vitanlega hlaut ég að eignast
nýja kunningja, bætti hún við.
— Hvað varstu lengi? spurði
hann.
— Sex vikur, eða því sem næst.
Hann starði á hana, fullur af-
brýðisemi, haldin ótal grunsemdum
og gat þó hvorki sagt né aðhafzt
neitt. Hann vissi mætavel, að hún
sagði ekki satt, en gat þó ekki
borið henni það á brýn. Þá hefði
hann orðið að skýra henni frá
spæjurunum, en það var hlutur,
sem hann sárskammaðist sín fyrir.
Auk þess gat hú norðið reið og rek-
ið hann á brott, ef hann segði
henni upp alla þá sögu, og til þess
mátti hann ekki hugsa. Ekki nú.
— Ég vona að þú hafir ekki ver-
ið alltof einmana, sagði hann vand-
ræðalega.
— Kannski ekki alltof einmana.
En vitanlega hef ég saknað þín.
Marjorie brosti enn. Og eins og
áður. Það bros vakti með honum
gremju, tortryggni og forvitni. Hann
varð allt í einu furðu lostinn. Hún
vakti með honum forvitni — eftir
öll þessi ár. Þrátt fyrir allt, þá
hlýtur hún að vera gædd einhverju
undarlegu seiðmagni, hugsaði hann
enn.
Og nú, þegar hann virti hana
þannig fyrir sér, varð honum það
óvefengjanlega Ijóst, að hann mátti
ekki fyrir nokkurn mun missa af
henni, ekki láta hana af hendi við
nokkurn mann. Aldrei. Þetta var
ekki heldur sú gamla Marjorie,
sem hann hafði hlaupizt á brott frá.