Vikan


Vikan - 02.07.1964, Síða 48

Vikan - 02.07.1964, Síða 48
á sig og segir að við eigum ekkert þarna að gera, og við skulum bara hypia okkur út. Svo ég fer heim aftur, en er ekki nema nýkominn, þegar síminn hringir. Það er þá maðurinn, og vill fá að vita, hvort við ætlum ekki að fara að koma. Hann hafði þá ætlazt til að við nefndum okkar réttu nöfn, en ekki jólasveinanöfnin, og hélt að þetta væru einhverjir óboðnir jólasveinar, sennilega bara ekta! — En hvernig gengur með lög- fræðina, Omar? — Uss, blessaður vertu, þetta gengur ekkert. Eg er búinn með þessi forpróf, en svo veit ég ekk- ert hvernig verður með hitt. Það er bezt að segja sem minnst um það. — En hvað hefurðu nú fyrir stafni, þegar þú ert ekki að semja, æfa þig eða skemmta? — Ja, síðan ég kom hingað í Vesturbæinn hef ég stundum gengið upp á íþróttavöll á daginn og reynt að herða mig svolítið upp. Það er gaman að því. Annars er svo mikill íþróttaáhugi hérna í Vesturbænum, að maður þarf ekki annað en að bregða sér aðeins úr fyrir, þá hittir maður stráka í fótbolta. Eg vona bara, að ég verði ekki svo lengi í Vesturbænum, að strákurinn minn verði káerringur! Og Omar skelli- hló. — Já, börnin hérna í hverfinu kannast við þig. — Já, það er kominn hópur hérna á hverjum morgni og allir vilja fá að passa Jónínu. Svo er bara að velja úr hópnum, og þeir sem verða fyrir vonbrigðum, verða fýldir og passa að koma ennþá fyrr næsta morgun. Um daginn lá Jónína í innflúensu, og þegar ég sagði litlu hnátunni, sem hringdi fyrst þann morgun, að Jónína væri las- in og gæti ekki farið út, varð sú litla hugsi svolitla stund, en sagði svo: — Má ég þá ekki bara passa Ragnar? — Nei, hann er svo lítill, sagði ég, — það er ekki hægt. — En næsta sumar þá? spurði sú litla. — Já, það getur vel verið. Svo lokaði ég hurðinni, en sú litla hljóp til hinna krakkanna og hrópaði: — Eg er búin að ráða mig ( vist hjá Omari Ragnarssyni næsta sumar! — En Helga, hvað gerir þú, msð- an Omar er að skemmta Pétri og Pálínu út um allar trissur? — Hitt og þetta, svaraði Helga og yppti öxlum. — Horfi á sjón- varpið. — Já, ég keypti það nú aðal- lega handa henni, sagði Omar. — En það er ómögulegt að stara á það langtímum saman. Það var dálítið vont innfrá, þar sem sjón- varpið var i þessari einu stofu, þá komst maður ekki hjá að sjá það, ef það var í gangi. En hérna er það bara inni í fínu stofu og er ekki opnað tímunum saman. Eigin- lega ekki, nema þegar gestir koma. Og það er leikur að fá barnapíu, þegar maður hefur sjónvarp. — Já, það er náttúrlega ágætt, að setja bara gestina inn í stofu buxurnar frá SPORTVER eru viðurkenndir fyr- ir gæði. Fást í cftirtöldum verzlunum: Verzl. SIF, Laugavegi 44 Verzl. TIBRÁ, Laugavegi 19 Verzl. ANDRÉSAR ANDRÉSSONAR Verzl. S.Í.S., Austurstræti Verzl. VERA, Hafnarstræti falleg síslétt gluggatjöld örugglega litekta, síslétt og hrukkast ekki. Lítið á Gardisette hjá okkur. Laugavegi 59 Sími 18478 og opna fyrir sjónvarpið. Þá er það mál afgreitt, sagði ég. Þau hlógu bæði og litu hvort á annað. — Það komu hérna gestir á laug- ardaginn, sagði Helga. — Þeir sátu hér inni í stofu og horfðu á sjón- varpið, en það var verið að leika spennandi leikrit í útvarpinu, og ég vara bara frammi að hlusta á það. Og allir voru ánægðir. — Og hvar áttu svo að skemmta í kvöld, Ómar? — Nú á ég frí í kvöld. Það er ekkert að gera í bænum á sumrin. En á morgun förum við á Siglu- fjörð og verðum þar fram yfir helgi. Ef við komumst. Það er allt fullt með