Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 4

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 4
VIKAN OG HEIMILIÐ ritstjori: Gudridur Gisladóttir. Er barnið latt að hjálpa til - og flýtur allt f óreiðu I barnaherberginu? ER rétt að borga barninu fyrir hvern smágreiða? Margir líta á þetta sem mesta ósið, en freistast samt til að gera það, ef barnið er sérstak- lega latt og ógreiðvikið. En þá er líka búið um leið að skapa for- dæmi og draga úr vilja barnsins til þess að rétta hjálparhönd af sjálfsdáðum. Ef fjölskyldan hjálp- ast að einhverju leyti að við heim- ilisstörfin — þá er ekki eingöngu átt við eldhússtörf — ætti alls ekki að borga barninu fyrir þeirra hjálp, eins og hún sé eitthvað annað og meira en hinna. Meðan börnin eru lítil hafa þau ákaflega gam- an af að hjálpa til við heimilis- störfin, en eftir að þau eru kom- in yfir sex ára aidurinn verð- ur það ekki eins spennandi. Þau vita þá venjulega, hvað þau geta og nýjabrumið og sigurinn yfir unnu verki verður ekki eins mik- ill. Sjálfstraustið er meira og svo kallar líka fleira utan heimilis- ins. Þá byrja margir foreldrar að borga barninu fyrir smágreiða, til þess að það haldi áfram að rétta hjálparhönd, en eru þá í raun- inni að stuðla að því, að það hætti því. Á þessu skeiði fara foreldrarn- ir líka venjulega að gera meiri kröfur til barnsins, ekki sízt um að það haldi herberginu sinu snyrtilegu. Þetta áhugaleysi barns- ins eykst venjulega stórlega við þessar auknu skyldur, þvi að sí- fellt nöldur um að taka saman dótið er eins og eitur í beinum flestra barna. Þess meira sem nöldrað er og skammazt, þess verr gengur venjulega að fá barn- ið til þess að laga til í kringum sig. Áhrifamest er að barnið fái reglusemina „inn í sig“ — þann- ig að foreldrarnir sjálfir séu reglu- samir og barnið finni þannig, þeg- ar óreiðan i kringum það gengur of langt. Það þarf líka að hjálpa því, koma því af stað, ef þvi vex þetta í augum. FUestir þekkja af eigin raun kviða fyrir verki — þess lengur sem Það dregst, Því meiri verður kviðinn, en þegar byrjað er á því, kemur venjulega í ljós, að allt hafði miklazt í hug- anum. Við getum varla gert meiri kröfur til viljaþreks barnsins en til sjálfra okkar. Rétt er því að hjálpa því til að koma sér að verk- inu, og það er um að gera, að láta eins og Þetta sé frekar skemmtun en leiðindi. Það á aldrei að segja hve mikið leiðindadreisl sé hér, heldur hve gaman væri að láta hendur standa fram úr erm- um við að koma þessu vel fyrir. Nóg af hirzlum verður auðvitað að vera fyrir hendi, og þær mega ekki vera mjög óþægilegar og öllu verði að stafla ofan á annaö og þvílikt, og rétt er að sem flest eigi sinn vissa geymslustað. Þá er lika hægt að koma í veg fyrir að dótið sé um alla íbúð með þvi að banna vissa leiki nema á viss- um stöðum. Allir leikir, þar sem vatn er notað, ættu eingöngu að fara fram í baðherbergi eða eld- húsi, og aðalverustaðir fullorðna fólksins ættu að vera friðhelgir. Skilyrðislaust bann, sem sett hefur verið frá upphafi virða flest börn. Stundum þurfa börnin dálítinn frest til að taka saman leikföng sín. Þá er rétt að segja Þeim, að innan viss tíma ætli mamma að koma og hjálpa þeim að taka saman og að það skuli vera tilbú- ið þá — en Þá má heldur ekki gefa meiri frest, þannig að barnið finni að það geti komizt undan með brögðum. Hafi barnið verið að byggja eitthvað stórt úr klossum eða Því- líku, nær engri átt að heimta að það sé rifið niður fyrir nóttina. Þótt það sé e.t.v. dálitið fyrir, má ekki drepa sköpunargleði barns- ins með of mikilli reglusemi. Svo langt getur reglusemi líka gengið, að barnið þori varla að leika sér að leikföngunum af ótta við að drasla út. Á vissum aldri þjáist barnið oft af þvingunarhugsunum. Allt verður að vera á vissan hátt og á vissum stað, og hafi móðirin beitt of mikilli hörku í kröfum sínum um reglusemi, getur svo far- ið, að það geti ekki þolað, að leik- föngin séu færð úr þeim stað, sem því finnst þau verði að vera á. 1 uppeldi má ekkert vera of ein- strengingslegt og skilyrðislaust. Notið skáparýmið vel ÞaÖ er um aö gera aö innrétta skápana sem hent- ugast og eftir þörfum. Á myndinni lengst t. v. sjáiö þiö hvernig gataylata er er fest innan á slcáphuröina, og í hana er svo stungiö hönkum þar sem þœgilegast þykir fyrir töskur, regn- hlífar o.fl. Platan þarf aö vera fest á þunnan lista eöa liafa litla korktappa neöan á, þannig aö hægt sé aö koma hönkunum inn. Á neöri myndinni nœst eru vírgrindur notaöar sem skó- hillur, sem hægt er aö draga út. Þannig lykur loftiö um alla skóna og fhillurnar eru lika þægilegar viö hrein- gerningu. Þar fyrir ofan er svo lítil vírskúffa, sem hent- ugt er aö smeygja upp á hillu, þar sem pláss losnar fyrir neöan. Ekki veit ég hvort þannig skúffur eru fáanlegar hér, en þær eru óneitanlega þœgilegar, þar sem hægt er aö flytja þær til og frá. T. h. er sláin í fataskápnum fyrir börnin höfö í miöjum skáp. Þannig ná börnin auöveldlega í fötin og mikiö pláss fæst í skápnum fyrir ofan. Þetta má lika gera í skáp fúllorö- inna og hafa þá bæöi slá efst og í miöju, því aö karl- mannsföt, blússur og pils þurfa ekki fulla skápslengd. £ VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.