Vikan


Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 10

Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 10
íslenzka sjónvarpsstöiSin þarf ckki að vera neitt stórhýsi til að byrja með. Hér er teikning af lítilli sjónvarpsstöð, en stöðin hér mundi verða eitthvað í líkingu við hana. •iónvarpstalur óhorfendur / \>\ x kv»kmynda»tndifieki Siónvarp nýtur sín bezt, er það sýnir heilum þjóð- um stórviðburði um leið og þeir gerast og hvert heimili verður að stúkusæti í leikhúsi sögunnar, sagði Benedikt Gröndal, alþingismaður, þegar Vikan ræddi við hann um íslenzkt sjónvarp, þessa umdeildu nýjung. Eldgosið í Surtsey er nærtækt dæmi. Þjóðin hefði á hverjum degi séð úrval kvikmynda af gosinu og mynd- un eyjarinnar, og hvert mannsbarn hefði fylgzt með stórbrotnum hamförum náttúrunnar, er hún lyfti nýju landi úr sjó. I fyrra var mikil stjórnarkreppa í Noregi, héit Benedikt áfram. Sjónvarpið fór á vettvang og sýndi dag eftir dag þátttakendur í örlagaríkri viðureign í Stórþinginu í Osló. Þjóðin sá leiðtoga sína á nýjan hátt og fylgdist með átökunum af geysilegum áhuga. Sögðu margir, að þessar sendingar einar hefðu rétt- lætt kostnað við sjónvarp í heilt ár, og sala sjónvarps- tækja þar í landi hefur aldrei verið meiri. Dæmi um slíkar sjónvarpssendingar eru orðin mörg. Þegar Glenn ofursti fór geimferð sína 1962, horfðu 135 milljónir manna á hann í sjónvarpi, fjórir fimmtu hlutar bandarísku þjóðarinnar, og enn fleiri fylgdust með atburðum eftir morð Kennedys forseta. Sama má segja um mikla íþróttaviðburði, ekki sízt sjálfa olympísku leikana. — Þetta er gott og blessað, en hvenær fáum við íslendingar okkar eigið sjónvarp? Eg segi því fyrr því betra, svarar Benedikt, enda þótt ýmsir menningarfrömuðir segi því seinna því betra. Utvarpsráð hefur gert ítarlega áætlun um ís- lenzkt sjónvarp, og samkvæmt henni er hugsanlegt, að íslenzk sjónvarpsdagskrá hefjist 1966. Fyrr verður það ekki, og eitthvað síðar, ef ekki verður tekin end- * anleg ákvörðun um málið innan skamms. Getur und- irbúningstími ekki verið styttri en 11/2 til 2 ár, og síðan verðum við að sjálfsögðu að þreifa okkur áfram, læra af reynslu og skapa eins góðan grundvöll fyrir framtíð íslenzks sjónvarps og við getum. Við erum meðal síðustu menningarþjóða, sem taka Ú Upptakan ícr fram með tveim vélum eða fleirum, sem sjá sjónvarpsefnið sín frá hverju sjónarhorni. Stjórnandinn við stjórnborðið sér allar upptökurnar á sjónvarpsskermum og skiptir á milli eftir því hvað honum lízt bezt á.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.