Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 31

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 31
og karlar voru orðnir þéttkenndir lét biskupinn styðia ó hnapp. Byrj- aði þó allt að gjósa, sæti gest- anna, borðið sjólft og allt, sem mögulegt var að gosið gæti. Vakti það biskupi hina mestu gleði, að horfa ó viðbrögð gestanna í þess- arri miklu raun. Hinn staðurinn er þannig útbú- inn að gestirnir sjó inn í stofu, þar sem ótal smólíkönum er fyrir kom- ið. Eiga þau að sýna alla at- vinnuvegi þjóðarinnar ó þeim tíma, sem erkibiskupinn réði ríkjum í Salzburg. Þarna sjást húsasmiðir, ölbruggarar, vagnstjórar, uppskeru- fólk, vegagerðarmenn o.fl. o.fl. Nú kemur umsjónarmaður til sögunn- ar og skýrir frá öllum þessu fornu vinnubrögðum með brunandi mælsku. En um leið fer allt á hreyf- ingu og allur skarinn byrjar að vinna. Húsasmiðir eru afkastamikl- ir með öll sín tæki, og ekki er ann- að hægt að segja en að allar stétt- ir vinni af kappi. Nú þykir sýning- argestum mikið til um þetta skemmtiatriði og færa sig ósjálf- rátt nær. En þá taka gosbrunar að gjósa og vatnið spýtist úr hinum ólíklegustu stöðum. Margir verða þá rennvotir og sjá þann kostvænst- an að flýta sér á braut. Ekki fóru íslendingarnir varhluta af þessarri miklu skírn, og blotn- uðu margir illilega. Eg var svo for- sjáll að hafa yfir mér regnkápu og vefja henni um höfuð mér, en kona mín var allvot, er hún slapp frá þessum viðsjála leik. A þessarri hringferð um gos- irunnasvæðið er fjölmargt að sjá, og svo einkennilega er mörgu fyr- ir komið, að mig bresturhugkvæmni til að lýsa því. Engum, sem lítur þessa sérkennilegu hella fær dul- izt, að hér hafa snillingar átt hlut að máli. Og víst er um það að Markus Sittikus erkibiskup var ekk- ert smámenni meðan hann var og hét. Hann mun hafa verið í blóma lífsins snemma á 17. öldinni, og talið er, að hann hafi verið með afbrigðum umsvifamikill og hug- kvæmur stjórnandi. Hann lét reisa stórbyggingar og koma á fót skrúð- görðum og margt og margt lét hann gera sem til þjóðþrifa horfði. En vissulega var hann mikill hrekkjalómur. Það verður ekki af honum skafið. Það má svo að lok- um taka það fram, að gosbrunn- arnir f Hellbrunn áttu og eiga enn að boða mönnum hamingju. En ég var svo fákænn að vilja heldur halda mér þurrum en verða aðnjót- andi þeirrar sælu, sem vatnið úr brunnunum á að skapa. 4. ágúst Dubrovník, Júgóslavfa. Ekki get ég neitað því, að mér finnst fólkið þreytulegt f þessarri borg. Vinnutfmi er Ifka óþægileg- ur og hiti mikill og lamandi. Kl. 5 að morgni eru verkamenn farnir að starfa úti fyrir gluggan- um mfnum. Og vinnubrögð þeirra eru ekki á marga fiska. Þeir byggja stórhýsi án þess að nota vélar. Tveir þreytulegir menn róta í grjóthrúgu og velja steina með sérstöku sniði til að leggja í steypu. Þeir tína steinana á gamlar hand- börur og bera þær á milli sín upp brattan stiga, töluvert langa leið. Síðan koma þeir aftur og byrja að velja steina á ný. Annar þessarra manna er nakinn að öðru leyti en þröngum stuttbuxum. Hinn í buxum og flík, sem einhvern tíma hefur átt að heita skyrta, en er það varla lengur. Þetta tek ég aðeins sem dæmi, því að ég hef lagt mig eft- ir að fylgjast með störfum fólksins. Alls staðar er unnið og alls staðar er byggt, en aðeins á einum stað sá ég hrærivél notaða við steypu. Ef til vilI skapast þetta meðfram af því, hvað byggingarefni er hér sérkennilegt. Byggingar eru að mestu leyti hlaðnar úr brúnum múrsteini, sem límdur er saman í veggi húsanna. Þjónar á veitingahúsum og af- greiðslufólk í búðum einkennist af þreytublæ. Það er eins og þessu fólki liggi ekkert á. En allir eru vingjarnlegir, reyndar helzt til tóm- látir, eins og þetta sé allt saman fremur fánýtt. Hvergi varð ég var við þá snerpu, sem ég bjóst við í sósialistisku þjóðfélagi. En ég laðast að þessu fólki. Framkoma þess er mild og málfar skemmtilegt og tilbreytingarríkt. Brosandi börnin heilla mig. Og yfir- leitt líður mér vel á þessum stað innan um þetta vingjarnlega og mjúkláta fólk. Ég sagði að vinnutími væri ó- þægilegur, ekki langur, því að það mun hann ekki vera, þegar á allt er litið. En vinna byrjar snemma og fellur niður eftir hádegi vegna hitans. Byrjar aftur síðdegis, þegar hiti minkar. Búðir eru lokaðar frá 12 — 17, og líkt mun vera um til- högun annarrar vinnu. En hvernig líður fólkinu? Þetta er sú spurning, sem fyrir mér vakti. Ég er enginn öfgamaður í pólitík og get, að því er ég bezt veit lit- ið nokkuð hlutlaust á þau mál. Og eftir að hafa horft á Dubrovnikbúa um stund með opnum augum for- vitins sakleysingja mundi ég svara á þessa leið: Nú er óvenju mikill hiti og fólkið er þreytt. Samt sem áður líður því vel, því að það er blessunarlega laust við trylling hraðans, sem nú ógnar heiminum og slítur fólki um aldur fram. Hér verð ég þó að undanskilja bílstjóra. Þeim bykir gaman að aka hratt. En heimafólk lætur sig það engu skipta. Það smeygir sér rólega milli bílanna, án þess að veita þeim nokkra sérstaka athygli eða eftir- tekt. Skoðun mín er sú, að fólkið hafi ekki yfir neinu að kvarta. Það vinn- ur sín störf áhyggjulítið. Og bezt gæti ég trúað, að það lifi við all- góð menningarskilyrði — og öryggi, sem Jugóslava skorti svo mjög fyrr- um. Ognir styrjaldarinnar liggja nú langt að baki, en þær dundu afar hart á þjóðinni, líklega ekki sízt Servis Kostar aðeins kp. 12.350,- Gerið samanburð á verði og gæðum: S HI-ZONE þvotta-aðferðin tryggir full- kominn þvott, því hver vatnsdropi, efst jafnt sem neðst í vélinni, verður virkur við þvottinn. 2,5 KW suðuelement, sem hægt er að hafa í sambandi jafnvel meðan á þvotti stendur. Stillanleg vinda svo hægt sé að nota niðurfallsmöguleika, sem eru fyrir hendi. Vindukefli, sem snúast áfram eða afturábak. Fyrirferðalítil tekur aðeins 51,4x48,9 cm. gólfpláss. Innbyggt geymslupláss fyrir vindu. Yarahluta- og viðgerðaþjónusta. SlTlÍ 21240 Jfekla Laugavegi 170-172 VIKAN 45. tbl. gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.