Vikan - 16.07.1964, Qupperneq 46
BLAUPUNKT sjónvörp
10
MISMUNRNDI
GERÐIR
BLAURUNKT sjónvörp
eru m. a. þekkt fyrlr:
• ERU FYRIR BÆÐI KERFIN
• SKARPA MYND
• FRÁBÆRAN HLJÖMBURÐ
• LANGDRÆGNI
• • NÝTfZKULEGT ÚTLIT
Söluumboð: RflDIOVER Skólavörðustíg 8
/
unnM c9w£áibbon Lf.
Suðurlandsbraut 16 - Reykjavík
komizt að því, sem hann vildi vita.
Honum höfðu verið sögð leyndar-
mólin. Og nú? Nú var honum vísað
til grafar með leyndarmálin og
flækingsstúlkuna, sem hann hafði
dregið með sér í þetta brjálæðis-
lega ævintýri. Stundarkorn fannst
Bond, að hann mundi ekki komast
hjá því að kasta upp. Hann teygði
sig í kampavínið og tæmdi úr glas-
inu. Hann sagði hásum rómi: — Allt
í lagi, dr. No, þá skulum við halda
áfram með kabarettinn. Hver er
áætlunin — hnífur, kúla, eitur, heng-
ing? En verið fljótur. Ég er búinn
að fá nóg af yður.
Varir dr. Nos drógust saman í
þunna, rauða línu. Augun voru
hörð eins og tinna undir kúlulaga
enninu. Kurteisisgríman var horfin.
Það var hinn mikli dómari, sem sat
þarna í bakháa stólnum. Stundin
var komin fyrir peine forte et dure.
Dr. No sagði eitthvað á kínversku
og lífverðirnir tveir stigu eitt skref
áfram, gripu um fórnarlömbin fyrir
ofan olnboga og héldu handleggj-
um þeirra niður með stólbökunum.
Þeim var ekki veitt mótspyrna. Bond
einbeitti sér að því að halda kveikj-
aranum ( handarkrikanum. Hanzka-
klæddar hendurnar héldu um hann
eins og tengur. Hann brosti enn
einu sinni til stúlkunnar: — Mér
þykir þetta leitt, Honey. Ég hugsa
að við getum ekki leikið okkur sam-
an, þegar allt kemur til alls.
Blá augu stúlkunnar í fölu andlit-
inu endurspegluðu ekkert nema
ótta. Varir hennar titruðu. Hún
sagði: — Verður það sárt?
— Þögn! Rödd dr. Nos skall eins
og svipuhögg. — Það er komið nóg
af þessum fíflaskap. Auðvitað verð-
ur það sárt. Ég hefi ánægju af
sársauka. Mig langar einnig að
komast að því, hversu mikið mann-
legur líkami getur þolað. Endrum
og eins geri ég tilraunir með þá
mína menn, sem þarfnast refsingar.
Og á þeim, sem gerast boðflennur
eins og þið. Þið hafið valdið mér
miklum óþægindum. I staðinn ætla
ég að valda ykkur miklum sárs-
auka. Og ég mun fylgjast með
hversu lengi þið þolið við. Stað-
reyndirnar verða skráðar. Dag
nokkurn verða niðurstöður mínar
kynntar heiminum. Dauði ykkar
mun þjóna tilgangi vísindanna. Ég
læt aldrei mannlegt efni fara til
spillis. Tilraunir Þjóðverja með líf
manna, sem þeir gerðu í stríðinu,
voru mikill ágóði fyrir vísindin. Það
eru nokkur ár síðan ég hefi látið
kvenmann deyja á þann hátt, sem
ég hefi nú hugsað mér að láta yður
deyja, stúlka. Það var negrastúlka.
Hún entist í þrjá klukkutíma. Svo
dó hún úr skelfingu. Mig langar
að bera þetta saman við hvíta
stúlku. Ég var ekki hissa, þegar ég
frétti um komu yðar. Ég fæ alltaf
það sem ég vil. Dr. No hallaði sér
afturábak í stólnum. Augu hans
störðu nú á stúlkuna, til þess að
taka eftir viðbrögðum hennar. Hún
starði á hann til baka, næstum dá-
leidd eins og mús, sem stendur
framan við iðandi snák.
Bond beit á jaxlinn.
— Þér eruð frá Jamaica, svo þér
munuð vita hvað ég er að tala um.
Þessi eyja er kölluð Crab Key. Hún
hefur hlotið þetta nafn vegna þess
að hér er mikið um krabba, land-
krabba — það sem þeir á Jamaica
kalla svarta krabba. Þér hljótið að
þekkja þá. Þeir eru um pund á
þyngd hver og stórir eins og disk-
ar. A þessum tíma árs koma þeir
þúsundum saman upp úr holum
sínum niðri við ströndina og klifra
í áttina upp á fjallið. Þar skríða
þeir aftur inn í holur í klettunum
og tímgast. Þeir fara gegnum allt
og yfir allt. Á Jamaica fara þeir
í gegnum hús, sem eru á leið þeirra.
Þeir eru eins og læminginn í Noregi.
Dr. No þagnaði og bætti svo við
mjúklega: — En þeir eru fráburgðnir
að einu leyti, þeir rífa allt í sig,
sem fyrir þeim er. Og núna, stúlka,
eru þeir á uppleið. Þeir koma þús-
undum saman upp fjallshlíðina,
stórir, rauðir, appelsínugulir og
svartir og fara yfir, undir og í gegn-
um hvað sem fyrir verður. Á þess-
ari stundu tifa þeir upp klettana
hér yfir okkur og í nótt finna þeir
á leið sinni naktan stúlkulíkama,
bundinn með alla útlimi teygða frá
sér — þeir munu finna heitan lík-
amann með fálmurum sínum, sá
fyrsti mun kroppa í líkamann í til-
raunaskyni . . . og svo . . .
Stúlkan stundi. Höfuð hennar féll
áfram og niður á brjóstið. Það
hafði liðið yfir hana. Llkami Bonds
lyftist í stólnum. Röð ókvæðisorða
þeyttist út milli samanbitinni tanna
hans. Stórar hendur lífvarðarins
voru eins og eldur um handleggi
hans. Hann gat ekki fært stólinn
á gólfinu. Eftir stundarkorn hætti
hann. Hann beið eftir því, að rödd
hans róaðist. Svo sagði hann með
öllum þeim viðbjóði, sem hann gat
lagt í orðin:
— Manndjöfull. Þér verðið steikt-
ur í helvíti fyrir þetta.
Dr. No brosti þurrlega: — Herra
Bond, ég trúi ekki á tilvist helvítis.
Þér huggið yður við það. Kannske
að krabbarnir byrji strax á háls-
inum eða hjartanu. Þá mun blóðið
hætta hringrásinni. Þá tekur þetta
ekki svo langan tíma. Hann sagði
eitthvað á kfnversku. Vörðurinn aft-
an við stól stúlkunnar hallaði sér
— VIKAN 29. tbl.