Vikan


Vikan - 04.08.1966, Side 45

Vikan - 04.08.1966, Side 45
HVERJAR ERU ÓSKIR YÐAR? Vönduð og glæsileg bifreið? Bifreið, sem sameinar kosti sportbijreiðar, stærð og þægindi lúxusbifreiðar? Vér hijfum svarið á reiðum höndum: BMW 1800 er bifreiðin, sem uppfyllir allar óskir yðar. KRISTINN GUÐNASON HF KLAPPARSTÍG 25-27, SÍMI 22675 ýtti fró sér diskinum. Eitt andar- tak kom tilhlökkunarglampi ( föl augun. — Láttu Canaleias koma með sýningarvélina og tjaldið, sagði hann við McWhirter. — Það verður nógur tími til að horfa á nýiu teiknimyndina, áður en við komum í höfn. Bryggja úr eikarbjálkum skagaði út frá eyiunni. Andronicus nam staðar tvö hundruð metrum utar, vel utan við grynningarnar. Tuttugu og tveggia feta skekta með einni skrúfu var sjósett. Næturloftið var hlýtt; en Mod- esty og Willie, sem fengu nú að koma upp úr kæfandi heitum klef- anum undir þiljum, fannst það svalt og hressandi. Þau stóðu við borðstokkinn og drógu djúpt að sér ferskt loftið, meðan demant- arnir voru bornir varlega ofan ( skektuna. Þau töluðu ekki og höfðu ekki augun af eyiunni, en drukku í sig allt, sem sást ! b]örtu tungls- Ijósinu. I klaustrinu, sem reis á kletti vestast á eyjunni, vottaði fyr- ir birtu ( nokkrum gluggum. Ennþá handjárnuð voru þau leidd ofan í skektuna. Fjórir menn voru þegar um borð. Borg og frú Fothergill komu á eftir og að lok- um McWhirter og Gabríel. Skektan rann hljóðlega upp að bryggjunni. Þegar þau stigu á land, var And- ronicus þegar á leið burt. Það var hálfrar klukkustundar rólegur gangur upp að klettinum, þar sem breið, grófhöggvin þrep lágu upp í klaustrið. Borg gekk með byssu í hönd á eftir föngun- um tveimur, Gabríel og McWhirter á eftir honum. A undan þeim skipt- ust frú Fothergill og mennirnir fjór- ir á um að bera demantakassana. Tveir í einu um hvorn. Alla leiðina grandskoðaði Mod- esty klaustrið og umhverfið og festi hvert smáatriði sér ( minni og reyndi að gera sér grein fyrir því, hvernig klaustrið væri innréttað. Hún vissi, að Willie var að gera hið sama. Þau gengu inn um dyr með tveimur þykkum eikarhurðum og komu inn í stórt eldhús. Á aðra hiið var eldavél með tveimur stór- um ofnum, hvor um sig var sex fet á lengd. í einu horninu var lágt steinrið utan um brunn og vinda yfir. Tveir munkar í dökkum kuflum voru að hnoða deig á þykku tré- borði. Maður með flatt mongóla- andlit sat letilega í stól og lék blíðlega við vélbyssu. Breitt stein- þrep lá upp úr eldhúsinu og beygði til hægri ( miðjunni. Þegar upp kom varð fyrir þeim breiður, hellu- lagður pallgangur sem lá með- fram því, sem virtist vera stór kap- ella í endurbyggingu. Hér var allt í þeirri óreiðu, sem fylgir bygg- ingarvinnu. Kapellumegin við pallganginn hafði timburhandriðið verið fjar- lægt á löngum kafla. Stigar, skófl- ur, hakar og járnkarlar stóðu upp við vegginn. Gríðarstórt járnker stóð á einföldum trérúllum, frammi á pallgangsbrúninni, um þrjátíu fet- um yfir kapellugólfinu. Kerið tók hávöxnum manni í mitti og var fyllt að tveimur þriðju hlutum með hnullungagrjóti. Úr þrem stállykkj- um á brún kersins lágu stuttar keðj- ur, sem enduðu í krók. Krókurinn var festur f endann á sverum stál- vír, sem lá skáhallt upp ! talíu, sem fest var upp í loftið. Gólfið fyrir neðan hafði verið hreinsað af öllum kapelluhúsgögnum. Þar voru aðeins hrúgur af sandi og steinum, staflar af