Vikan - 16.07.1964, Side 7
ár á jörðu niðri) túr, því ég er
svo mikið fyrir að flakka. Eitt
þætti mér þó verst við það, að
ef ég færi t. d. í dag, þá væri
konan mín orðin fimmtug, þegar
ég kæmi aftur til baka, en ég
aðeins 33, og bóðar dætur mínar
farnar að nálgast þrítugt.
Nú heyrði ég, í útvarpinu um
daginn, talað um það að líkleg-
ast yrði hægt að djúpfrysta fólk
með góðum árangri og þíða það
svo upp aftur með góðum árangri
eftir t. d. fjölda ára, og væri það
þá jafn gamalt og þegar það var
fryst. Væri nú ekki hægt að
frysta konuna mína og krógana,
meðan ég fer í túrinn og þýða
þau svo upp aftur, þegar ég kem
heim?
Ef ég brygði mér nú til Andró-
meda og yrði 55 ár (3.000.000 ár
á jörðu niðri) í burtu og konan
væri fryst á meðan og væri svo
þídd upp, þegar ég kæmi til
baka, þá má búast við að hún
yrði ekkert ánægð með mig 85
ára gamlan karl, en hún þá að-
eins 29 ára.
Til þess að ,,redda“ því, mætti
þá ekki frysta mig áður en ég
fer af stað, og þýða mig svo upp
nokkrum dögum, áður en ég kem
til Andrómeda svo ég gæti heils-
að upp á þá, sem þar búa. Ég
ætti svo að geta fryst mig aítur,
þegar ég er lagður af stað heim
og svo yrði ég þýddur upp aftur,
þegar ég kæmi til jarðarinnar og
þá væri ég jafn sprækur og þeg-
ar ég fór af stað. Ferðalangur.
Kvusslags er þetta mað'ur! Til
hvers ætlarðu að þíða kerling-
una aftur, ef þú hefur komið
henni í frystinn á annað borð?
Nei. í þinum sporum mundi ég
alveg sleppa ferðinni til Andró-
meda í bili, en láta frysta mig í
55 ár, og giftast svo dóttur-dótt-
ur-dóttur minni, sem væri þá á
likum aldri. Þú mundir verða
langa-langa-Iangafi barnanna
ykkar, en tengdasonur þinn yrði
langa-langafi konunnar þinnar.
Konan þín (sem ennþá væri í
frystikistunni) væri þá Ianga-
langa-langamma konunnar þinn-
ar, og ég er viss um að þig mundi
ekkert langa til Andrómenda.
Enda mundi það ekkert þýða.
Megi friður ríkja á
Mógilsá
í 15. tölublaði Vikunnar 1961,
birtist grein undir nafninu: „Úr
kotinu í kauphöllina, — Aron
Guðbrandsson í aldarspegli". f
aldarspegli þessum var greint frá
viðskiptum Arons við bónda
nokkurn á Mógilsá, en þau hafa
ekki verið með sem friðsömust-
um hætti og hefur komið til
málaferla, sem Aron hefur unnið.
í aldarspegli þessum voru nokkr-
ar setningar, sem bóndi þessi á
Mógilsá taldi meiðandi fyrir sig;
„Bóndinn sonur gamla bóndans
er fullur öfundar og úlfúðar og
gerir alla þá bölvun sem hann má
og raunar ekki má. Hann klippir
sundur girðingar, sprengir lása,
breytir farvegi læksins, rekur
nautpening sinn á land Arons.
Allt logar í úlfúð og málaferlum
.... og þrjú mál gegn vesölum
hrekkjabóndanum, sem líkist
einna helzt Mikkjál frá Kolbeins-
brú eða Bjarti í Sumarhúsum.. “
Nú hefur þessi bóndi talsverða
revnslu af málaferlum, að vísu
ekki góða en nú mun hann hafa
vitað, að meiðyrðamál vinnast
alltaf eða mjög undantekningar-
lítið. Sum meiðyrðamál hafa
iafnvel unnizt, enda þótt kunn-
ingjar vissu, að hvert orð væri
satt og rétt. Gerði Mógilsárbóndi
allmiklar kröfur, en dómurinn
leit hinsvegar svo á, að hæfilegt
væri að Vikan greiddi bóndanum
fjögur þúsund krónur og tvö þús-
und og fimm hundruð í máls-
kostnað, en eitt þúsund til ríkis-
ins.
