Vikan


Vikan - 04.08.1966, Page 15

Vikan - 04.08.1966, Page 15
Jörgen hafði farið heim til þeirra og boðið þeim myndina til sölu. En þær skellihlógu að listaverk- inu. Þá þreif hann öxi og veitti þeim báðum banahögg. Þegar glæpalögreglan kom heim til Jörgens, sat hann með litlu dóttur sína í fanginu og gaf henni pelann. Einn lögreglu- þjónanna sagði andaktugur: — Takið barnið af honum í guð- anna bænum. Við yfirheyrslurnar kom fram, að eftir drápin hafði Jörgen stað- ið við í klukkustund heima hjá hinum myrtu og hlustað á tónlist: Bach. Sonur Errols Flynm i Víefnam: síríðiö er ævintýri hans Faðirinn hét Errol Flynn og hann leitaði ævintýra jafnt í lifandi lífi og á hvita tjald- inu. Sonurinn heitir Sean Flynn. Hann tekur þátt í stríðinu í Víetnam, sem blaða- ljósmyndari og leitar sinna ævintýra þar. Hér á myndinni er hann að hjálpa til við að bera særðan samverkamann úr eldlínunni inn í Da Nang. Sean hefur séð 10 ára drengi kasta handsprengjum og hann sá særðar mæður og smá- börn, þegar stjórnarflugvélar köstuðu sprengjum á Búdda- musteri. Eins og margir aðr- ir Ameríkumenn verður hann að viðurkenna að andúðin gegn Bandaríkjunum eykst. Texas flytur til Spánar Hér eru sjö smástirni frá fimm löndum (Spáni, Ítalíu, Austur- ríki, Þýzkalandi og Bandaríkjunum) að berjast hetjulega við rauðskinna frá Texas, í kvikmynd, sem verið er að taka á þurrum sléttunum fyrir utan Madrid. [ Síflai síflast Fætur „fangans“ eru bundnar umhverfis staur, og allur þungi lík- amans hvílir á þeim. Hann líður óbærilegar þjáningar, en varð- mennirnir gæta þess að hann hreyfi sig ekki. Að lokum missir hann meðvitund. „Fangi“ stendur meö andlitið upp við tré. Hann er yfirheyrður og andliti hans núið ómjúklega við börkinn, ef hann svarar ekki „rétt“. á hnjánum á trjábút og teygja hendurnar beint fram. Þannig verða þeir að vera lireyfingar- ausir tímunum saman. Ef ein- hver hreyfir sig, misþyrma varð- mennirnir lionum. „Fangi“ er látinn krossleggja fæturna undir sér og umhverfis staur. Fæturnir eru bundnir sam- an og öll líkamsþyngdin hvílir á þeim. Þeir dofna smámsaman og síðan taka við miklar þján- ingar þangað til að lokum líður yfir manninn. „Fangaverðirnir“ leggja „fang- ann“ á jörðina og halda honum þar föstum. Sá, sem yfirheyrsl- unni stjórnar, tekur „fangann" hálstaki og yfirheyrir hann. Hvenær sem „fanginn" svarar ó- fullnægjandi, er hann laminn fyrir bringspalirnar. Sex eða sjö „fangar“ eru látn- ir leggjast á bakið og teygja hendurnar upp fyrir höfuð. Varð- maður stendur hjá og gætir þess að þeir taii ekki, en annar spáss- érar fram og aftur á mögum „fanganna“. „Fangavörður“ spássérar á mög- um nokkurra „fanga“, en annar gætir þess að þeir lireyfi sig ekki. „Fanginn" er látinn standa upp- við tré og snúa andltinu að því. Hann er yfirheyrður og ef hann svarar ekki eins og kvölurunum líkar, er andliti hans núið ræki- lega í hrjúfan börkinn. „Fanginn“ er bundinn rækilega við grindverk, þannig að hann er liokinn í hnjám. Getur hann hvorki rétt úr sér eða sest. „Fangarnir“ fá aldrei að slappa af. aldrei möguleika á verulegri hvíld. Þeir, sem standast prófið, eru taldir hafa mikla möguleika til að lifa af þær hroðalegu þján- ingar, sem telja má líklegt að bíði margra þeirra, sem falla í hendur víetnamskra „frelsis- vina“.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.