Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 36
en ég söng einsöng. Segir ekki af því, nema ég söng þarna í fullan hálftíma og hefur mér aldrei tek- izt upp fyrri. Þetta var mín stóra stund. Fólk þyrptist að og bað mig að syngja meira, eða kannske það hafi verið að biðja mig að hætta. Skó- smiðurinn stökk annað slagið á fætur og faðmaði mig að sér, og nokkrir aðrir fóru að dæmi hans. Sannarlega hafði ég aldrei komizt hærra í áliti en á þessum fram- andi stað, innan um hamra, steðja, skrúfjárn og skósóla. Loks kvaddi ég þó áheyrendur mína og flýtti mér heimleiðis. Nú fann ég ekki lengur til skóþrengsla. Og í kring- um mig var ekkert annað en sól- skin. í dag er mjög heitt í Dubrovnjk, full 36 stig í skugga. Sumir hika við að ganga niður í borgina, en nú leikur lífið við mig, mér líður alltaf bezt, þegar hitinn er mikill. Ég heimsótti „Stradun" á ný og lét klippa mig á rakarastofu. Aðferð- in var talsvert önnur en hjá okkur heima. En rakarinn vann sitt verk með prýði, og gaf mér að lokum alls konar strokur og nudd um höf- uðið, sem vakti notalega tilfinn- ingu. Eftir þetta gekk ég á „Torgið" til að hitta vini mína. Það eru eink- um tvö lítil systkini, sem sjá um eitt söluborðið. Drengurinn leikur ágætlega á hljóðpípu, og stúlkan er mjög Ijúf og skemmtileg. Ég tala við þau eitthvert undarlegt mál, sem ekki er hægt að gefa nafn, og við skiljum hvert annað, af því að við erum góðir vinir. Þessi góðu systkini selja hljóð- pípur og fleiri muni, sem gaman er að eiga. Og ég kaupi pípurnar Sultur heimsins er blettur á menningunni. HERFERÐ GEGN HUNGRI. 5. ágúst. Torgið og baðströndin. gg VIKAN 45. tW. þeirra án umhugsunar eða tilgangs. Hljóðpípur eru alltaf hijóðpípur, og öllum börnum þykir gaman að eign- ast hljóðpípur. Sá sem kemur úr ferð með slík hljóðfæri, hefur ekki til einskis flogið yfir úfinn skýja- sæ. Og ég er ekkert að hnitmiða greiðsluna. Nokkur þúsund dínar- ar eru ekki of góðir, fyrir svo sem eitt dúsin af þessum hljóðfærum ef gleðibros leiftrandi barnsaugna fylgir í kaupbæti. Sígaunakona, lítil og blökk er við næsta borð. Við erum líka góð- ir vinir. Hún seldi mér ágæta tága- körfu þegar ég kom hingað í fyrsta sinn, en ég kallaði hana Carminu. Siðan brosir hún alltaf til mín, þeg- ar ég stanza við borðið hennar. Fleira af skemmtilegu fólki selur á „Torginu". Til dæmis karl, sem verzlar með gömul og annarleg strengjahljóðfæri. Á þeim sýndist mér aðeins einn strengur, en ef til vi11 er það ekki rétt. Karlinn leikur á strenginn með boga líkum smá- bogum, sem drengir smíða úr birki- greinum. Og það er hreinasta furða, hvað karlinn getur leikið vel á þetta hljóðfæri. Hann einbeitir sér mjög. Við og við lítur hann upp og brosir hróðugu brosi, svo að skín í tannlausan góminn. Ekki keypti ég hljóðfæri hans. Þau voru ótrú- lega dýr miðað við einfalda gerð þeirra. 6. ágúst. í morgun var afar mikill fugla- söngur í trjánum úti fyrir glugg- anum okkar. Ég ætlaði mér að sjá þessa lífsglöðu söngvara, en tókst það ekki. Varla trúi ég því, að grá- spörrinn hafi svo fögur hljóð. En þeim náunga hef ég sannarlega fengið að kynnast í þessarri ferð. í Kaupmannahöfn var hann einna aðsópsmesti gesturinn í Tivoli. Þar hoppaði hann milli veitingaborð- anna og tíndi mola, sem féllu af borðum. í Palmengarten i Frank- furt hoppaði hann upp á stólana til að fylgjast sem bezt með máltíðum gestanna. Og hér í Dubrovnik geng- ur hann enn lengra. Gott ef hann étur ekki af diskum gestanna, svo frekur er hann til fæðunnar. Ólfk- legt finnst mér að þessi fugl syngi. En til vonar og vara ætla ég að spyrja dr. Finn. Ef til vill er það næturgalinn, sem syngur. En hvers vegna fæ ég ekki að sjá hann? Fiðrildi eru hér mörg og litrik: gul, hvít, rauð og blá eða bláhvít. Þau eru skemmtileg þegar þau flögra um veitingaesalina eða milli trjánna í kring. „Mánasilfrinu vafið skín Adríahafið". segir Davíð. Þetta var orð að sönnu í nótt. Hálfmáni skein yfir eynni Lokrum og varpaði ævintýrabjarma á sundið milli lands og eyjar. Þessi silfurbjarmi var einkennilega fag- ur að sjá milli dökkra kýpurtrjánna, sem ber hærra en mánann, séð frá kastalanum okkar. Nóttin var hlý og dimm þrátt fyrir hið mikla mána- skin, og hafið söng við sandinn. Það er naumast hægt að lýsa þeim

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.