Vikan


Vikan - 04.08.1966, Page 12

Vikan - 04.08.1966, Page 12
 Samgöngutæki næslu áratugina taka miklu skemmri tíma og mikið verður gert til að stytta biðtíma á flugvöllunum. Annað mun einnig verða til að taka af næstu kynslóðum þetta mesta þolinmæðiverk vorra tíma: að bíða |á flugvöllum, og það er hreinlega ný samgöngutækni á landi. Stundum hefur það verið staðhæft hér á íslandi, að við höfum hlaupið yfir járnbrautar- stigið, tekið bílinn og flugvélina í notkun í beinu framhaldi af hestinum. Það er að vísu rétt, að járnbrautir með gamla laginu eru að syngja sitt síðasta vers. En líkt og áður hefur verið sagt frá hér í Vikunni, er ný og bylt- ingarkennd tækni að þróast á þessu sviði. Einteinungsbrautirn- ar eru að ryðja sér til rúms; járnbrautarlestir framtíðarinnar bruna ekki áfram á lijólum, held- Margír hafa spreylt sig á því verk- efni að teikna bíl framtíðarinnar. Hér er ein útgáfan, bíll sem gerður er til að ganga eftir rafsegulbraut, sjálf- stýrður. Ökumaður og farþegar geta látið stólana snúa eins og þeim sýn- ist. ur munu þær svífa hljóðlaust á loftkoddum og knúnar þrýsti- lofti eða rafmagni. Við höfum einnig hér í Vikunni sagt frá langhreyflinum, sem kann að marka tímamót fyrir þessa gerð samgangna og skal það ekki rifj- að upp nánar hér. En í Banda- ríkjunum og raunar víðar eru menn bjartsýnir á það, að ein- hverskonar hraðlestir, þrýsti- loftsknúnar eða öðruvísi, muni koma í stað flugsins á inrian- landsleiðum, enda séu lestirnar miklu léttari í vöfum. Tökum eina slíka, sem gert hefur ver-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.