Vikan

Tölublað

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 11.11.1965, Blaðsíða 6
i Verið örugg um að myndin festist á filmuna Samkvæmisspil fyrir alla fjölskylduna 6 spil í einum kassa. DAM - DERBY - HALMA - GÆSASPIL - LUDO - MILLA. Fæst í öllum helztu leikfanga- og ritfangaverzlunum. útsöluverð kr. 175.00 Heildsölubirgðir: INGÓLFSHVOLL H.F. Laugavegi 18A — Sfmar 14202 — 14280. NOTIÐ OSRAM LEIFTURPERUR. MUNDU LÍKA HVER BORGAR BRÚSANNI Kæri Póstur! Þú, sem hjálpar svo mörgum, sem eru í vandræðum. Nú langar mig til þess að biðja þig um að leysa fyrir mig vandamál. Þann- ig er mál með vexti að ég á mjög góða foreldra, ég er elzt af mínum systkinum. Ég er 16 ára. Ég er eins og aðrir ungling- ar, finnst gaman að skemmta mér. En ég verð alltaf að biðja um leyfi ef ég fer eitthvað. Og ég má svo sjaldan fara. Ég veit að ég öðlast sjálfstæði 16 ára, og ég er oft að segja mömmu og pabba það, en þau segja að ég ráði ekkert yfir mér sjálf og verða bara vond, og um daginn þegar ég sagði við mömmu að ég ætlaði á ball, sagði hún: — Nei, þú ferð ekkert. Ég sagðist ráða því sjálf. Þá varð hún fok- vond og sló mig utan undir. Ég hvorki reyki né drekk. Hvað á ég að gera Póstur góð- ur, vonast eftir svari. Ein sjálfráða. Reyndu fyrir alla muni að fara samningaleiðina. Lipurðin gefst oftast nær miklu betur en ofstop- inn. Minnstu þess, að foreldrar þínir eru að reyna að vemda þig, og í þeirra augum ertu og verður fyrst um sinn stöðugt litla bam- ið, sem þau bera umhyggju fyr- ir og gera allt sem þau geta til að bægja vonzku heimsins frá. Og enginn verður óbarinn bisk- up. Reyndu að komast að ein- hverju samkomulagi. Það væri til dæmis strax í áttina að koma sér upp ákveðnum kvóta af skemmtanadögum í mánuði hverjum, og reyna svo að skipu- leggja málin svolítið fyrirfram, í stað þess að koma fyrirvara- laust þjótandi og segja: Mamma, má ég fara á ball í kvöld? Og ef hún er eitthvað hikandi: Ég fer víst! Ég er orðin 16 ára og ræð hvað ég geri! Minnstu þess, að það er á aldrinum 16 til 20 ára, sem stúlkur gera flest axarsköft, og margar hverjar af því þeim finnst þær ná sér niðri á for- eldrum sínum með því, en súpa svo sjálfar beizkt seyðið af því á eftir — sumar alla ævi. Ég er ekki að segja þér að fara í einu og öllu eftir pabba og mömmu, en taktu fullt tillit til þeirra og þeirra álits á málunum. UM AÐ GERA AÐ DANSA VELI Kæra Vika! Ég er fimmtán ára gömul og lítið farin að dansa, ég er h.u.b. alveg laglaus og ómúsikölsk, en mig langar mikið til að læra að dansa vel, heldurðu ekki að ég geti það, þótt ég sé laglaus? Ég er liðug og iðka leikfimi stöðugt. Svo þakka ég þér fyrir allt þitt ágæta efni. P.S. Hvernig er skriftin? Laglaus! Þú getur auðveldlega lært að dansa laglaus, ef þú hefur snefil af takti — og þann hæfileika get- urðu meira að segja þjálfað, ef vottur af honum er fyrir hendi. Reyndu bara. Skriftin er þokka- leg. MICHELE OG RÓBERT VILJA VINNU- FRIÐ. Kæri Póstur! Mig langar að biðja þig um að gefa mér upp heimilisfang Michéle Mercier, öðru nafni Ang- elique, og hvort hún sé gift eða ekki. Svo langar mig að biðja þig um heimilisfang Robert Hoss- ein. (Joffrey de Peyrac) og hve gamall hann er. Hvernig er skriftin? Svaraðu mér fljótt. P.S. Segðu mér hvenær maður er sjálfráða, ég meina ekki yfir peningum. J.V. Þau Angelique og Joffrey báðu okkur sérstaklega um að Ijóstra ekki upp um heimilisföng þeirra Michéle Mercier og Robert Hoss- ein, því þeim væri svo nauð- synlegt að hafa vinnufrið, auk þess sem þau eru á bezta aldri. Lagalega séð er maður sjálfráð- andi 16 ára gamall, en það er að mörgu leyti heppilegt að taka það ekki of alvarlega. ANGELIQUE ER HEILLANDII Heiðraða Vika! Ég er ein af þeim sem lesið hafa söguna Angelique, og varð heilluð þegar ég sá kvikmynd- ina. Mig langar að biðja þig að út- vega mér upplýsingar um aðal- leikarana í myndinni, þau Mic- héle Mercier og Robert Hossein, t.d. hverrar þjóðar þau eru, hve gömul, hvort þau séu gift, hvar þau búi, og svo framvegis, og umfram allt hvað tónlistin heitir 0 VIKAN 45. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.