Vikan - 03.12.1964, Qupperneq 35
RJÚPUR
6 manns.
6 stk. rjúpur
spekk
salt
pipar
rjómi
sítróna.
Rjúpurnar ásamt hjörtum og fóörnum
hrcinsað vel og þerrað. Bundnar upp og
spekkaðar. Brúnaðar í smjöri ásamt inn-
matnum í potti, soðnar í rjómanum. Rétt
áður en þær eru soðnar er safanum úr
sítrónunni hætt út í. Sósan bragðbætt
með salti og pipar ásamt örlitlu af ribs-
berjahlaupi.
Með rjúpunum má bera t.d.: Brúnaðar
kartöflur, rauðkál, sveppi, ristaða eða í
rjómasósu, annað grænmeti, perur.
INNBAKAÐUR
HAMBORGARHRYGGUR
6 manns.
IV2 kg. hamborgarhryggur
DEIG:
1 kg. rúgmjöt
vatn og salt.
Úr rúgmjölinu er hnoðað deig hæfilega þykkt, sem síðan er
keflað út, ca. 1 cm á þykkt. Ilryggurinn settur á deigið og
lokað vel á alla vegu. (Má skreyta ofan á með ræmum úr
afgangsdeigi). Bakaður í meðalheitu.n ofni í iyz klst. Deiglokið
skorið af, hryggurinn tekinn upp úr, stráður sykri og gljáð-
ur í vel heitum ofni, skorinn niður, settur síðan í deigið aftur
og borinn fram í því. Matreiddur á þennan hátt verður
hryggurinn safaríkari og heldur betur sínu upprunalega bragði.
Má framreiða með allskonar grænmeti. Rauðvínssósa, madeira-
sósa eða sveppasósa eiga vel við. Má einnig framreiða kaldan
með Cumberlandsósu.
CUMBERLANDSÓSA: 250 gr ribsberjahlaup, V2 dl portvín,
safi úr Y2 appelsínu safi úr \2 sítrónu, ögn af frönsku sinnepi,
ögn af pabriku. Hlaupið hrært út með portvíninu og öllu
blandað í. Appelsínubörkurinn skorinn í örfína strimla, dyfið
í sjóðandi vatn og settur síðan í sósuna.
STEIKT
NAUTAFILET
6 manns.
IV2 kg nautafilet
2 stk. laukur
2 stk. gulrætur
salt, pipar, madeira eða hvítvín.
Gulræturnar og laukurinn, sem skorið er
í sneiðar látið með kjötinu og aðeins
brúnað með. Ögn af madeira eða hvít-
víni hellt yfir ásamt V2 1. af kjötsoði.
Bragðbætt með salti og pipar, lok sett á
pottinn og soðið við meðalhita ca.
15—20 mínútur, eftir því hvort óskað
er að hafa það gegnumsteikt eða rautt
innan í. Sósan löguð úr soðinu. Má fram-
reiða með allskonar grænmeti og er gott
að brúna það lítið eitt í smjöri. Á þennan
hátt má jafnframt steikja allar nauta-
steikur.
VIKAN 49. tbl. — gg