Vikan


Vikan - 04.08.1966, Side 10

Vikan - 04.08.1966, Side 10
Flestir sem eitthvað hafa ferð- azt milli landa á síðustu ár- um, hafa fengið af því reynslu að fljúga með þot- um. Öll stóru flugfélögin hafa í notkun þotur, sem fljúga með 700 kílómetra hraða og jafn- vel upp undir 1000. Á hinum skemmri flugleiðum, svo sem milli Parísar og London hafa far- þegar rétt tíma til þess að fá sér hressingu, frá því þeir losa um öryggisbeltin og þar til þeir eru beðnir að festa þau á sig aftur fyrir lendingu. Er þessi hraði ekki nægilegur, er beinlínis þörf á miklum framförum í því að komast milli landa og staða? Vissulega lítur það glæsilega út, þegar einungis er hafður í huga sá tími, sem flugfarþegar þurfa að eyða í loftinu. En það segir ekki söguna nema hálfa og varla það. Sannleikurinn er sá, að það er mikil brotalöm á nútíma sam- göngutækni og virðist ólíkt meira aðkallandi að bæta úr því en að auka enn til muna flug- hraða flugvélanna. Loftferða- tæknin er þrátt fyrir allt á frum- stigi. Brotalömin er fólgin í því, að það tekur allt upp í tvöfalt lengri tíma en flugferðin að kom- ast á sjálfan flugvöllinn og bíða þar eftir því að geta gengið um borð í vélina. Það sjá auðvitað allir að mikið misræmi er í þessu tvennu, enda fráleit samgöngu- tækni að þurfa að mæta á „ter- minal“ eða flugmiðstöð borgar allt að tveim klukkustundum áð- ur en flugvélin á að fara í loft- ið. Það tekur ef til vill allt frá hálftíma og allt upp í klukku- Samgöngutæki næstu áratuga. Þota sem flýgur hraðar en með hraða hljóðsins og nær ef til vill allt að tvöföldum hljóðhraða hefur sig á loft. Farþegar úr annarri flugvél ganga um borð í flugvagninn, einskonar fljúg- andi strætisvagn, sem flytur farþeg- ana' á örfáum mínútum frá flugvell- inum og inn til borgarinnar. Vagninn er útbúinn hreyflum fyrir lóðrétt flug- tak, og er eingöngu notaður til fólks- flutninga að og frá flugvellinum. Þeg- ar vagninn er kominn á loft, er hreyfl- unum snúið í lárétta stöðu þannig að þeir beina farartækinu áfram í stað þess að lyfta því. Verkfræðingar og vísindamenn, eru nú að gera tilraun- ir með ýmsar gerðir af farartækjum þessu líku. : jjj > T 7| ||p| !>. ;.WM r lii IL ' vl

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.