Vikan


Vikan - 28.09.1967, Page 15

Vikan - 28.09.1967, Page 15
SÍÐAN SÍÐAST Óvitlaus hugmynd Á sjúkrabílum í Eng-Iandi, nánar tiltekið í Hampshire, hafa þeir tekið upp á því að láta orðið „ambulance“ (sjúkrabíll) standa með spegilskrift framan á bílnum. Þetta er vissulega til þess að bílstjór- ar í bílum fyrir framan geti lesið í speglinum hjá sér, hvaða bíll sé fyrir aftan þá, en þurfi ekki að líta við. Það hefur nefnilega verið hálfgert vandamál i Englandi, að þeg- ar „ambulance“ stendur skrifað venjulegri letri, hafa bílstjórar margir farið að dunda við það að stafa orðið, gleymt að líta fram og lent í árekstri. Og undir slíkum kringumstæðum hefur oft ekki verið vanþörf á að hafa sjúkrabíl fyrir aftan sig. --------------------•-------------------- HVAD VERDUR ÞÁ DM TANNLÆKNANA? CETUR 3ÚLUEFNI KOMID I VEG FVDIB TANNSKEMDIR Víða um heim er nú leitað að þeim sýklategundum, sem orsaka tannátu. Keppikeflið er að finna lyf eða bóluefni, sem kemur í veg fyrir eða stöðvar tannátuna. Tannskemmdir eru gífurlega algengur sjúkdómur í öllum iðnað- arlöndum, — aðeins örfá prósent losna við að lenda í bornum óvin- sæla. í barátlunni við tannátu er nú verið að reyna nýjar leiðir. Þeir menn, sem hafa forystu um að finna nýtt og áhrifaríkt bólu- efni gegn þeim sýklum, sem orsaka tannátu eru dr. Morris Wagner við Notre Dame-háskólann í Indiana í Bandaríkjunum og Bo Krasse við tannlæknaháskólann í Malmö. Dr. Wagner hefur nú þegar fundið bóluefni, sem hefur stöðvað tannátu í rottum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að það er beint sam- band á milli vissra sýkla og tannátu. Svipaður árangur hefur feng- izt í öðrum löndum. Eins og Krasse hefur dr. Wagnar heppnazt að einangra vissar sýklalegundir (streptokokka), sem hægt er að rekja tannátuna til. Það er álitið að þessum sýklategundum sé hægt að fækka niður í fimm eða sex, en það gefur möguleikana til að fram- leiða bóluefni gegn sýklinum sjálfum. Dr. Wagner’ gerði tilraun með að gefa rottum jurtafæðu undir tvenns konar kringumstæðum. Annars vegar í venjulegu umhverfi, en hins vegar í sótthreinsuðu umhverfi. f fæðunni var mikið af kolhydrötum, sem orsaka tannátu. En það voru aðeins þær fyrr- nefndu sem fengu göt í tennurnar. Hinar rotturnar fengu líka tann- skemmdir, þegar þær fengu sömu fæðu, blandaða venjulegum sýkli (streptococcus faecalis). Aðrar rottur fengu ónæmissprautur, þ. e. innspýtingu af dauðum sýklum. Árangurinn varð sá, að þær sluppu nær alveg við tannskemmdir. En þrátt fyrir þetta verður áreiðanlega löng bið eftir slíku undra- lyfi handa mannfólkinu, því að það verður líka að taka það með í reikninginn, að það er fleira en sýklar sem orsaka tannskemmdir. Hrakfirir feourðar- innar Það er ekki langt síðan að ung stúlka á Long Beach í Bandaríkjunum gekk Ijóshærð til sængur og átti sér einskis ills von. En það er heldur ekki langt síðan, að þessi sama stúlka vaknaði með grænt hár. Það var nefnilega morguninn eftir. Einhver snuðra hafði semsagt hlaupið á þráð- inn á hárgreiðslustofunni, — og nú krefst sú grænhærða svo sem eins og 450.000 ísl. króna í skaðabætur fyrir sitt dökka hár. 39. tbi. YIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.