Vikan


Vikan - 16.07.1964, Page 27

Vikan - 16.07.1964, Page 27
Bárujárnsskúrarnir við Gullfoss standa í átankanlegu misræmi við þ-.ð náttúrufyrirbrigði, sem Gullfoss er. Þeir heyra til lijnum tíma og eru hluti af þeirri van- rækslu, sem Gulifossi hefur verið sýnd. hér. Samt er enn vegarlaust að Gullfossi og undirstrikar það áþreyfanlega samstöðu okkar með vanþróuðum ríkjum svonefndum. Ekkert sýnir jafn átakanlega þá eymd, sem liér rík- ir i öllu því sem lýtur að ferðamannaaðstöðu og auglýsingu á landinu. Ég hygg að það hefi verið Mánudagsblaðið, sem birti fyrir tveim árum skrýtlu, semi síðar varð fleyg og oft hefur verið sögð síðan. Hún var uin útlending í ferðamannalióp á leið til Gullfoss. Hann sneri sér að leiðsögumannin- um og spurði: „Segið mér, eruð þið nýbúnir að finna Gullfoss?“ Engin undur að maðurinn spyrði. Hvernig átti hann að ímynda sér að ástæðan væri önn- ur, þegar hann sá það sjálfur, að enn liafði ekki verið lagður þangað vegur, en rútubíl- arnir klöngruðust í fyrsta gír í urð og grjóti. Vegalagning að Gullfossi, beint frá Geysi, virð- ist ætla að verða eilifðarmál. í fyrrahaust var loks grafinn skurður og var kallað að það væri upphaf að þeirra framkvæmd. í sumar er aftur á móti ekkert gert og aurarnir sem veittir voru í þennan veg, fara allir upp i skuld frá árinu áður. Svo það er ekki séð fyrir endann á því að ferðafólk, útlent sem innlent, verði að klöngrast ruðningana upp með Hvítá — eða utan við þá. Þar er þó víð- ast gras. Að undanförnu hefur verið rekinn veitinga- skáli við Gullfoss. Hann er hreinlegur og þar fær maður mun betra kaffi en viða annars- staðar í sumar-veitingahúsum. Skálinn er báru- járnsklæddur og eins fátæklegur og hugzazt getur á móti fegurð Gullfoss. Ekki er nein von I til þess, að einstaldingar leggi í það að byggja glæsilegt hús á stað, sem dregur til sín ferða- menn í þrjá mánuði ársins. Fyrir því er ekki fjárhagsgrundvöllur. Um þessháttar fram- kvæmd verður öll þjóðin að standa saman; ríkið verður að byggja glæsilegan veitinga- skála við Gullfoss, það vel úr garði gerðan, að staðnum sé ekki vansæmd að. Mér dettur helzt í hug, að sá skáli ætti að rísa uppi á brekkubrúninni ofan við núverandi skála. Hann ætti að standa á súlum fram af brekkunni, en þaðan sér prýðilega vel til fossins. Að minnsta kosti austur og suðurveggur skálans ættu að vera að mestu leyti úr gleri og mundu þá gestir njóta útsýnis til fossins um leið og þeir fengju sér veitingar. Enda þótt kaffið sé gott i gamla skálanum og vel gert við gesti þar, þá er útlit hans til vansæmdar. Hann er alveg í stíl við veginn upp með Hvítá; livort tveggja tilheyrir fyrstu áratugum þess- arar aldar, meðan öll uppbygging var á frumstigi. Eftir Þingvöllum, Laugarvatni og Geysi, er Gullfoss fjórði ferðamanna- áfanginn í röð þegar farið er um Suð- urland. Þessir staðir eru eins og perl- ur á bandi, hluti af auðlegð landsins, en liingað til hafa þessir staðir legið vanræktir í þagnargildi miðað við það sem hægt væri að gera. Mér finnst tilhlýðilegt að minnast á Pjaxa í þessu sambandi. Tiltölu- lega fáir hafa nokkru sinni heyrt hann nefndan, né að þeir viti livort það er steinn, fjallstindur, liver eða foss. Hann er ekkert af þessu; Pjaxi er gullfallegur hvammur, skógi vax- inn, niðri i gljúfri Hvítár, nokkur hundruð metrum neðar en Gullfoss. Það er ekki einu sinni skilti við veg- inn til að vísa á hann, en mörgum mundi það eftirminnilegt að koma þangað og ég tel hiklaust að það sé ómaksins vert. Þó er það nokkuð fyrir- tæki og alls ekki gerlegt fyrir kven- fólk að freista niðurgöngu í Pjaxa á háum hælum. Stígurinn sem liggur niður hergvegginn hefur einungis orð- ið til af sjálfu sér undan fótum þeirra Framhald á bls. 31. Gullfoss, pcrla íslenzkra fossa. Vonandi verður þess langt að bíða, að Hvítá verði virkjuð þarna — og vatninu hleypt á fossinn endrum og sinnum fyrir feröamenn. Ferðamannastaöir ■ ná- grenni Reykfavikur - og ástandið þar II. Efftir Gísla Sigurðsson VIKAN 29. tbl. 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.