Auk þess ber eins og alltaf
þegar meiðyrðamál er höfðað að
taka aftur ummæli og er Vikunni
mikil ánægja að því að taka það
skýrt og greinilega fram, að um-
ræddur bóndi á Mógilsá er ekki
minnstu vitund likur þeim
Mikkiáli á Kolbeinsbrú eða
Bjarti í Sumarhúsum. Hann hef-
ur aldrei klippt girðingar,
sprengt lása, breytt farvegi lækja,
né rekið nautpening á land Ar-
ons. (Ekki satt, Aron?) Ummæl-
in: „Allt logar í úlfúð og mála-
ferlum“, sem þóttu meiðandi,
eru hérmeð tekin aftur, það þýð-
ir að allt hefur verið með friði
og spekt og engin málaferli.
(Hvað sem allir Hæstaréttardóm-
ar segja). Öll önnur meiðandi
ummæli í téðum aldarspegli eru
með stakri ánægju aftur tekin
og vonum vér, að friður megi
svífa yfir vötnum Mógilsár og
lækir haldast í farvegum sínum.
'l&mmgo
Nýtfzku straujárn ar látt - sem allra léttast — |>vf að j>«8 ar hltfim — réttur
hiti — an akki þyngdin, sem straujar.
FLAMINGO straujámið er fislátt — aðeins 800 grömm — hitnar og kálnar
fljétt og hefur hárnákvseman hitasb’lll, ásamt hitamsall, sem alltaf sýnir hita*
stigið. Stilling fyrir "straufrí" efni. Truflar hvorki útvarp ná sjónvarp. Inn-
byggt hitaöryggi.
Lögun og láttleiki FLAMINGO gerir það leik einn að strauja blúndur,
leggingar, kringum tölur og annað, sem hingað til hefur þótt erfitt.
FLAMINGO straujárn eru falleg — hreint augnayndi — og fást krémuS, Uá,
gul og rauðbleik. Einnig fyrir vinstri hönd.
FLAMlNGO úðarinn úðar tauið svo
fínt og jafnt, að h«gt er að strauja |>að
jafnéðum. Sem sá: gamaldags steink-
un og vatnsblettir eru úr sögunni.
Úðaranum fylgir hanki fyrir glas
og úðabyssu. Litir: svartur, Uár,
gulur, rauðUeikur.
FLAMINGO snúruhaldari heldur
straujámssnúrunni á lofti, sve el
hún flsakist ekki fyrir.
FLAMINGO gjafakassh stieujám
og úðari.
FLAMINGO straujám, úðari og snúruhaldari eru hvert f sínu lagi — of aidd
sfður saman — kjðrgripir, sem vekja spuminguna: Hvemig gat ág verið áe
þeirra?
FLAMINGO: fyrir yðurl — FLAMINGO: faHeg gý&fI
ÁBYRGÐ-
Varahluta- og
viðgerða|>jénusta.
O. KORHLE RU P-H4MIE1
SÍMI 12606 - SÚÐURGÖTU
R E V K J A V i K
PÖNTUN
Sendið undirrit. i póstkröfu:
.... stk. FLAMINGO straujárn............litur:
.... stk. FLAMINGO úðara................litur:
.... stk. FLAMINGO snúruhaldara
kr. 498,00
kr. 266,00
kr. 82,00
..... stk. FLAMINGO gjafakassa................litur: ........... kr. 754,00
Nafn .....................................................................
Heimili ..................................................................'
Til: FÖNIX s.f., Suðurgötu 1«, Reykjavík.
«11k