Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 43

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 43
inn í Kaþei með hundrað þúsund manns af þrautþjálfuðu og þræl- skipulögðu riddaraliði, sem var eldsnart í snúningum samanbor- ið við hina silalegu kínversku heri. Hann vann hvern sigurinn af öðrum og náði ógrynni her- fangs. Á þessum árum var hann enn mesta Ijúfmenni af Mongóla að vera; gæfist borg upp fyrir honum bardagalaust, gaf hann öllum íbúum hennar grið; væri vörn hinsvegar veitt, var engin miskunn sýnd, hvorki körlum, konum eða börnum. í sveitun- um var líka hver maður drep- inn, sem til náðist, akrar brennd- ir, kvikfé slátrað eða það rekið á brott. Ætlunin var að breyta landinu öllu í haglendi fyrir hesta- og sauðahjarðir Mongól- anna. Hversu mikið afhroð Kaþ- ei galt í stríði þessu veit enginn, en margir sagnfræðingar telja að í allt beri Gengis Kan ábyrgð á slátrun að minnsta kosti átján milljóna Kínverja. 1214 tóku Mongólar Peking, og var þá Kaþei allt á valdi þeirra. Hættu þeir þá í bráðina að drepa þjóðina niður, því sökum mikils fjölmennis hennar töldu þeir sér það ofvaxið, og gegnir það furðu. Þess í stað beindi hinn mikli kan vopnum sínum vestur á bóg- inn og lagði undir sig Austur- Túrkestan. Skömmu síðar lenti hann í erjum við voldugasta ríki Múhameðstrúarmanna í þann tíð, Karesím, sem náði yfir Vest- ur-Túrkestan, Afganistan, Per- síu að mestu leyti og mikil flæmi norðvestan af Indlandi. Tyrkir voru ráðandi fólk í riki þessu, en Persar og Indverjar gæddu það meiri menningardýrð en flest eða öll önnur ríki íslams og Evrópu gátu þá státað af. Gegn þessu ríki hóf nú Gengis Kan þá herför, sem hann hefur orðið hvað frægastur af í sög- unni. Karesímkeisari hafði lið bæði mikið og frítt, en það beið hvað eftir annað lægri hlut í átökum við hinar eldsnöggu riddarasveit- ir Mongólanna. Fyrsta stórborg- in á vegi þeirra var Búkara, ein sú mesta og ríkasta í gervöllu íslam. Borgarbúar gáfust upp, gegn hátíðlegu loforði kansins um að lífi þeirra og eignum yrði þyrmt. En jafnskjótt og Gengis Kan hafði borgina örugglega á sínu valdi, lét hann smala öllum íbúum hennar útfyrir múrana og höggva þá þar niður til síðasta manns. Síðan var borgin rænd og brennd til grunna. Svipuð urðu örlög borga eins og Samarkand, Tasjkent, Merv og margra fleiri. f Herat í Af- ganistan var hálf önnur milljón manna kvistuð niður. Kaninum var mjög umhugað að ganga hér hreinna til verks en í Kína og eyða landið gersamlega af fólki. Þegar hann heyrði að nokkrar hræður hefðu sloppið með lífi undan morðingjum hans með því að liggja í valnum hreyfingar- lausar og látast vera dauðar, gaf hann skipun um að eftirleiðis skyldi höfuðið höggvið af hverri drepinni manneskju. Sér til skemmtunar hlóðu Mongólarnir höfðunum gjarnan í pýramída, og mun það eini arkitektúrinn, sem þetta siðlausa eyðimerkur- pakk hefur átt upphaf að. — f einni borg persneskri neyddu Mongólarnir múlla — múham- eðsprest —- staðarins til að kalla fólkið til bæna, til að tæla það þannig fram úr fylgsnum sín- um. Gengis Kan herjaði Karesím- ríki allt niður í Indland, en snjallasti herforingi hans, er Súbótaí hét, sótti á meðan í gegn- um Kákasus og inn í Suður-Rúss- land, gersigraði rússneskan her undir forustu furstans af Kíef í orrustunni við Kalka og tók síð- an borg hans. í þessum forna Væringjastað voru Mongólar sér- staklega í essinu sínu. Dögum saman styttu þeir sér stundir við að pynda gamalmenni, nauðga kvenfólki og elta börn uppi um allar götur eins og dýr í skógi. Um síðir yfirgáfu þeir þó borg- ina, því daunninn af rotnandi lík- um fórnarlambanna var orðinn svo hræðilegur, að jafnvel þess- ar austrænu mannskepnur héld- ust þar ekki við. Um þessar mundir var Gengis Kan á heimleið, ráðandi yfir ríki, sem var víðlendara en nokkurt annað í heimi. Þá gerðu Tangút- ar, tíbetskur þjóðflokkur, upp- reisn gegn honum. Hann bauð þegar að langt skyldi til atlögu við Tangúta, konungur þeirra „drepinn, her hans allur höggv- inn niður sem búsmali, ungir menn gerðir að þrælum, en meyj- arnar lagðar í hvílu hjá sigur- vegurunum, og var það gert“, svo vitnað sé í smásögu Kiljans um stórkaninn og meistarann Síng-Síng-Hó. Skömmu síðar hóf Gengis stríð gegn Sungríki, en í upphafi þeirrar herferðar sýktist hann og dó. Þegar í stað var hætt við leið- angurinn og snúið heim á leið með lík leiðtogans. Mongólar voru hræddir um, að Kínverjar kynnu að gera uppreisn, ef þeir fréttu lát kansins, og drápu því hvert mannsbarn, sem þeir hittu á leið sinni norður að Góbí. Hlaut þessi fjöldamorðingi allra alda þannig líkfylgd, sem honum sómdi einkar vel. Enginn veit með vissu, hversu margt fólk var drepið að til- hlutan Gengis Kans, en gizkað hefur verið á, að tala þess hafi numið tíunda hluta alls fólks- VIKAN 45. tbl. þaó en auóséö... X-OMO 185^10-6448 þvottínum! skilar hvítasta Já, þaö er auövelt að sjá aö OMO ski/ar hvítasta þvottinum. Sjáiö hve skínandi hvítur hvíti þvottur- inn veröur og einnig veróa litirnir skærri á litaða þvottinum sé OMO notaó. Löörandi OMO, gerir þvot- tinn ekki aðeins hreinan heldur einnig hvítari. Reynið OMO og þér munuö sannfærast.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.