Vikan - 04.08.1966, Qupperneq 49
Angelique átti svolítið erfitt með að kyngja því, en flaug í hug að
sennilega væri það bezta lausnin, þegar allt kæmi til alls.
— Ég varaði soldáninn við, að þér séuð villidýr. Og veit, hvernig
ég get teygt þolinmæði hans ofboðlítið lengur, tii að þér fáið meiri
tíma.
— Tíma til hvers? Að láta undan ótt.anum? Að verða vejklundaðri?
Eða, hugsaði Angelique, ef til vill til að flýja....
-— Yðar vegna þá, ég skal samþykkja það, sagði hún.
E'n hún neitaði reiðilega fylgd tíu geldinga, sem hann hafði komið
með.
— Ég vil ekki láta leiða mig fram sem fanga eða eins og sauð til
slátrunar.
Osman Faraji lét undan henni. Þegar hér var komið, var hann reiðu-
búinn til að gera hvað, sem var, til að örva hana. Hann ætlaði einn
að fylgjast með henni, ásamt aðeins einum geldingi, til að taka við
blæjunum, meðan hann sjálíur tæki þær af henni, eina eftir aðra.
Mulai Ismail beið í lítilli herbergiskytru, sem hann leitaði oft til, þegar
hann langaði að hugsa og vera í næði. Ilmefni brunnu á kopardiskum.
Angelique fannst hún vera að sjá hann í fyrsta sinn. Hann rétti úr
sér, þegar þau komu inn. Yfirgeldingurinn og aðstoðarmaður hans
köstuðu sér flötum frammi fyrir honum. Síðan reis Osman Faraji á
fætur og gekk aftur fyrir Angelique, tók um axlir hennar og ýtti henni
mjúklega í áttina að soldáninum.
Soldáninn hallaði sér ástríðufullur áfram.Gullin augu hans mættu
smaragðsgrænum augum hennar. Hún leit niður. 1 fyrsta skipti i marga
mánuði leit karlmaður hana girndaraugum. Þegar yfirgeldingurinn tók
blæjuna frá andliti hennar, vissi hún, að á andliti hans myndi endur-
speglast undrun og aðdáun yfir fögrum andlitsdráttum hennar, þéttum
vörunum og alvarlegum, en þó stríðnislegum svipnum, samskonar endur-
speglun og hún hafði séð hjá svo mörgum öðrum karlmönnum. Hún
vissi, að víðar nasir Mulai Ismails myndu titra, þegar hann sæi gullið
hár hennar flæða eins og silki yfir axlirnar.
Hendur Osmans Farajis struku úr hári hennar, en hún sá ekki og ósk-
aði ekki eftir að sjá hreyfingar hinna löngu, svörtu fingra hans, með
skarlatsrauðu nöglunum og demantshringunum. Hún horfði enn niður
fyrir sig. En samt — hún hafði aldrei fyrr tekið eftir því, hve bleikir
lófar hans voru, næstum eins og þeir hefðu verið núnir með rósum.
Hún reyndi að neyða sig til að hugsa um eitthvað annað, til að verða
ekki gagntekin af þeirri hneisu að vera berháttuð frammi fyrir þeim
húsbónda, sem hún varð að þýðast, hvort sem henni líkaði betur eða
verr. Það fór ofurlítill hrollur um hana, þegar henni varð ljóst, að
handleggir hennar höfðu verið afhjúpaðir. Hendur Osmans Faraji
hreyfðust hratt yfir líkama hennar. Nú voru hendur hans á sjöttu
blæjunni, sem myndi afhjúpa brjóst hennar og grannt mittið.
Hún heyrði soldáninn segja á arabisku: — Hættu nú. Ekki gera
hana vandræðalega. Ég get getið mér þess til, hve dásamleg hún er.
Han reis upp af legubekknum og kom nær henni.
— Kona, sagði hann á frönsku. —• Kona.... sýndu mér .... augu þín)
Öll réttindi áskilin — Opera Mundi, Paris. Framhald i nœsta blaöi.
Óskahljómsveitin
Framhald af bls. 14.
laga hans komiS á hljómplötu, lag-
ið „Ef hún er nólægt mér".
# Rúnar Júlíusson
Bassagítar
Hann er fæddur í Keflavík 13. apríl
1945 og heitir fullu nafni Guð-
mundur Rúnar Júlíusson. Rúnar
lærði á hljóðfæri sitt hjó Gunnari
Þórðarsyni, sem hann segir vera
listamann af guðs nóð. Rúnar er
aðalsöngvari Hljóma og hlaut einn-
ig allmörg atkvæði sem slíkur.
Pétur Östlund.
Trommur
Péfur er fæddur í New York 3.
desember 1943. Hann hefur leikið
ó trommur fró því hann var 14
óra og er jafnvígur á hvaða teg-
und tónlistar sem er.
% Þorgeir Ástvaldsson
Orgel
Þorgeir er fæddur i Reykjavik 2.
júní 1950 og er þannig yngstur
þeirra sem skipa Óskahl jómsveitina.
Hann hefur leikið með Tempó fró
upphafi eða í fjögur ór. Þorgeir er
einnig liðtækur píanóleikari og lék
lengi framan af ó pianó með hljóm-
sveit sinni.
* Jón Trausti Her-
varðsson. Saxófónn
Jón er fæddur ó Akranesi 17. ógúst
1945. Fjögur ór eru liðin síðan
hann nóði fyrst lagi ó hljóðfæri
sitt og siðan hefur hann leikið með
Dúmbó sextett.
# Reynir Gunnarsson
Saxófónn
Reynir er fæddur ó Akranesi 24.
febrúar 1948. Hann hefur leikið
með Dúmbó sextett í tvö ór.
& Rúnar Gunnarsson
Söngvari
Rúnar er fæddur í Reykjavik 10.
marz 1947. Hann hefur leikið á
rhythmagitar og verið aðalsöngvari
með Dátum frá 18. júni 1965, en
þá fóru Dátar fyrst á kreik. Söng-
ur hans á hljómplötu Dáta hefur
vakið mikla athygli. Rúnar hlaut
einnig allmörg atkvæði sem rhyth-
magitarleikarai. *
Heklaður jakki
Framhald af bls. 46.
Saumið vasana frá hliðarsaum-
um og fram og um 5 sm. frá neðstu
brún.
Gangið frá hnappagötunum með
þynntum garnþræðinum og tungu-
spori. Festið hnappa gengt hnappa-
götunum og 1 á hvorn vasa.
Hagsýnir velja PEERLESS eldhúsinnréttingar.
Hentugar í eldhús af öllum stærðum, einnig tiivaldar fyrir
sumarbústaði.
Höfum nokkrar innréttingar tilbúnar til afgreiðslu strax. —
Komið og skoðið uppsetta innréttingu. _
Húsmæður
Nýtið geymsluna
að fullu!
Hentugar og
ódýrar stálhillur
fyrir hverskonar
geymslur.
Uppsettar hillur
til sýnis á skrif-
stofunni.
Laugavegi 116.
(hús Egils Vilhjálmssonar, 2. hæð) — Sími 16788.
Má
þynna
. 30
sinnum,
-Hœfilegt
EPLI MANDARIN APPELSÍN
Sunsip
Elmaro, sími 23444
i 6 litra
blöndu.
Hin hentuga
Sunsip dcela
fœst auhalega
OPTIMA
VIKAN 49