Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 10
J EAN HARLOW ÆVI HENNflR OG ÖWflG sögulfeg ævilok hennar 3. hluti - ntOurlag Jean Harlow, Ijóshærða fegurðardrottningin, var dáð og tilbeðin um allan heim. Hún hafði valið sér eiginmann, sem átti að elska hana og virða. Sjálfa sig hafði hún vernd- að fyrir þetta hjónaband. Bandaríkjamenn fylgdust af á- huga með þessu brúðkaupi í paradís kvikmyndanna. En á sjálfa brúðkaupsnóttina flýði hún grátandi og taugaæst, heim til umboðsmanns síns, Arthur Landau, mannsins sem nú hefir séð um handritið að kvikmyndinni um ævi hennar. Eiginmaður hennar var haldinn algerum kyndofa, og tók sjálfan sig af lífi, eftir að hún yfirgaf hann. <0 Jean Harlow sjálf, á hátindi frægðar sinnar. Að neðan til hægri: Carrol Baker í hlutverki hinnar lífsþreyttu og óhamingjusömu fegurð- ardisar. Arthur Landau var ennþá með bragðið af kampavíninu í munninum, þegar hann saup á kaffibolla heima hjá sér, eftir brúðkaupið. En það var eitthvað óbragð, og Landau var hálf órólegur, þegar hann hugsaði um Jean og Bern. Það var eitthvað við Bern, sem gerði hann hugsandi, hann vissi bara ekki hvað það var. Hann setti frá sér kaffibollann, geispaði og leit á klukkuna. Hún var 2.30. Þá heyrði hann í bíl sem kom á ofsahraða fyrir hornið, það hvein í hjólunum. Hann sveigði upp að húsinu. Svo heyrði hann bílhurð skella og hælasmelli á gangstéttinni. Svo var hringt dyrabjöllunni. Landau opnaði hurðina. Þar stóð Jean Harlow ekki sú Jean Harlow, sem heimurinn þekkti, skfnandi fegurðardís, heldur vesældarleg og aum vera, taugaóstyrk og örvæntingarfull. Hún var í náttkjól einum fata, með skó á fótunum og hafði lagt loð- kápu um axlirnar. Hárið var úfið, augun rauðrend og kinnarnar skáld- aðar af gráti. Hún datt bókstaflega inn úr dyrunum. Hún grét, með þungum ekkasogum og kom varla upp nokkru orði. — Ó, Arthur, ég vildi óska að ég væri dauðl — Hvað hefir komið fyrir? spurði Landau. — Hann hefði drepið mig, hefði hann getað það, kjökraði hún. Frú Landau kom inn, og var að klæða sig f slopp. — Gefðu mér eitthvað að drekka, sagði Jean. Frú Landau fór, til að ná í drykk, en Landau leiddi Jean að sófa. Hún gretti sig af sársauka, þegar hún settist. — Ertu meidd? spurði Landau. — Við slógumst, sagði hún. —A sjálfa brúðkaupsnóttina? — Hann sló mig niður. Jean talaði lágt og hélt vasaklút að munninum. — Ég held að hann hafi ekki ætlað að gera þetta, — ég veit það ekki. Ég var að reyna að JQ VIKAN 45. tbl. komast út, en hann reyndi að halda mér kyrri. Frú Landau rétti Jean glas. Hún greip það með skjálfandi höndum og sötraði úr því. Svo strauk hún hárið frá augunum, gráturinn var orð- inn af lágværu kjökri. — Ég er meidd einhversstaðar á bakinu. Frú Landau tók náttkjólinn niður og sá að hún var rauð og bólgin á bakinu. — í guðs bænum segðu okkur hvað hefir skeð, sagði Landau. — Arthur, hann kærir sig alls ekki um eiginkonu. — Hann vill móður, — eða vinkonu, — skrautmun . . . Orðin sfreymdu frá henni. — Hann er ekki fær um að elska. Hann hefir aldrei getað elskað konu. Þetta er maðurinn sem ég hefi beðið eftir, haldið sjálfri mér hreinni fyrir, hann vill mig ekki! Og ég sem hafði vonað að brúðkaupsnóttin yrði svo dásamleg, og svo varð hún svona hræðileg. Það var hryllilegt. Hann féll á kné, kyssti fætur mína og grátbað mig um að skilja sig og fara ekki frá sér. Landau og konan hans horfðu undrandi á Jean, meðan hún fékk útrás fyrir örvæntingu sína. — Eg reyndi að komast út úr húsinu, flýja frá hon- um. Hann náði taki á mér og sárbændi mig um að hjálpa sér. Hann sagði, að ég gæti búið með sér, og leitað fullnægingar hvar sem ég vildi. Ég barðist við hann, kallaði hann Ijótum nöfnum, og þá var það að allt keyrði um þverbak. Ég rankaði við mér á gólfinu, innan um gler- brot og brotin húsgögn. — Ég á erfitt með að trúa þessu, sagði Landau. — Þessi notalegi, tillits- sami maður, Paul Bern, þetta er ótrúlegt. Landau varð allt f einu ná- fölur. — Og við eigum að hafa blaðamannafund á morgun! Jean hlustaði ekki á hann. — „Sex"-drottning Ameríku! sagði hún og byrjaði aftur að gráta. — Ég vildi óska, að ég væri dauð. — Ef þetta hneyksli kemst út á meðal manna, eyðileggur það fram-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.