Vikan - 04.08.1966, Side 11
Tokaido-hraðlestin í Japan gefur einhverja hugmynd um hraðlestir næstu ára-
tuga. Þær verða rafknúnar eða þrýstiloftsknúnar einteinungsbrautir, sem ná
a.m.k. 700 km. hraða.
Samgöngutæki
næstu
tíma að komast út á sjálían flug-
völlinn og þar upphefst bið, sem
sjaldan stendur skemur en
klukkustund. Sama sagan endur-
tekur sig svo að fluginu loknu á
aðfangastað.
Þessi óþægindi verða miklu
minni í framtíðinni, kannski
strax eftir áratug og samgöngu-
sérfræðingar telja, að tvennt
muni enkum stuðla að því: Sér-
stök samgöngutækni úr borginni
og út á flugvöllinn sem jafnist
að sínu leyti við hraða þotunn-
ar. Xalið er að til þessa verði
einkum notaðar flugvélar, sem
hafa lóðrétt flugtak og lendingu;
einskonar svífandi strætisvagnar,
sem fara frá flugumferðarmið-
stöð í miðju borgar skömmu áð-
ur en að þotan á að Ieggja af
stað. Ferming og afferming mun
áratngina
Hjá Bosing flugvélaverksmiðjunum er
nú unnið að því að smíða þotu, sem
gert er ráð fyrir að nái allt að þre-
földum hraða hljóðsins. Sú þota verð-
ur væntanlega komin í notkun árið
1975. Hún á að geta flogið vegalengd-
ina milli Stokkhólms og New York
á tveimur og hálfum tíma og þá vænt-
anlega á hálfum öðrum tima héðan
til New York. Nokkru hæggengari
er hin ensk-franska Concord, sem
verður þrjá tíma á leiðinni frá New
York til Stokkhólms. 50 Concord þot-
ur hafa nú verið pantaðar af ýmsum
flugfélögum og er gert ráð fyrir, að
þær veröi komnar í notkun kringum
1970. Þessar hraðskreiðu þotur verða
firna dýrar, ein til tvær billjónir kr.
Mikla gát verður að viðhafa til þess
að hljóðbylgjurnar frá þeim valdi ekki
eyðileggingum á mannvirkjum.
Umíerðarstjórn öll, hvort heldur hún
fer fram á flugvöllum á götum eða
þjóðvegum, verður nákvæmari en nú
þekkist og til þess nota menn tæki
líkt og sést hér á myndinni: Smáfar-
artæki með þotuhreyfli, sem stjórn-
andinn getur beint þannig, að hann
ræður nákvæmlega hvar hann situr
í loítinu til þess að hafa sem bezta
yfirsýn. Vel getur hugsazt að þess-
konar farartæki verði fuilkomnuð svo
að þau eigi eftir að koma í stað bíla
að einhverju leyti.