Vikan - 16.07.1964, Blaðsíða 48
APPELSÍN
S ÍTR Ó N
L I IVI E
Svalandi - ómissandi
á hverju heimili
____________________________/
JÁ? NEI?
HVENÆR?
Þúsundir kvenna um heim allan nota
nú C.D. INDICATOR, svissneskt reikn-
ingstæki, sem reiknar nákvæmlega út
þá fáu daga í hverjum mánuði, sem
frjóvgun getur átt sér stað. Lækna-
vísindi 56 landa ráðleggja C. D. IND-
ICATOR fyrir heilbrigt og farsælt
hjónaband.
Skrifið eftir bæklingum vorum, sem
veita allar upplýsingar. Sendið svar-
frímerki.
C. D. INDICATOR. Deild 2.
Pósthólf 1238 Reykjavík.
legan ilm hans. Hún sá bringuna lyftast hægt og síga, en þorði ekki
að líta framan í hann af ótta við óhikað augnaráð hans.
Þegar hún var búin með berin, lokaði hún augunum og hallaði höfðinu
upp að trjástofni.
— Nicholas, hlustaðu á mig....
— Ég hlusta.
Hún fann heitan andardrátt hans á kinn sinni. Hann stóð svo nærri
henni, að henni fannst hann vera allt í kringum hana. Samt kom hann
ekki við hana, og þegar hún leit á hann sá hún, að hánn hafði sett
hendurnar aftur fyrir bak, til þess að berjast á móti þéirri freistingu
að faðma hana. Hún leit i augu hans. Þar var ekki lengur bros heldur
bón, sem ekki var hægt að misskilja. Angelique háfði aldrei fundið að-
dráttarafl karlmanns jafn vel, og aldrei hafði hún séð nokkurn mann
viðurkenna jafn opinskátt, hve mjög hann var heillaður af fegurð henn-
ar. Ævintýrið með hirðsveininum i Poitiers hafði aðei'ns verið leikur,
tilraun tveggja ungra dýra, sem vildu reyna klærnar.
Þetta var allt annað, eitthvað sterkt og mikið, jafn gamalt jörðinni,
hafinu og storminum.
Angelique varð skelfd. Þaö fór um hana hitabylgja, og hún varð mátt-
laus í hnjánum, en samt hörfaði hún eins og dýr undan veiðimanni.
— Horfðu ekki svona á mig, Nicholas, sagði hún og reyndi að vera
ákveðin. — Þú verður að skilja....
■—- Ég veit hvað ég verð að skilja, greip hann heiftúðugur fram í.
— Þú ert Mademoiselle de Sancé og ég er bara bóndastrákur — nú er
búið milli okkar. Við getum ekki einu sinni litið hvort á annað. Ég
verð að standa hjá með beygt höfuð. Já, Mademoiselle.... Sjálfsagt
Mademoiselle .... Og þú horfir á mig án þess að sjá mig. Þú tekur ekki
eftir mér, fremur en steini eða garðhrífu. Heldri konur láta þjónana
sína baða sig. Því hvað er þjónn? Það skiptir engu máli þótt maður
stríplist fyrir hann, hann er tæki — þjónustutæki. Ætlar þú að meðhöndla
mig þannig framvegis?
— Þegiðu, Nicholas.
—• Já, ég skal þegja. Ég vil bara segja þér eitt að lokum, og það er
það, að fyrir mér hefur aldrei verið önnur til en þú. Ég skildi það ekki
fyrr en þú varst farin, og í marga daga var ég ekki með sjálfum mér.
Þegar þú komst heim aftur, hafði ég ekki taumhald á sjálfum mér.
fyrr en ég vissi hvort þú værir ennþá mín,1 eða hvort ég hefði tapað
þér. Já, ég er djarfur og tala opinskátt. Og hefðirðu viljað, hefði ég
tekið þig hér, í mosanum á þessum skika Monteloup óðalsins, sem við
eigum, og allt hefði verið sem fyrrum.
—- Þú ert ekki með sjálfum Þér, Nicholas minn, sagði Angelique
mildilega. — Þar að auki er ég ekki frjáls að því að hlusta á ástarjátn-
ingar fjárhirðanna. Ég á að giftast de Peyrac greifa.
—■ De Peyrac greifa! át Nicholas upp eftir henni. — Þú! Ætlarðu
virkilega að giftast þessum manni?
— Já.
Hún lagði af stað inn á gangstiginn, sem lá Þangað sem hesturinn
og múldýrið voru á beit. Nicholas losaði taumana og hjálpaði henni,
niðurlútur, upp í söðulinn. Allt í einu greip Angelique í hrjúfa hönd
hans.