flugvélinni, svo við verðum þá að fá einhverja smárellu með okk- ur. Svona ferðir fer maður ekki nema fljúgandi. Eg hef að vísu notað bílinn mikið, en þetta er of tími til kominn fór hann inn í henn- ar herbergi og fékk sér meira að drekka. Hann sagði skylduræknis- lega: — Honey, þú ert dásamleg. Hann leit á klukkuna á veggnum, sneri aftur inn í herbergið sitt, hélt áfram að sulla í sig drykknum og að því loknu fór hann í annan asna- legan kímanó, að þessu sinni kol- svartan. A tilsettum tíma var barið mjúk- lega að dyrum og May vísaði þeim út úr herberginu og eftir tómum virðulegum ganginum. May stanz- aði við lyftuna. Kínversk stúlka hélt lyftudyrunum opnum. Þau fór inn og dyrnar lokuðust. Bond tók eftir því að lyftan var gerð hjá Way- good Otis. Allt í þessu fangelsi var de Luxe. Hann fékk hroll milli herðablaðanna. Hann tók eftir því að stúlkunni var starsýnt á hann. Hann sneri sér að henni: — Þetta er allt í lagi, Honey, ég er bara langt, og svo er ég líka búinn að selja hann. Ég gerði það, þegar þessi hjartaspesíalisti kom. Við höfðum nú setið hjá þeim Ómari og Helgu í næstum tvo tíma, og Jónína hafði verið svikin um miðdagslúrinn sinn, af því að menn- irnir ætluðu að taka myndir. En sól- in glampaði úti og það var ekkert vit að halda fjölskyldunni lengur inni. Það var slæðingur að börnum fyrir utan, þegar ég fór. Hnubbara- legur strákur sat á girðingunni og sagði halló. Ég sagði líka halló. Þá sagði sá stutti: — Þekkir þú Ómar Ragnarsson? Og hefði ekki einmitt viljað svo til, að Ómar er pabbi hennar Jónínu, hefði spurningin líklega hljóðað á þessa leið: — Þekkir þú pabba hennar Jónínu? ekki hugmynd um, hversu langt þau hefðu farið — hundrað fet, tvö hundruð? Sjálfvirkar dyrnar opnuðust, og Bond og stúlkan gengu inn í stórt herbergi. Það var autt. Það var hátt til lofts. Lengd herbergisins var um sextíu fet, og á þrjár hliðar voru bókaskápar alveg upp I loft. Við fyrstu sýn virtist fjórði veggurinn vera gerður úr þykku, blásvörtu gleri. Herbergið var hvorttveggja í senn, setustofa og bókasafn. í einu horni var stórt borð og á miðju gólfi var annað borð með tímarit- um og dagblöðum. Þægilegir stól- ar, bólstraðir með rauðu leðri, voru hér og þar. Veggirnir voru dökk- grænir og lýsingin, sem kom frá standlömpum var mjög óbein. Það eina, sem var athyglisvert, var borð með flöskum upp við miðjan gler- vegginn og að stólarnir og smáborð með öskubökkum og slíku, var með svolítinn höfuðverk. Hann sagði henni ekki, að allur þessi íburður væri að vinna bug á hon- um, og hann hefði ekki hugmynd um, hvað hann ætti að gera. Þetta voru allt saman vondir fyrirboðar, og hann hafði ekki nokkra hug- mynd um, hvernig hann ætti að komast út úr þessari klípu, sem þau voru í. Og vissi ekki nákvæm- lega, hvernig klfpan var. Það var það versta. Það var ekkert, sem fór eins illa í hann eins og að vita það, að hann hafði í rauninni ekk- ert á að byggja, að neinu leyti. Stúlkan kom nær honum. Hún sagði: — Það þykir mér leitt að heyra, James. Ég vona að hann hverfi. Þú ert ekkert reiður út í mig fyrir eitthvað? Bond neyddi sig til að biosa. Hann sagði: — Nei, vinan. Ég er aðeins reiður við sjálfan mig. Hann lækkaði röddina: — Nú í kvöld: Láttu mig um að tala. Vertu bara eðlileg, og láttu dr. No ekki hræða þig. Það getur verið, að hann sé dálítið skrýtinn. Hún kinkaði kolli hátíðleg á svip: — Ég skal gera mitt bezta. Lyftan nam staðar. Bond hafði — VIKAN 27. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.