Vikan


Vikan - 16.07.1964, Side 12

Vikan - 16.07.1964, Side 12
O Að' sjónvarpið er þegar hvert sem litið er. leikrit. Má áætla, að heildarkostnaður allt að því tuttugufaldist frá einföldum sjón- varpslið, til dæmis samtalsþætti, í jafn- langt leikrit. Hins vegar hlýtur íslenzka sjónvarpið fljótlega að fá tæki til að sjónvarpa utan við sín eigin heimkynni, og þá skapast möguleikar á að sjónvarpa beint af sviði leikhúsanna okkar. Einnig er sjálfsagt að reyna einföld verkefni, sem ekki krefjast mikils sviðsbúnaðar eða búninga, og er hægt að gera margt innan þess þrönga ramma. — Verðor þetta ekki heldur leiðinleg dagskrá? Svo þarf ekki að verða og verður vonandi ekki. Við skulum ekki dæma sjónvarpsefnið, fyrr en við sjáum það, enda hefur reynslan sýnt, að ýmislegt óvænt efni reynist vinsælt í sjónvarpi. í raun réttri er ekkert sjónvarpsefni til befra en athyglisverður maður eða kona, og hinar flóknustu og dýrustu dagskrár eru ekki alltaf eins vinsælar og til dæmis samtöl við sérkennilega menn. Sjónvarpið færi til að beita hugkvæmni ýlKAN 29. tbl mmm tlftflfitWmmmm Nýjustu rannsókn Ir sýna að sjón- varp breytir ótrú- lega lltlu um skoö anlr manna. orðlnn snar Jiáttur í lífi bæjarbúa, sczt bezt á sjónvarpsloftnetunum, sem bcra við himin, — Hvað um sjónvarpskennslu? Með „skólasjónvarpi" er átt við sérstakar sendingar, sem börn og ungl- ingar horfa á í skólastofum í kennslutíma. Verður að samhæfa slíkar sendingar í ákveðnum greinum við stundarskrá viðkomandi bekkja, og fella sjónvarpsefnið inn í námsskrána. Á þennan hátt er hægt að ná miklum árangri og meðal annars spara kennara, ekki sízt í greinum, sem krefjast mikillar sérmenntunar. Er mikill áhugi á slíku sjónvarpi hjá íslenzkum skólayfirvöldum. Fyrir utan þetta má búast við, að einskonar kvöldskóli fyrir almenning geti verið í dagskrá sjónvarpsins. Erlendis hefur sjónvarpskennsla í tungu- málum, eðlis- og efnafræði og fleiri greinum vakið mikla athygli og reynzt mjög vinsælt efni. — Má ekki, þrátt fyrir slíka viðleitni, búast við að sjónvarpið dragi úr bóklestri og auki forheimskun fólksins? Nei, alls ekki. Að vísu situr fólk lengi við sjónvarpstækin í fyrstu, en nýjabrumið fer fljótt af. Síðar opnar fólk tækin til að horfa á það eitt, sem það vill sjá, en lætur annað eiga sig. Þetta hefur reynslan sannað. Um bækur er það að segja, að sjónvarpsþættir um höfunda og verk þeirra, eða bækur um tiltekin efni, hafa undantekningalaust þau áhrif, að sala á viðkomandi bókum stóreykst — og þá væntanlega lestur þeirra líka. Fá tæki jafnast á við sjónvarpið, þegar vekja þarf áhuga almenn- ings á einhverju efni, hvort sem er til lestrar eða annars. I þessu sambandi má ekki gleyma þeirri höfuðstaðreynd, að þrátt fyrir langan vinnudag hér á landi eru tómstundir fólks að aukast hröð- um skrefum, ekki sízt vegna nýrrar tækni og sjálfvirkni. Fyrir þá, sem hafa fá eða engin áhugamál, getur sjónvarpið stytt langar stundir og ef til vill vakið upp einhver áhugamál. Fyrir hina, sem alltaf hafa eitthvað að dunda við, verður sjónvarpið enn eitt tæki, Upptaka á húnaðarþætti í útlcnðu sjónvarpi. Bóndinn leiðir afburðakú frani fyrir sjónvarpsvciarnar. Sjón er æviniega sögu ríkari. <^>

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.