Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 18
Hann brosti til hennar blíðu en stríðnislegu brosi, sem heillaði hana. Hana langaði til að afþakka gjöfina, en hún gat aðeins muldrað þakkrorð, þegar hún starði á hringinn glitra á hönd sinni. Með miklu silkiskrjáfi reis Baktiari Bay á fætur. Hreyfingar hans voru eins og hreyfingar kattar — mjúklegar en magnaðar orku sem stafaði af þjálfun hans sem riddari, auk þess sem hann hélt sér stöðugt við með því að berjast með þungum trékylfum. — Þér lærið persneska siði hratt.... mjög hratt.... eru margar konur við hirðina eins fagrar og aðlaðandi og þér? — Jafnmargar og öldur hafsins. Hún var ekkert að flýta sér að fara. — Þá verð ég að leyfa yður að fara, sagði ambassadorinn. — Úr því sú venja tíðkast i yðar undarlega lndi, að þið sendið aðeins gjafir til að taka þær með yður burt. Hversvegna fer konungur Frakklands svona með mig? Persíukeisari er valdamikill. Hann getur visað úr landi sínu öllum frönsku prestunum og hinum tuttugu trúboðsstöðvum þeirra. Hann getur neitað að selja ykkur silki. Hvar fær konungur yðar silki á borð við okkar? Mórberin eru hvergi hvit nema i Persíu, og það eru mórberjatrén, sem fæða ormana, sem framleiða fegursta silkið. Annarsstaðar eru mórberin alltaf rauð. Ætlunin var, að við gerðum samning varðandi silki. Segið konungi yðar það. Og nú ætla ég að ræða við stjörnufræðing minn. Komið. 17. KAFLI Jesúítinn og Frakkarnir tveir biðu frammi í forsalnum. Baktiari Bay yfirgaf þau, en kom brátt aftur með gamlan mann, með óhreint, hvítt skegg, merki dýrahringsins á vefjarhetti sínum, og yngri mann með griðarstórt nef og hrafnsvart skegg. Sá talaði lýtalausa frönsku. — Nafn mitt er Agobian. Ég er katólikki frá Armeniu og kaup- maður, vinur og trúnaðarfulltrúi hans hágöfgi. Þetta er trúarlegur ráðunautur hans og stjörnufræðingur, Hadji Sefid. Angelique steig eitt skref í áttina til þeirra í kurteisisskyni, en nam staðar, þegar hún sá, að stjörnufræðingurinn hörfaði undan og muldr- aði fyrir munni sér eitthvað, þar sem aftur og aftur kom fyrir orðiö „nedjes8“, sem þýðir „óhrein". — Madame, þér megið ekki koma nærri honum. Hann hefur mjög strangar reglur að fara eftir, varðandi samband við konur. Hann kom með okkur til að rannsaka hest yðar, til þess að komast fyrir um, hvort hann er að nokkru leyti tengdur óheillastjörnu. Hinn virðulegi stjörnufræðingur virtist litið annað en skinnið og beinin, vafinn inn í grófa línskikkju, sem hann hélt að sér með málm- belti. Fingurneglur hans voru langar og rauðmálaðar, og sama var að segja um neglurnar á tánum, sem gægðust út úr sandölunum. Hann lét sig engu varða um kuldann og snjóinn, þegar þau gengu yfir hlaðið i áttina að hesthúsunum. — Hvernig farið þér að því að láta yður ekki verða kalt? spurði Angelique með lotningu. Gamli maðurinn lokaði augunum og sagði ekkert eitt andartak. Svo svaraði hann henni með röddu, sem var undarlega ung og söngræn, og Armeniumaðurinn þýddi. — Presturinn segir að leyndarmálið sé einfalt. Það þarf aðeins að fasta og forðast alla veraldlega ánægju. Hann segist einnig hafa svarað yður, jafnvel þótt þér séuð kona, vegna þess að þér boðið ekkert illt. Hestur yðar felur heldur ekki í sér neina ógnun við hans hágöfgi. Þetta má heita mjög merkilegt, því þessi mánuður er undir óheillamerki. Gamli maðurinn hristi höfuðið og gekk umhverfis hestinn, meðan hinir þögðu af virðingu við fræði hans. Svo tók hann aftur til máls: — Hann segir, túlkaði Armeníumaðurinn, — að jafnvel óheillamánuðir geti orðið að heillamánuðum fyrir bænastað bænheitra manna og einn- ig með því að beina særingum að hinum ýmsu stjörnum. Bænir þeirra, sem hafa þjáðst, eru hinum almáttuga þóknanlegastar. Hann segir, að sorgin hafi ekki sett spor á andlit yðar, en sálin sé örum slegin, eins og hún hafi verið hýdd með svipu. Hvar hafið þér öðlazt þann vísdóm, sem aðeins fáar konur konur öðlast? En þér eigið langt í frelsun, því þér eruð of bundin veraldlegu dægurþrasi. Hann áfellist yður ekki fyrir þetta, vegna þess að þér gerið það ekki af illum hug, og