— Nicholas — Veiztu hver hann er?
Hann leit á hana og hún sá kuldaglampa í augunum.
—• Já, — ég hef séð hann. Hann hefur verið hér í héraðinu oft og
mörgum sinnum. Hann er svo ljótur, að stúlkurnar hlaupa langar leið-
ir í burtu, þegar hann kemur á svarta hestinum sínum. Hann er halt-
ur eins og djöfullinn og jafn illskulegur.... Fólk segir, að hann! Jokki
kvenfólk til hallar sinnar með töfradrykkjum og alls konar undarlegum
söngvum. Þær sem fara til hans, sjást aldrei meir, eða þá að þær koma
aftur vitlausar. Þetta er þokkalegur verðandi eiginmaður, Mademoi-
selle de Sancé. Halti djöfullinn i Languedoc!
Hann rak upp hlátur, gekk í áttina að múldýrinu sínu og lét sem
hann væri draghaltur.
Angelique sló ærlega I hestinn og rauk af stað á harðastökki. Hún
flúði burt frá hæðnislegri röddinni, sem hrópaði á eftir henni: — Halti
djöfullinn! Halti djöfullinn.
Hún reið inn í kjistalagarðinn í sama mund og annar riddari kom
yfir vindubrúna. Rykstorkið og sveitt andllit hans og skinnbuxur sýndu,
að hann var sendiboði. De Sancé barón kom fram á tröppurnar og
sendiboðinn rétti honum bréf.
—- Herra guð! d’Andijos markgreifi kemur á morgun, hrópaði bar-
óninn!
— Hver er það, spurði Angelique?
— Hann er góður vinur greifans. D’ A.ndijos markgreifi á að gift-
ast þér ....
— Hann líka?
— ....í umboði greifans, Angelique. Gríptu ekki fram i fyrir mér,
þangað til ég er kominn að punkti. Mér þætti annars gamanl að vita,
hvað nunnurnar hafa kennt þér, úr því að þeim hefur ekki tekizt að
innprenta þér virðingu fyrir foreldrum þínum. De Peyrac greifi sendir
bezta vin sinn til Þess að vera fulltrúi huns við fyrstu hjónavígsluna,
sem fer fram í kapellunni hér. Seinni vígslan verður í Toulouse. Því
miður getur fjölskylda þín ekki verið viðstödd þar. D’Andijos, mark-
greifi, mun síðan flytja þig til Toulouse. Þessir sunnlendingar eru svo
sannarlega snarir í snúningum. Ég vissi,. að þeir væru á leiðinni, en
ég bjóst ekki við þeim svona fljótt.
—< Ég! sé, að ég gaf samþykki mitt á elleftu stund, muldraði Ange-
lique beisklega.
Rétt fyrir hádegi, daginn eftir, fylltist hallargarðurinn af skröltandi
vagnhjólum, hneggjandi hestum og hávaðasömu fólki.
Suður-Frakkland var komið til Moiateloup. D’Andijos markgreifi
kynnti förunauta sína, sem áttu að vera vigsluvottar de Borgerac
greifa og ungan barón, Cerblaut að nafini.
Þeim var vísað inn í matstofuna, þar sem de Sancé fjölskyldan hafði
dúkað upp langborð og tjaldað öllu, sem til var. Hinir nýkomnu voru
að farast úr þorsta. En d’Andijos markgreifi hafði varla sopið á, fyrr
en hann snéri sér* við og spýtti víninu á gólfið.
— Við heilagan Paulinus, barón, tunga mín gerir uppreisn gegn vín-
unum ykkar hér í Poitou. Þetta er súrt eins og edik. Hæ, þjónar! Kom-
ið með tunnurnar!
ÞAÐ ER SPARNAÐUR
í AÐ KAUPA GÍNU
Óskadraumurinn
við heimasauminn
Omissandi fyrir allar konur, sem
sauma sjálfar. Stærðir við allra
hæfi. Ver8 kr. 550,00 og me3
klæSningu kr. 700,00. Bi8ji8 um
ókeypis leiSarvísi.
Fæst í Reykjavfk hjá:
DÖMU- & HERRABÚÐINNI
Laugavegi 55 og
GÍSLA MARTEINSSYNI
Garðastræti 1 1, sími 20672
falleg
síslétt
gluggatjöld
örugglega litekta,
síslétt og hrukkast ekki.
Lítið é Gardisette
hjé okkur.
Laugavegi 59 Sími 18478
— VIKAN 29. tbl.