Vikan - 03.12.1964, Page 37
STEIKT
NAUTATUNGA
6 manns
1 nautatunga
fáein korn heill pipar, svartur
fáein korn heill pipar, hvítur
2 negulnaglar
1 lárviðarlauf
1 gulrót
1 laukur.
Tungan soðin í vatni með kryddinu og
grænmetinu. Síðan flegin og sett í steik-
arskúffu. Pensluð með eggjarauðu, sem
í er blandað sinnepi, fínt möluðu raspi
stráð yfir, örlitlu soði hellt yfir tunguna
og hún látin brúnast í vel heitum ofni.
Framreidd heit eða köld með madeira-
sósu, sveppasósu, kartöflum, grænmeti,
salati, súrkáli o.fl.
HANGILÆRI MEÐ
BEINI
6 manns
2V2 kg hangilæri
Mjaðmarbeinið skorið frá lærinu, hnút-
an höggvin af leggnum, soðið ca. 1—1 %
klst. Kjötið skorið í sneiðar og raðað
upp á beinið aftur. Pappirsmanchctta sett
á legginn. Má framreiða með allskonar
grænmeti, soðnu eða í jafningi, eggjum,
soðnum eða hrærðum, grænmetishlaupi,
soðnum kartöflum eða stúfuðum. Einnig
framreitt mcð laufabrauði.
NÝR LAX r MAIONAISE
4
6 manns.
1 kg. lax
2 stk. tómatar
2 stk. sítrónur
1 stk. egg
V2 kg maionaise.
Laxinn er flakaður, beinin lireinsuð
í burt, skorin í lítil, nett smá-
stykki, soðin í saltvatninu með sítrónu
og Iárviðarlaufi. Kæidur og settur á fat.
Maionaise sprautað á hvert stykki,
skreytt með tómat, sítrónu og eggi, sem
skorið er í báta. Kokteilsósa borin með.
Þægilegt í forrétt og millirétt.
KOKTEILSÓSA.
Maionaise
Tómatsósa
Ensk sósa
Hvítvín.
Tómatsósunni, ensku sósunni og hvít-
víninu blandað í maionaise eftir smekk.
Einnig er gott að láta svolítið af þeytt-
um rjóma í sósuna.