Vikan


Vikan - 16.07.1964, Síða 4

Vikan - 16.07.1964, Síða 4
Það er víðar hvítasunna en á fslandi. — Og það er víðar þjórsmörk en í Þórsmörk. Það sönnuðu trítilóðir bítlingar í Bretlandi nú um síðustu hvítasunnuhelgi, þegar þeir fjöl- „menntu“ til Margate og Brighton, tveggja vinsælla baðstaða á suður- strönd Englands, þar sem þeir létu engan stein ógrýttan til að breyta hvíldardögunum í kvalardaga fyrir sjálfa sig og umhverfið. Um 3000 vitgrannir unglingar, sem ýmist kalla sig „Mods“ (dregið úr orðinu „modern") eða „Rockers" (rock-rock) söfnuðust þar sam- an klæddir einkennisbúningum sínum — svörtum leðurjökkum, há- hæluðum skóm, hár niður fyrir augu o.c.frv. — skiptust í tvo óvina- hópa, sem tóku til óspilltra málanna að hrúga í sig allskonar pillum og eiturtöflum. Rockararnir eru í leðurjökkum og hafa jafnan skellinöðru milli fót- anna, en Modsarnir í þröngum buxum, með uppsett hár, augnskugga og varalit, og hafa með sér skvísu í stað skellinöðru. Eftir hæfilegt pilluát og gítarglamur, réðust Modsarnir svo á Rock- arana með grjótkasti og stólfótum, og nú upphófst grimmilegur bar- dagi sem stóð yfir lengi nætur og barst um flestar götur Margate. Tveir lögregluþjónar hlutu meiðsl, tveir fáráðlingar fengu hnífstung- ur í belginn og tugir meiddust í grjót- og flöskukastinu eða voru marðir með hnúajárnum. Auðvitað voru margir þeirra teknir fastir af lögreglunni, en vafalaust alltof fáir. Þarna getum við séð, að unglingarnir hérna heima eru kannske ekkert verri en jafnaldrar þeirra í því mikla heimsveldi Bretlandi, og megum við vel við una. Ennþá er ekki orðið almennt hér að þeir klæði sig eins og fuglahræður og máli á sér fésið eins og tístudúkkur, — og enn látu þeir sér að mestu nægja að fleyta innyflunum í brenni- víni. Eða kannske þeir séu bara svona mikið á eftir tímanum . . . Þeir þjást fyrir trú sína. í Manilla á Filippseyjum sjást furðulegir hlutir á föstudaginn langa hvert ár. Sértrúarflokkur þar hvetur meðlimi sína til að fara út á stræti og torg, þar sem þeir leggjast niður og láta „róm- verska hermenn" flengja sig til blóðs. Margir þeirra eru með þunga krossa á bakinu, og enn aðrir láta „krossfesta" sig. Þessir flengingarfúsu menn álíta sig fá fulla syndakvittun eftir þessar pyndingar . . . — VIKAN 29. tbl. Tvær kunnar konur. Það er ekki oft, að frú Tahia Nasser, eiginkona forsætisráð- herra Egyptalands, lætur sjá sig á almannafæri. En þegar Krús- jeff kom þangað í heimsókn fyrir skömmu, komst hún ekki hjá því að sitja við hlið Nínu og veifa til almúgans. Hann lék á fjallagarpana. Fyrir nokkru fékk félagsskapur franskra fjallagarpa lán- aðan Eiffelturninn, til að sýna almenningi hve liprir þeir væru að klifra. Fjöldi manns var samankominn til að horfa á sýninguna og eftirvæntingin var mikil, þ^gar þeir voru að leggja af stað uppeftir turninum. Skyndilega stökk maður út úr áhorfendahópnum, snarað- ist úr jakkanum, — og fór að klifra. Hann hafði engar línur né önnur hjálpartæki, en áður en varði var hann kominn langt framúr fjallagörpunum, og vann klifrið með yfirburðum. Auðvitað tók lögreglan hann fastan strax á eftir. Þá kom í liós að hann hafði unnið í tvö ár samfleytt við að mála turninn. Carlsberg eða Tuborg? Nöfnin þarf víst ekki að kynna frekar, því flestir íslendingar kannast við þau frá okkar góða nágrannalandi, Danmörku. Spurn- ingin er bara sú, hvort fyrirtækið er stærra, og af hvoru er meirra drukkið, Carlsberg eða Tuborg? Og loks hefur fengizt svar við þessu, sem má ætla að sé nægilega öruggt fyrir okkur áhugamenn. Það hefur sem sagt komið í Ijós, að Carlsberg fyrirtækið hafði s.I. ár 500 milljón króna veltu (danskar krónur, auðvitað), en vesalings Tuborg aðeins 436 millj. (líka danskar). Seldar flöskur hjá Carlsberg voru 554 milljónir en 486 hjá Tuborg (allt danskar flöskur). Og þeir sem ekki trúa þessu, fá þær sárabætur, að fullyrt er að bæði fyrirtækin selji jafnmargar flöskur á innanlandsmark- aðinum — munar kannske einni eða tveim —- en Carlsberg flytur mikið meira út, og þá sérstaklega til Englands, — sem engan furðar eftir að hafa smakkað bjórinn þar. 4

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.