Vikan


Vikan - 28.09.1967, Qupperneq 26

Vikan - 28.09.1967, Qupperneq 26
FRÁ LIBNU SUMRI Sumarið er liðið, og sólskinsstundirnar voru fleiri en oft áður á okkar mælikvarða — að minnsta kosti hér sunnanlands. Þótt haustið ráði ríkjum þessa dagana með litbrigðum sínum og angurstemmingu og vetur sé á næstu grösum, skulum við bregða upp nokkrum sólskins- myndum frá liðnu sumri. Ljósmyndari Vikunnar tók þær allar sama daginn: fyrst í fjör- unni vestur á Seltjarnarnesi, sem eflaust mætti gera að hinni myndarlegustu nauthólsvík með ofurlitlum kostnaði, síðan í garðinum við gróðrarstöðina gömlu og loks stanzaði hann í Grænuborg, þar sem krakkarnir fengu að drekka úti í garðinum. LJÓSM.: KRISTJÁN MAGNÚSSON Hér eru nokkrir Bretar að fá sér hressingu í jeppanum sínum, áður en þeir leggja af stað út á land til þess að skoða hina margrómuðu náttúrufegurð okkar. MBJMfo-/.--.................... c> Hann svaf vært á hörðum beltk undlr steinvegg í garSin- um, þar sem hún Pomona stendur með eplið sitt. Það er sjaldgæft að sjá fólk svona létt- klætt úti á götu á ís- landi — en þó kom það fyrir f góðviðr- inu á liðnu sumri. £ Gæta þarf þcss vel að taka ekki of stóran hita í einu. Þá vcrður manni kalt í háisinum. Síðan settust þau öll við borð til þess að gæða sér á ís. ^ 26 VIKAN 39- tw-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.