timbri, sement- pokar og fleiri áhöld. Af því, hve allt var einfalt, dró Modesty þá ályktun, að munkarnir hefðu sjálf- ir unnið að endurbyggingunni. Með Borg á hælunum gengu þau Willie innar eftir pallgangin- um. Þau virtu allt fyrir sér, um leið og þau gengu í gegn, og hugmynd- uðu hvert þrep, sem þau gengu. Við endann á stigaganginum fóru þau ( gegnum opnar dyr, eftir fjöl- mörgum göngum, og komu að lok- um að stóra herberginu, skrifstofu ábótans. Demantakassarnir tveir voru sett- ir upp á borðið. Mennirnir fjórir voru móðir eftir erfiðið. Frú Fother- gill blés ekki úr nös. Hún leit von- araugum á hliðarborðið, þar sem flöskurnar stóðu, en síðan hvörfl- uðu augu hennar að Gabríel, þeg- ar hann tók að opna kassann. — Allt í lagi, sagði Gabríel. — Einn lítinn handa öllum. Hjálpaðu henni, McWhirter. — Ég vil fá . . . byrjaði Willie, en þagnaði si'ðan skyndilega. Gabr(el kinkaði kolli. — Þér fer fram, sagði hann og leit á Mod- esty. — Hvernig líst þér á stöðvar okkar? — Þær eru eins góðar og allt annað, sagði hún ( viðurkenningar- tón. — Hvað verður svo um munk- ana á eftir? Þeir geta verið þögl- ir — en ekki svo þöglir. Þeir geta bent á mynd af þér. — Þeir verða ekki færir um það, sagði Gabríel. — Allir horfn- ir. Alveg eins og á Marie Celeste. Mjög dularfullt. En þeir eru nyt- samlegir, enn sem komið er. — Kemur ekki birgðaskip? Það hlýtur að vera regluleg áætlun? — Á þriggja mánaða fresti. Við komum hingað fjórum vikum eftir að síðasta skip kom. Við verðum farin áður en það næsta kemur. — Þá eru engin vandamál, nema dreifingin. Hvenær eigum við að tala um það? — Þegar ég er tilbúinn. Hann leit á Borg. — Farðu með þau burt. Aðskilda klefa. Teppi og dýnu handa hvoru fyrir sig. Fötu og fat, Þrjár máltíðir á dag. Hreyfing tvær klukkustundir. Varðmann á gangin- um tuttugu og fjórar klukkustundir á dag. Modesty starði á hann, lét blöndu af reiði og óvissu koma fram í aug- unum. — Hvern fjandann heldurðu, að við munum reyna að gera? spurði hún. Gabríel opnaði kassana tvo, tók bólstrið sem lá ofan á demöntun- um og starði á þá. — Þið eruð ekki líkleg til að reyna neitt, sagði hann fjarhuga. — Ég var einmitt að ganga tryggi- lega frá því. Klefarnir voru sinn hvorum meg- in við þröngan gang á efstu hæð. Borg, og grannur Spánverji með örótt andlit og blóðhlaupin augu, vísuðu föngunum þangað. Það var stór málmlykill i dyrum annars klefans og dyrnar stóðu í hálfa gátt. Hurðin var úr þykkum viði og op á henni með lítilli málm- grind fyrir; hún var gömul, en að minnsta kosti fullri öld yngri en klaustrið. Modesty gat sér þess til, að einhverntíman í hinni löngu sögu klaustursins hefði það verið notað fyrir virki. Framhald í næsta blaði. UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landpþekkta konfekt frá N Ö A . HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? Það er alltaf saml leikurinn í henni Ynd- isfríð okkar. Hún hcfur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heltir góðum verðlaunum handa þeim. sem getur fundlð örkina. Verðlaunin cru stór kon- fektkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandlnn er auðvitað Sælgætisgcrð- in Nói. Siðast er dreglð var hlaut verðlaunin: Guðbjörg Sigurðardóttir, Bólstaðarhlíð 31. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 31. tbl. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.