Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 16.07.1964, Qupperneq 50

Vikan - 16.07.1964, Qupperneq 50
FÁST [ VERZLUN UM UM LAND ALLT SÖLUUMBOÐ: ÁSBJÖRN ÓLAFSSON H. F. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA inu. Hugsa sér slika frekju. Angelique leit á spegilmynd sína og strauk með fingri yfir augnabrún- ina, sem Margot hafði reytt af mestu vandvirkni. — ÞaÖ er þá satt, sem sagt er, að hann sé haltur? spurði hún og reyndi að láta sem ekkert væri. — Ó, já, barnið mitt. Heilaga guðsmóðir, hvað þú erb, falleg! — Þegiðu Nounou. Farðu og ,náðu í Margot, svo hún geti sett upp á mér hárið, og talaðu svo ekki framar um, de Peyrac greifa, eins og þú gerðir núna. Gleymdu því ekki, að hann er maðurinn minn. Þegar fór að dimma, var kveikt á kyndlum úti á kastalaveggnum. Það var ekkert lát á veitingum, hvorki i mat né drykk. —. Þér verðið, hreint og beint, að smakka þetta hér, hvíslaði d’Andijos markgreifi í eyra Angelique. — Þetta er stappa úr grænum ætissvepp- um, Madame, komin beint frá Péricord. Grænir ætissveppir hafa töfra- kraft. Enginn réttur er eftirsóttari, til Þess að undirbúa líkama ungrar brúðar undir hylli eiginmannsins. Ætissveppurinn hitar líkamann, hreins- ar blóðið og gerir húðina næmari fyrir atlotum. — Hér heima hjá mér, sagði Angelique, — erum við vön að gefa gæsunum kál fyrir jólin til þess að kjötið verði betra kvöldið sem á að steikja þær. Markgreifinn hló hátt. —• Æ, bara að ég fengi að vera sá, sem fengi að éta gæs á borð við yður, sagði hann. Hún reyndi að hlægja með honum. Ljósin og kyndlarnir dreifðu næstum óbærilegum hita. Hvergi var andblær. Fólkið söng og drakk. 1 loftinu var þung lykt af vinum og sósum. Angelique strauk með fingrunum yfir gagnaugun og fann, að þeir urðu rakir af svita. Hvað gengur eiginlega að mér? hugsaði hún. Mér finnst eins og ég muni springa þá og þegar og hrópa hatursyrði yfir þá. Hversvegna? Pabbi er hamingjusamur, hann heldur brúðkaup mitt með miklum glæsibrag. Systkini mín koma til með að fá góða menntun. Hvers vegna er ér ég Þá að kvarta? De Peyrac er ríkur og mikils metinn maður. Er það ekki æðsta takmark hverrar aðalborinnar konu? Það fór um hana léttur skjálfti. Er ég hrædd? Nounou hefur alltaf átt auðvelt með að mála fjand- ann á vegginn. Hvers vegna ætti ég að trúa henni? Hún ýkir alltaf. De Peyrac er visindamaður. Vísindamenn halda ekki æðisgengnar veizlur. Nei, ég er ekki hrædd. Ég trúi þessu ekki. D’Andijos markgreifi lyfti safaríkum ætissvepp með annarri hendi og glasi af Bordeauxvíni með hinni. Svo sagði hann með hásri röddu: — Ó, ljúfi ætissveppur, blesssun þess sem elskar, fyll æðar mínar af hrifningu ástarinnar! Svo ég geti faðmað ástmey mína þar til dag- ur rís! Það er einmitt það, sem ég ekki vil, hugsaði Angelique allt í einu. Ég þoli þetta ekki. Hún sá fyrir hugskotssjónum sinum þennan hræðilega mann, sem nú hafði hreppt hana. Langt i burtu, á þöglum nóttum Languedoc, var þessi óþekkti maður í sínum fulla rétti að krefjast hvers, sem hann vildi af henni. Hún gat svo sem hrópað á hjálp. Æpt og grátið. Enginn myndi koma. Hann hafði keypt hana, hún hafði verið seld honum. Og þannig myndi ævi hennar verða! Ég sver, að hann skal aldrei fá að snerta mig.... Hún reis á fætur, því henni var næstum orðið óglatt af að halda aftur af reiðinni. Veizlugleðin var svo mikil, að enginn tók eftir því að hún fór. Hún kom auga á veizlustjórann, sem faðir hennar hafði fengið frá Niort, mann að nafni Clément Tonnel, og spurði, hvort hann hefði séð Nicholas. — Hann er úti í hlöðu að fylla flöskurnar. Angelique gekk áfram. Hreyfingar hennar voru vélrænar. Hún vissi ekki, hvers vegna hún leitaði að Nicholas, en hana langaði að tala við hann. Síðan þau töluðu saman i skóginum, hafði hann ekki einu sinni litið á hana, heldur hagað sér eins og honum bar, sem Þjóni. Hún hitti hann, þar sem Tonnel hafði vísað henni á. Hann var að fylla flöskur og krúsir með víni úr stórum tunnum. — Ég var að leita að þér, Nicholas. Láttu einhvern taka við af þér, og komdu með mér. Þegar hún kom út aftur, strauk hún hendinni yfir ennið. Hún vissi ekki, hvað hún ætlaði að gera, en opnaði dyrnar á nærliggjandi hlöðu. Þar var dimmt og hlýtt. Angelique sneri sér við og lagði hendurnar upp að breiðu brjósti Nicholasar. Svo gat hún ekki lengur haldið aftur af sér, en hallaði sér snöktandi upp að honum. — Nisholas, gamli leikfélagi, stundi hún. — Segðu, að það sé ekki satt. Ég er hrædd, Nicholas. Haítu utan um mig, haltu fast utan um mig! — Madame.... — Hættu! hrópaði hún heiftúðug. — Vertu ekki eins og allir hinir. Haltu utan um mig. Haltu fast utan um mig, það er allt, sem ég vil. Hann hikaði eitt augnablik, en svo lukust sterkir handleggir hans um grannt mitti hennar. — Þú ert svo góður, andvarpaði hún. — Þú ert eini vinur minn. Ég vil að þú elskir mig — bara einu sinni. Ég vil einu sinni vera elskuð af einhverjum, sem er ungur og fallegur. Hún lagði hendurnar um háls hans og dró andlit hans niður að sínu. — Petite Marquis des Anges... muldraði hann og tók hana upp. Svo stikaði hann með hana lengra inn í myrkrið og lagðist með hana niöur í heyið. Öll réttindi áskilin. Opcra Mundi. Paris. Framhald í næsta blaði. fjQ _ VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.