Vikan


Vikan - 02.07.1964, Page 47

Vikan - 02.07.1964, Page 47
Þetta var allt önnur Marjorie, gædd öllum þeim dulartöfrum, sem ein- ungis konum eru gefnir. En fyrst og fremst var hún hans, og hans að veria hana fyrir öllum þeim, sem kynnu að vilja ásælast hana. Þeim var hyggilegra að halda sig í hóf- legri fjarlægð að minnsta kosti. Osjálfrátt gekk hann yfir þvert gólfið, til hennar og kyssti hana. Jafnvel varir hennar voru framand- legar. Hann sór þess dýran eið, að þær skyldi hann einn snerta. — Það er gott að vera kominn heim, sagði hann. Eilítið óviss. Hún snart hönd hans. — Já, það er alltaf viðkunnanlcgt hérna, sagði hún. — Finnst þér það ekki? Hún var að því komin að segja honum, að hún hefði leigt húsið á meðan hún dvaldist í Skotlandi. En hún hætti við það. Ogerlegt að vita hvernig hann tæki því, og þegar það hafði nú líka verið einhver kvikmyndaleikkona, sem bjó þar — í þeirra eigin húsi — nei, það var bezt að láta það kyrrt liggja. Jam- es átti það til að vera dálítið sér- vitur. Og undarlega einstrengings- legur, þegar svo bar undir. Það var ekki víst, að hann skildi það. Og hún vildi ekki eyðileggja þessa stund fyrir honum með slíkum smá- munum. Hún gat ekki án hans verið; það hafði hún komizt að raun um þessar vikur. — Já, það er gott að vera komin heim aftur, sagði hún. — Vertu um kyrrt? — Það máttu reiða þig á. Eg fer ekki fet, sagði hann. — Meðal ann- ars af því, að ég er ekki viss um að það sé óhætt að skilja þig eina eftir. — Hvað segirðu, James? Hvers vegna ekki? — Þú veizt það bezt sjálf, svar- aði hann af hlýjum fögnuði. — En það skulum við aldrei minnast á framar ... ÖMAR RAGNARSSON Framliald af bls. 9. við Hannibal, enda hef ég verið óþverri við hann. En hann hefur aldrei skammað mig. Og það er gaman að hafa menn eins og Ólaf Thors í salnum og reyna að herma eftir honum. Hann er eins og Emilía Jónasdóttir, það heyrist í honum upp yfir alla. Og hann hiær mikið, þegar ég hermi eftir honum. Sama er að segja um Bjarna Ben. og Eystein, þeir taka því vel, að ég reyni að herma eftir þeim. Annars er ég alls ekki eftirherma. Eg reyni bara að hafa það með, til þess að hafa sem fjölbreytilegust skemmti- atriði. Til dæmis með Bjarna Ben., mér tekst sæmilega að herma eftir honum, þegar langt er frá þv( ég reyndi það síðast. En þegar ég fer að herma eftir honum kvöld eftir kvöld, verð ég sífellt ólíkari honum. Og með Stefán Jónsson, ég gat alls ekki hermt eftir honum, fyrr en Karl Guðmundsson kenndi mér það. Hann sýndi mér, hvernig hann gerði. Hann lét mig bara skoða upp í sig. Þá sá ég, hvernig hann gerði það. — Þú hefur sungið úti um land, og vafalaust við frumstæð skilyrði. Geturðu ekki sagt okkur eitthvað um það? — Jú, ég hef sungið upp í krana og aftan á vörubílspalli. En ég hef aðeins einu sinni reynt að syngja án undirleikara, og það geri ég ekki aftur. Ég böðlaðist án undir- leiks gegnum tvö lög, en hætti svo og greip til Sigurðar Sigurðssonar, og lét hann lýsa öllum fjandanum, öllu sem mér gat dottið í hug, í svo sem hálftíma. Sigurður hefur oft komið mér í góðar þarfir. Til dæmis um daginn. Þá var ég að skemmta á einum skemmtistað, þegar einhver augafullur maður fór að slást við útkastara. Það var náttúrlega vonlaust að skemmta, þegar svo stóð á, en þetta stóð dá- lítið lengi og ófært að standa bara uppi á sviðinu og steinþegja. Svo ég greip til Sigurðar og lýsti bara gKmukeppni, þangað til slagurinn var búinn. Og það féll í góðan