Vikan - 16.07.1964, Síða 45
Einn fulikomnasti sjónvarps-fónn-
inn á markaSnum í dag. Með 23”
skermi og læsanlegum rennihurð-
um. Fáanlegur í tekki eða mag-
hogni, með stereo plötuspilara
eða segulbandstæki. Árs ábyrgð.
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
KETTE
UMBOÐIÐ
AÐALSTRÆTI 18.
SÍMI 16995.
— Ég vanmet yður ekki, dr. No.
Þér eruð m|ög gætinn maður, en
það benda of margir fingur á yður.
Ég kannast við þetta vegna þess,
að mitt starf er ekki alveg óskylt.
Ég þekki tilfinninguna. En það
stendur dálítið illa með yður. Þeir
kínversku gætu komizt að þessu,
til dæmis. Mér mundi ekki geðjast
að því, að eiga þá yfir höfði mér.
Það væri þó skárra að eiga F.B.I.,
bandarísku rannsóknarlögregluna,
yfir höfði sér. En þekkið þér Rúss-
ana eins vel og ég geri. Þér eruð
,,bezti vinur" þessa stundina. En
Rússar hafa ekki samstarfsmenn og
félaga. Áður en langt um Ifður
munu þeir vilja gleypa yður, þeir
kaupa yður út úr öllu saman með
einni byssukúlu. Svo eruð þér ekki
alveg óþekktur maður hjá þeirri
leyniþjónustu, sem ég starfa fyrir.
Munduð þér vilja að það yrði eitt-
hvað frekar um yður sagt þar? Ég
mundi ekki æskja eftir því í yðar
sporum, dr. No. Þeir eru þráir í
leyniþjónustunni. Ef eitthvað kem-
ur fyrir mig og stúlkuna, munuð
þér komast að því að Crab Key
er mjög lítil og nakin eyja.
— Þér getið ekki spilað hátt spil
án þess að tefla á tvær hættur,
herra Bond. Ég viðurkenni hætturn-
ar, og að svo miklu leyti sem ég
get, hef ég varið mig gegn þeim.
Sjáið þér til, herra Bond. Ég er
stöðugt að nálgast enn meiri hluti.
Annar kafli, sá sem ég minntist á
áðan, býður upp á svo mikil auð-
æfi, að enginn nema asni mundi
láta þau úr greipum sér ganga af
því einu að hann væri hræddur. Ég
hef sagt yður að ég get haft áhrif
á þær brautir, sem eldflaugarn-
ar fara, herra Bond. Ég get látið
þær fara þangað sem ég vil og
tekið völdin úr höndum þeirra sem
senda þær upp. Hvað munduð
þér segja, herra Bond, ef ég gæti
gengið lengra? Ef ég gæti látið
þær lenda í sjónum nærri þessari
eyju og komizt yfir leyndarmálið
um gerð þeirra? Nú sem stendur
bjarga bandarískir tundurspillar
þessum eldflaugum þegar þær eru
búnar með eldsneyti sitt og síga
f fallhlífum í Suður-Atlantshafið.
Stundum kemur fyrir að fallhlífarnar
opnast ekki. Stundum bregzt þess-
um eldflaugum að eyðileggja sjálfa
sig, eins og þær eiga að gera. Eng-
in á Turk Island yrði undrandi, þótt
ein og ein ný eldflaug hlypi af
stefnu sinni og lenti í hafinu nærri
Crab Key. Að minnsta kosti í fyrstu
mundi tæknilegum vanbúnaði vera
kennt um. Seinna mundu þeir
kannske komast að því, að önnur
útvarpsmerki en þeirra eigin stjórn-
uðu eldflaugunum. Það mundi
valda mikilli ólgu og mikið stríð
mundi byrja. Þeir mundu reyna að
komast að þvf hvaðan þessi nýju
útvarpsmerki væru send. Og um leið
og ég kæmist að því að þeir hefðu
miðað mig út, mundi ég slá út
síðasta trompinu. Eldflaugarnar
þeirra yrðu alveg brjálaðar. Þær
mundu lenda í Havanna og King-
ston. Þær mundu snúa við og heim
á Miami. Jafnvel án vopnabúnaðar,
herra Bond, geta fimm tonn af
málmi, sem koma með þúsund
mílna hraða á klukkustund gert
mikinn usla í þéttbýlum borgum.
Og svo hvað? Það yrði að hætta
við þessar tilraunir. Eldflaugastöðin
á Turks Island yrði lögð niður. Og
hversu mikið mundu Rússar vilja
borga fyrir það, herra Bond? Og
hversu mikið fyrir hverja nýja eld-
flaug, sem ég kæmist yfir fyrir þá?
Eigum við að segja tíu milljónir
dollara fyrir allt saman? Tuttugu
milljónir? Þetta yrði einstæður sig-
ur í sögu vopnasmíðinnar. Ég gæti
sett upp það sem mér sýndist. Eruð
þér ekki sammála, herra Bond?
Eruð þér ekki sammála því að þess-
ar kringumstæður gera rök yðar og
ógnanir mjög léttvægar?
Bond sagði ekkert. Það var ekk-
ert að segja. Allt í einu fannst hon-
um hann vera kominn aftur í þögla
og rólega herbergið hátt yfir Reg-
ent's Park. Hann eins og heyrði
slydduna lemja á gluggana og M
segja óþolinmóðan, neyðarlega: —
Hvað, þetta er eitthvert fuglamál
. . . Sumarleyfi í sólinni mun hafa
góð áhrif á þig . . . Bara venjulegt
eftirlit. Og hann, Bond, hann hafði
tekið sér kanó og fiskimann og
smávegis nesti og lagt af stað —
fyrir hvað mörgum dögum, hvað
mörgum vikum? — Til þess að líta
eftir. Nú, hann hafði svo sem
skygnzt nógu djúpt. Hann hafði
UM*GFRÚ YNDISFRÍÐ
býður yður hið Iandsþekkta
konfekt frá. N Ö A.
HVAR
ORKIN H-ANS
jhaS cr alltat samt lclkurlnn 1 hcnnt Yhd-
lstriS okkar. Hún hcfur faliS Brklna hans
N6a clnhvers staSar £ hlaölnu’og helttr
KúSum verSUunum handa þelm, sem Ectur
fundlS Srklna. YcrSIannln .eru stír kon-
fektkassl, fullur af hczta konfckU, oe
framlelSandlnn cr au.SvItaS SœlgætlsgorS-
ln Níi.
Náin
Helmlll
6rkln eit A
Blíast er dreglS var hlaut vertHauntn:
Ómar Eggertsson,
Langholtsveg 12, Rvík.
Vinninganna má vitja á skrifstofu
Vikunnar. 29. tbl.
VIKAN 29. thl. —