Vikan - 04.08.1966, Page 33
NEW
Portrait Make up
X FILM
BY DOROTHY GRAY
Algerlcga nýtt make-up, sem gefur
eðlilegt útlit og mjúlta húð —
MÝKRI EN SILKI.
Strikar ekki né breytir lit og þurrk-
ar ekki húðina.
Portrait Make-up á við alla húð og
endist bezt ER UNDURSAM-
LEGT.
Notað með eða án púðurs.
Reykjavík, INGÓLFS APÓTEK.
DOROTHY GRAY
NEWYORK ' LONDON • PARIS
temur“. — Svo sem fyrr er að
vikið, mun þessi aldagamla
kennarastétt gamla jólkiS, svo
sem það var oft nefnt, vera orð-
in of þunnskipuð. Þessir þjóðar
kennarar, er lítilla, oftast engra
launa kröfðust, en glöddust yfir
unnu verki, þegar áhugi og eftir-
vænting lýstu úr augum nem-
andans, og bað um meira.
Það, sem hér hefur verið sagt,
um nokkuð það, sem margt af
gamla fólkinu á fjölda heimila í
landinu, fræddi börn og ung-
linga um áður á tímum, má eng-
inn taka þannig, að þar sé verið
að gera hlut mæðranna lítinn í
þessu efni, jafnvel bera hann fyr-
ir borð. Þvert á móti hefi ég á-
vallt litið á þetta mál þannig,
að móðirin hafi í langflestum
tilfellum, verið yfirkennarinn-
og skólameistarinn. Allir aðrir
voru stunda- eða aðstoðarkenn-
arar. í þeirra hópi voru ömmur
jafnvel langömmur, sem þekktu
flestar vel hvers virði það starf
var, sem nú voru þær þátttak-
endur í og vissu hve fræðsla
þeirra stuðlaði að náms og fróð-
leikslöngun barnanna. Að þessari
fræðslu bjó margt hinna ungu
nemenda, oft langa ævi. Hinn há-
leitari lærdóm barnsins, trú og
siðfræði, má segja, að mæðurnar
önnuðust að mestu á flestum
heimilum. Móðirin mun, hvort
heldur var í auga eða huga
barnsins ,hafa verið algjörlega
hafin yfir allan samanburð. Þetta
vissi móðirin, og þess vegna lét
hún sér vel Hka, það sem börn
hennar námu og fræddust af
hinum öldnu aðstoðarkennurum.
Ég hugsa, að flestir taki, með
diúpri lotningu, undir það, sem
margir af ágætustu mönnum
þjóðarinnar fyrr og síðar segja,
er þeir minnst mæðra sinna í
ljóðum, er trauðla gleymanst. Ég
nefni hér aðeins fjögur nöfn í
þessu sambandi, þá Matthías
Jochumsson, Einar Benediktsson,
Davíð Stefánsson og Benedikt
Gröndal, sem segir um móður
sína, þar sem hann minnist for-
eldra sinna: „Mér kenndi móðir
mitt að geyma trútt, þó heimur
brygðist", o. s. frv. Einar segir
um móður sína: „Þú gafst mér
þinn streng og þinn boga“. Og
svona mætti lengi telja.
Ef til vill finnst einhverjum,
að megnið af því, sem að framan
er sagt um fræðslu barna og ung-
linga í heimahúsum áður á árum,
sé lítt viðkomandi aðalefni þessa
þáttar. Um það vil ég segja, að
minning Úlfhildar í þessu máli
sem öðru í þætti þessum, er, frá
mínu sjónarmiði, uppistaðan, en
ívaf fjölda hennar líka, þótt nöfn
séu ekki nefnd í þessu sambandi,
enda mætti þá lengi telja. Ég tel,
að íslenzka þjóðin eigi þessum
heimafræðurum, sem sumir lifðu
á náðarbrauði, mikla þökk að
gjalda. Þau fátæklegu orð, sem að
framan eru sögð, í garð þessa
fólks, vildi ég leggja sem þakk-
lætisvott, í þann viðurkenningar-
sjóð.
Frásögu minni um bernskuvin-
konu mína, Úlfhildi, er brátt lok-
ið. Sú saga, er að mestu bundin
við síðustu átta til tíu ár ævi
hennar, en þó má segja, að saga
þessarar merku konu sé í raun-
inni ósögð, og verður aldrei sögð.
Hún er því ein í þeim mikla
hópi alþýðumanna og kvenna
fyrri alda og ára, sem liggja lítt
bætt hjá garði. Vel veit ég, að
það litla, sem ég hefi hér tilfært
úr lífi Úlfhildar í Ási, er aðeins
brotabrot af öllu sem hún hefur
reynt og fyrir hana hefur borið,
þau áttatíu ár af lífi hennar, sem
ég, af gildum ástæðum, get ekki
sagt frá hér. Ung fór Úlfhildur
í vinnumennsku, og vár sam-
fleytt nær tveim áratugum þjón-
ustustúlka á hinu fornfræga
höfuðbóli og höfðingjasetri, Skál-
holti. Þangað kom hún röskum
tuttugu árum eftir dauða Hann-
esar biskups Finnssonar, síðasta
biskups er sat Skálholtsstað. —
Úlfhildur hefur því þekkt margt
samtíðarmanna Hannesar bisk-
ups, síðari hluta ævi hans. Oft
heyrði ég hana segja eitt og ann-
að, frá Skálholtsárum sínum.
Einnig frá biskupsárum Hann-
esar, er hún hafði frá fólki, sem
var honum þar samtímis. Þessar
sögur Úlfhildar hefur fyrir löngu
móða áranna fallið svo á, enda
sjálfsagt fallið þá í svo ófrjóan
jarðveg sökum æsku minnar, að
fyrir flestum þeim sé ég nú að-
eins djarfa ,en svo óljóst, að ekki
er viðlit að endursegja þær, þótt
enn sjái ég sögukonuna fyrir
innri augum, þegar hún sagði
nokkrar þeirra.
Ég veit nú, að með Úlfhildi
hefur í þessu efni sem mörgu
öðru, margt farið forgörðum, sem
fróðlegt væri að vita í dag.
Úlfhildur véiktist af heiftugri
lungnabólgu þ. 30. jan. 1897, og
andaðist úr þeirri sótt þ. 6. febr.,
eftir sjö daga legu, 91 árs að
aldri. Þetta var hennar fyrsta
og síðasta lega á hennar löngu
ævi. Allt heimilið saknaði Úlf-
hildar. Það urðu allir einhvern-
veginn fátækari við burtför
hennar. Af því fólki, sem þá var
á heimilinu, er nú lifandi aðeins
ég og systir mín Vilborg, búandi
í Hafnarfirði, hinir allir löngu
horfnir okkar sjónum.
NOKKUR NIÐURLAGSORÐ
Þáttur þessi hefur til orðið í
mörgum áföngum, mislöngum,
flestum stuttum. Orsakir þessa
míns seinagangs, verða ekki
raktar hér. En vegna þessa
vinnubragðs, er ég varð hér við
VIKAN 33