jarðveg. Annars kom grátbroslegt atvik fyrir mig, þegar ég var að skemmta hjá einu fyrirtæki hér ( bæ. Ég var varla byrjaður, þegar gamall maður stóð upp úti í sal. Ég hélt fyrst, að hann ætlaði að fara að segja eitthvað, en það var ekki. Hann hreyfði bara höfuðið á und- arlegan hátt og fór svo að slaga út um sal, auðsýnilega þrældrukk- inn. Þetta truflaði náttúrlega skemmtunina, allir fylgdust með gamla manninum. Og hann er að ráfa þarna með undarlegum til- burðum og alltaf að velta vöngum og skaka til höfðuðið. Svo kemur hann alveg upp að pallinum til mín og fer að hrista hausinn fram- an í mig, gretta sig og geifla og setja hönd fyrir eyra. Svo ég segi: — Eini munurinn á okkur er sá, að mér er borgað fyrir að láta eins og fífl. Og mér eiginlega hálf brá við, þegar enginn hló. Svo ráfar hann nú burt, sá gamli, og sezt, og ég held áfram, en undirtektirnar eru afskaplega daufar. Svo ég fór að hugsa, hvað þetta væri kúltíver- að fólk, það væri bara alveg ómögulegt að koma þvf til að hlæja. Svo hætti ég þessu, og það er farið að gera þetta upp, og þá segir sá sem gerði upp: — Það var verst, að þú skyldir móðga gamla manninn. Ég bar hönd fyrir höfuð mér, æsti mig upp og skammaðist yfir því, að þessi framkoma skyldi látin afskiptalaus, að manninum hefði ekki að minnsta kosti verið hent út, svona augafullum. Þá var mér sagt, að maðurinn hefði ekki smakkað einn einasta dropa, held- ur væri þetta elzti starfsmaður fyr- irtækisins, hefði unnlð þar f um 30 ár, en væri reyndar hættur núna, en hins vegar þjáðist hann af svona óskaplegri riðu og þar að auki heyrnarleysi, og hann hefði aðeins verið að reyna að heyra, hvað ég væri að segja. Ég ætla ekki að lýsa því, hvað ég skammað- ist mín. Ég bauðst til að gera hvað sem var, biðja afsökunar ( hljóð- nemann, eða bara eitthvað! Maður- inn vildi sem minnst gera úr því. En ég heimtaði, að gamli maður- inn yrði að minnsta kosti sóttur, svo ég gæti beðið hann afsökunar. Svo kemur hann, og ég öskra í eyrað á honum: — Ég bið þig margfald- lega afsökunar, gamli minn, að ég skyldi koma svona fram við þig. Þá segir sá gamli, og er eitt riðandi spurningarmerki: — Ha, afsökunar, fyrir hvað, ha? Og ég ætlaði aldrei að losna við hann, því hann vildi endilega fá að vita, á hverju ég væri að biðja hann afsökunnar. Það var líka dálítið gaman, þeg- ar við Hjálmar Gíslason vorum jólasveinar ( vetur. Það var á ein- um stað í prógramminu, sem ég átti að ýta dálítið við honum, og einu sinni gerði ég það full hranalega, svo húfan datt af honum. Hann var náttúrlega með hvítt, sítt skegg, en það var bundið á hann með hvítu bandi, og þegar húfan datt, kom ( Ijós að bandið var hnýtt með fallegri slaufu uppi á kollinum á honum. Og ég hef aldrei séð annað eins fát og pat, eins og þegar hann var að troða á sig húfunni aftur. Ég hélt það ætlaði aldrei að takast. Hann sneri henni öfugt og alla veg- ana. Það var sprenghlægilegt. Annars vorum við einu sinni reknir út, þar sem við áttum að skemmta. Við mættum á tilsettum tíma, í galla og öllu, og þegar við komum inn í húsið, kemur á móti okkur maðurinn, sem hafði beðið okkur að koma. Ég segi eitthvað á þessa leið: — Jæja, þá erum við komnir. Hann lítur á okkur og spyr: — Hvað heitið þið? Það var fullt af börnum þarna í kring, svo ég svara strax: — Ég heiti nú Gáttaþefur og þetta er hann Gluggagægir bróðir minn. En maðurinn bara snýr upp VIKAN 27. tbl. — 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.