vegna þess að samband yðar við húsbónda hans getur boðað gleði- legan árangur.... Hann hafði varla mælt þessi orð, fyrr en andlitssvipur stjörnufræð- ingsins snöggbreyttist. Þykkar og loðnar augnabrúnir hans hoppuðu upp og niður og föl augu hans skutu gneistum. Allir Persarnir sýndu sömu merki reiði og undrunar. — Hann segir, sagði Armeníumaðurinn, — að eiturnaðra sé meðal okkar og noti sér gestrisni okkar til að stela frá okkur. Hann benti með langri, rauðmálaðri vísifingurnögl beint fram fyrir sig. — Flipot! hrópaði Angelique skelfingu lostin. Hún hafði varla komið upp orðinu, þegar tveir hermenn höfðu þrifið þjóninn unga og þrýst honum niður á hnén. Úr vestisvasa hans runnu þrír dýrmætir steinar — smaragður og tveir rúbínar. — Flipot! endurtók Angelique með ávítunarhreim. 1 sama bili ruddist ambassadorinn fram og dró bjúgsverð sitt úr slíðrum. Angelique kastaði sér fram fyrir hann. — Hvað ætlið þér að gera? Faðir, ég bið yður að blanda yður í málið. Hans hágöfgi má ekki höggva af honum höfuðið.... — 1 Ispahan hefði það þegar verið gert, sagði Jesúitinn kuldalega. — Og ég hætti minu eigin höfði, ef ég fer að skipta mér af þessu. Þetta er óbærileg móðgun. Hans hágöfgi mun aldrei geta skilið, hvers- vegna hann má ekki refsa þessum litla þjófi á venjulegan hátt. Hann reyndi eftir beztu getu að halda rósemi sinni meðan Angelique barðist við hermennina, sem drógu þjón hennar burt, en þrír aðrir reyndu að halda aftur af „Sverðfinni" Malbrant, sem hafði þegar dregið sverð sitt úr slíðrum. — Hans hágöfgi getur sætt sig við að höggva aðeins úr honum.tung- una og af honum hendurnar, sagði Armeniumaðurinn. — Hans hágöfgi hefur enga heimild til að refsa mínum þjónum. Þessi drengur er í starfsliði mínu. Það er mitt að ákveða, hver refsing hans skuli vera. Baktiari Bay sneri blikandi augum að henni og virtist heldur rórri. — Hans hágöfgi óskar að vita, hverja refsingu hann muni fá. — Hann skal.. .. hann skal fá tuttugu og sjö svipuhögg. Ambassadorinn virtist niðursokkinn í hugsanir sínar. Svo skellti hann tungu í góm, snerist á hæli og skundaði í áttina að húsinu. Her- maðurinn, sem dró Flipot, mállausan af skelfingu, út úr garðinum og hinir Frakkarnir fylgdu eftir. Þegar þeir voru komnir útfyrir, lokuðu Persarnir hliðinu vandlega á eftir þeim. — Hvar eru hestarnir? spurði Angelique. —• Þessir andskotans Tyrkir halda þeim, sagði Malbrant. — Mér sýnist ekki, að Þeir hafi hugsað sér að láta okkur hafa þá aftur. — Þá verðum við að ganga heim, sagði einn þjónanna. Angelique var svo dauðþreytt, að hún svaf til tíu næsta morgun. Þá var barið að dyrum hjá henni. Madame, Það eru komnir menn að finna yður! — Látið mig í friði, hrópaði hún. Þegar hún opnaði augun, fann hún að Javotte var að hrista hana. — Madame, sagði Javotte og var náföl í framan. — Þetta eru tveir liðsforingjar, sem kröfðust Þess að ég vekti yður. Þeir heimta, að þér takið á móti þeim. Sama hvað þér eruð að gera, sögðu þeir. — Látum þá biða.... þar til ég er reiðubúin að fara á fætur. — Madame, sagði Javotte og rödd hennar titraði, — ég er hrædd. Þeir haga sér eins og þeir væru komnir til að taka yður höndum. — Taka mig höndum? Mig? — Þeir hafa sett verði við aliar dyr hússins og gefið fyrirmæli um að spenna fyrir vagn yðar, til að flytja yður burtu. Angelique reis á fætur og reyndi að átta sig. Til hvers ætluðust þeir af henni? Sá tími var liðinn, að Philippe væri að gera henni brellur, og aðeins kvöldið áður hafði konungurinn úthlutað henni skammeli.... Hún klæddi sig í flýti og tók á móti liðsíoringjunum tveimur, meðan hún reyndi að dylja geispana. Javotte hafði ekki farið vill vegar, þegar hún hafði álitið þá vera liðsforingja í lögregluliði konungsins. Þeir réttu henni bréf. Hversvegna skulfu hendur hennar, þegar hún rauf innsiglið? Með formlegu málfari fór bréfið þess á leit við viðtakandann, að hann fylgdi handhöfum bréfsins eftir. Innsigli konungsins var neðst á bréfinu, og það leit út sem óformleg handtaka til yfirheyrslu. Angelique Jg VIKAN 45. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.