Vikan


Vikan - 16.07.1964, Page 6

Vikan - 16.07.1964, Page 6
Ávallt fyrstir í framförum... nútlma fform VANDIÐ VALIÐ Luxan, s|ónvar pstæki Sameina allt það bezta, sem sjónvarp hefur uppá að bjóða. Luxor verksmiðjurnar hafa yfir 40 ára starfsreynslu í radíótækni. ÞJÖNUSTA Á EIGIN RADÍÓVERKSTÆÐI. » Permanent Kæra Vika. Margra vandamál leysir þú, og því langar mig til að segja þér mín vandræði. Fyrir tveim mánuðum brá ég mér á hárgreiðslustofu, til perm- anent hárliðunar. Sólin var farin að hækka á lofti, og vildi ég því gjaman fara að taka ofan hatt- inn, en státa þess í stað með þokkalega hárgreiðslu. Þetta fór þó verr en til var ætlazt, því eftir að hafa setið allt of lengi að ég held, með olíu og spólur (eða á annan klukkutíma) þá var sáralítið hár eftir á höfðinu á mér. Það hafði sem sé brunnið í sundur við hársvörðinn. Mest er þetta þó áberandi að framan og ofan á höfðinu en þar var fyrst sett í. En allt er hárið svo þunnt, stökkt og ljótt. Það er mikið dautt og heldur áfram að rotna. Ég er alveg sálarveik út af þessu, og get ekki um annað hugsað. Mér finnst ég líta svo hræðilega út, og hef svo mikla minnimáttar- kennd vegna þessa. Ég get ekki verið berhöfðuð og forðast að vera innan um fólk eða fara út. Ég vil taka það fram að ég hefi aldrei verið með litað eða skolað hár og hefi haft ósköp venjulegt hár, en samt mjög fínt og þétt. Ég var að reyna að hugga mig við það, í mesta sálarstríðinu, að þetta mundi vaxa aftur og lagast, en ég sé þess lítil merki ennþá, að ný hár vaxi. Hvað get ég gert til úrbóta? Ég hefi reynt að nudda hársvörð- inn fast og lengi, en þá mokast af mér á eftir af því sem eftir er og þá verð ég ennþá örvænt- ingarfyllri. Heldur þú að hárkirtlarnir hafi eyðilagzt? Getur það verið? Og eru ekki útlærðar hár- greiðslukonur ábyrgar fyrir svona löguðu? Ef þú átt nokkurt ráð, sem að gagni gæti komið, þá skyldi ég lofa þig og prísa. Þú þarft ekki að birta þetta bréf frekar en þér sjálfri sýnist Vonast eftir svari sem fyrst. Örvændingarfull. P. S. Ég vil geta þess að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég fer í permanenthárliðun. Ég hefi alltaf látið liða hár mitt einu sinni á ári. Með fyrirfram þakklæti. Sama. Tarna er ljóta! Það er ekki nóg með að hár- greiðsludaman hafi framið á þér hræðilega skyssu, heldur virðist þú líka hafa farið óhyggilega að ráði þínu hingað til. Um það er ekki að ræða, að hárgreiðslustofan ber fulla á- byrgð á þínum skalla, og þú átt kröfu til þess að hún (eða rétt- ara sagt eigandi stofunnar) geri allt, sem hægt er til að laga þetta. HárgreiðsLustofur taka að sér að snyrta og laga til hárið eftir ósk viðskiptavinarins, og undirgang- ast um leið nokkur frumskilyrði en eitt þeirra er að sjálfsögðu það, að eyðileggja ekki hér við-, skiptavinarins — og að engin hætta sé á því. Ef svo væri, er ég hræddur um að fáar konur mundu leggja í þá áhættu, sem þessu væri samfara. Auðvitað getur stofan ekki látið hár þitt vaxa í fljótheitum, en hún getur — og er raunar skyldug til — keypt á þig hár- kollu, ef þú kærir þig um og ferð fram á það. Ég mundi ráð- leggja þér, þetta ráð, á meðan hárið er að vaxa aftur, því að á því held ég að sé ekki nokkur vafi, að það vaxi. Þar að auki ætti stofan að bjóða þér ein- hverjar málamynda-skaðabætur, eins og t. d. ókeypis hársnyrtingu í eitt ár, eða svo. En þín skyssa er sú að fara ekki þegar í stað til læknis og fá hjá honum vottorð um hvemig hárið hefur farið, til að hafa ef í hart fer. Allavega átt þú þegar í stað að fara þangað, til að kom- ast að raun um hve mikið það hefur skemmzt og hvort það muni ekki vaxa aftur á eðlileg- an hátt. Sem sagt, mitt ráð er að þú farir þegar í stað til læknis, — og í öðru lagi, að þú krefjist hár- kollu hjá fyrirtækinu, sem fór svona með þig. HvaS á þetta að þýða eiginlega? Grímsá, 17. júní 1964. Kæri Póstur! Um kvöldið 17. júní las ég mér til skemmtunar og ánægju grein- ina: „Tíminn skreppur saman í geimflaugum framtíðarinnar“, sem birtist í 23. tbl. Vikunnar. Helv... þætti mér nú gaman að skreppa svona einn 3 ára (21 g — VIKAN 29. tW.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.