Vikan


Vikan - 16.07.1964, Síða 44

Vikan - 16.07.1964, Síða 44
Ef þjer eruðfarin að hugsa fyrir sumarferðalaginu þá æftuð þjer að afhuga að það er auðveldara nú en áður að velja malinn. Hinar Ijúffengu Honigs vörur eru á boðsfólnum í næsfu búð. I.d. Honigs Júlienna súpa í pökkum, súpufeningar, sem gera má úr einn hinn Ijúffengasfa drykk á svipsfundu. — Makkarónur og búðingsmjöl. — Allf fyrsja flokks vörur. HEILDSÖLUBIRGÐIR: Eggert Kristjánsson & Co. h.I. fyrir það. Jæja, jaeja! Nú féllu stykkin í þrautinni vel saman. Því þetta var sannarlega þess virði að hræða burt nokkra fugla og drepa nokkra menn. Einkalíf? Auðvitað varð dr. No að drepa hann og stúlkuna. Vald? Þetta var vald. Dr. No hafði svo sannarlega kom- ið sér vel fyrir. Bond leit inn í þessu tvö svörtu augu með nýrri virðingu. Hann sagði: — Þér verðið að drepa miklu fleira fólk til þess að halda þess- um hlutum f yðar höndum, dr. No. Það er mikilla peninga virði. Þér eigið hér góða eign — betri en ég hélt. Ég er viss um að ýmsir vilja skera sér sneið af þessari köku. Mér þætti gaman að vita hver verð- ur fyrstur til þess að ná yður og drepa yður. Þessir menn þarna uppi, — og hann benti upp í loftið — sem voru þjálfaðir í Moskvu? Þeir eru tæknimenn. Mér þætti gaman að vita hvað Moskva segir þeim að gera? Þér getið ekki vitað það eða hvað? Dr. No sagði: — Þér eruð iðinn við að vanmeta mig, herra Bond. Þér eruð þrár maður og heimskari en ég bjóst við. Ég hefi gert mér grein fyrir þessum möguleikum. Ég tók einn þessara manna og gerði hann að einkaeftirlitsmanni. Hann hefur afrit af dulmálinu og ná- kvæma stælingu af vélinni, sem það er sent með og móttekið. Hann býr á öðrum stað í fjallinu. Hinir héldu, að hann hefði dáið. Hann fylgist með öllu á þeim tímum, sem við- skipti fara fram. Hann gefur mér annað eintak af öllu því, sem ger- ist. Enn sem komið er hefur ekk- ert borizt frá Moskvu, sem ber vott um launráð. Ég hugsa stöðugt um þessa hluti, herra Bond. Ég fer varlega og ég ætla að gera enn fleiri varúðarráðstafanir. Eins og ég sagði, þér vanmetið mig. — VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.