Vikan


Vikan - 28.09.1967, Side 41

Vikan - 28.09.1967, Side 41
Sendum myndasýnishorn ef óskað er. MOSAIK HF. Þverholti 15. — Sími 19860. Póstbox 1339. SteinoirOinoar svalahandriO í fjölbreyttu og fallegu úrvali. Sendum um allt land. Vel girt lóS eykur verðmæti hússins. Blómaker óvallt fyrirliggjandi. hann væri ennþá á braut glæp- anna. Nú beindist öll viðleitni lögregl- unnar að því að hafa upp á hon- um. Það fréttist að hann hefði far- ið til Irlands nokkrum dögum eft- ir morðið, og var þá leitin að hon- um tekin upp þar í landi. En James Hanratty fannst ekki að sinni. Og hann vissi að lýst hafði ver- ið eftir honum. Dag einn hringdi hann til félaga síns, Charles „Dixie" France. Hann er þá í miklu uppnámi og sagði: — Dixie, ég er grunaður um A 6-morðin. Hanratty bað vin sinn ráða. — Hann sagðist vera saklaus, en þyrði ekki að fara til lögreglunn- ar af ótta við að hann yrði þá handtekinn og ákærður fyrir önnur afbrot, sem hann hafði framið. — Hvað ætti hann að gera? — Farðu til lögreglunnar, ráð- lagði Dixie honum. — Fyrir innbrot færðu aldrei nema nokkur ár. Fyr- ir morðið gæti skeð að þú yrðir hengdur. En Hanratty leizt ekki á ráðið. Hann kaus heldur að fela sig fyr- ir lögreglunni. En það var vonlaust þegar til lengdar lét. Þann tólfta september sat hann inni á snarlbar í Blackpool. Skyndi- lega komu tveir menn inn. Þegar Hanratty stóð upp til að fara út, stóðu þeir upp líka og eltu hann. Utan við dyrnar gripu þeir hann. — Hanratty, þér er hollast að fylgjast með okkur ólátalaust. Við erum frá lögreglunni. Hanratty reyndi að leika á þá. — Ég heiti ekki Hanratty. Nafn mitt er Peter Bates. En lögreglumennirnir léfu ekki leika á sig með svo einföldu bragði. í bílnum á leið til lögreglustöðv- arinnar útskýrði Hanratty fyrir þeim: — Ég þorði ekki að gefa mig fram, þar sem mér hafði verið refsað áður. í þetta sinn hafði Basil Acott ekki hugsað sér að láta bráðina ganga sér úr greipum. Hann var sannfærður um að Hanratty væri morðinginn. Og enn sannfærðari varð hann um það eftir að farið hafði verið með Hanratty á sjúkra- húsið, þar sem Valerie Storie lá. Eftir fárra sekúndna hik benti hún á Hanratty í hópi fjögurra manna annarra og sagði: — Þetta er hann. Nú varð Hanratty að gangast undir langar og þreytandi yfir- heyrslur. Hann gat ekki lagt fram fullgilda fjarvistarsönnun fyrir morðnóttina. En hversu einbeittlega sem Acott bar upp á hann morðið, þá neitaði hann jafn ákveðið. — Ég er saklaus, sagði hann. í ársbyrjun 1962 var honum stefnt fyrir rétt í Bedford. Þessi morðréttarhöld urðu þau lengstu, sem til þessa höfðu verið haldin í Englandi; stóðu yfir í tuttugu og einn dag. Hvorki fleiri né færri en hundrað og fimmtíu manns voru leidd fram sem vitni. Flest voru þau kölluð fyrir af ákærandanum, Gra- ham Swanwick. Mikilvægasta vitnið var auðvit- að Valerie Storie. Sitjandi í hjóla- stól fylgdist hún með réttarhöldun- um yfir manninum, sem grunaður var um að hafa myrt elskhuga hennar og nauðgað henni sjálfri og veitt henni hin alvarlegustu ör- kuml. Það fór ekki hjá því, að jafn- vel kaldlyndustu kviðdómsmeðlim- ir vorkenndu henni og fylltust and- sfyggð á manninum, sem ákærður var fyrir illræðisverkið. Þegar ákærandinn spurði hana, hvort hún kæmi auga á morðingj- apn í réttarsalnum, benti hún á Hanratty, þar sem hann sat í stúku hinna ákærðu, og sagði: — Þarna er hann. En mestu máli skipti, hvort Han- ratty hefði einhverja fjarvistarsönn- un. Þegar lögreglan yfirheyrði hann, fullyrti hann að hafa þriðju- daginn tuttugasta og annan ágúst, morðdaginn, farið með lest frá Lundúnum til Liverpool að hitta kunningja þar. Hvað hann hefði gert eftir komuna til Liverpol vildi hann sem fæst um segja. Hann lýsti manni, sem hafði set- ið í sama klefa og hann í lest- inni. — Hann var vel klæddur, í blá- um fötum og svörtum skóm svo gljáburstuðum, að ég hef sjaldan séð annað eins. Hann var með gleraugu og armbandsúr á hægri úlnlið. Og næstum allan tímann, sem ferðin stóð yfir, skrifaði hann í vasabók. Á skyrtuhnöppum hans var bókstafurinn E. Verjandinn reyndi að hafa upp á manninum. En án árangurs. f lokaræðu sinni hélt ákærandinn því fram, að það væri ekki von að maðurinn finndist, þar eð hann væri ekki til. — Hanratty fór aldr- ei með neinni lest til Liverpool, sagði ákærandinn. En þegar réttarhöldin stóðu sem hæst, kom sá ákærði á óvart. — Hann sagðist þurfa að bæta tölu- verðu við varðandi fjarvistarsönn- un sína. — Ástæðan til þess, að ég vildi ekki'skýra frá þessu fyrr, var sú, að ég ætlaði að hitta mann, sem ætlaði að selja fyrir mig stolna hringa, eyrnarlokka og hálsband og auk þess stóran demant, sem var fimmtíu þúsund króna virði. Og hann bætti við til nánari út- skýringar: — Það er engin lýgi að ég fór. til Liverpool. En félagi minn þar lét aldrei sjá sig. Þá fór ég með langferðavagni til Rhyl í Vels. Þar bjó ég í þrjá daga í litlu gistihúsi. Verjandinn kallaði nú ( skyndi fyrir réttinn nokkur vitni frá Rhyl, og þau studdu framburð Hanratt- ys. Til dæmis hélt hótelstýran á hlutaðeigandi gististað því fram, að hann segði sannleikann. — Hafið þér nokkra gestabók, sem styrkir framburð yðar? spurði ákærandinn. Hún brast í grát og sagði: — Við höfðum eina sem var blá. En hún er ekki lengur til. — Hvernig stendur á því? — Ég gerði það sjálf. Hún var orðin svo illa með farin, öll blöð laus úr henni. Ég henti henni. Hanratty gat gefið allgreinar- góða lýsingu á gistihúsinu. Hann sagði, að í baðherberginu væri rúm auka. Hann mundi hvernig teppin voru á litinn og hvar næsta biðstöð strætisvagnanna var. En í einu brást honum bogalistin. Hann hélt þv( fram að aðeins tvö borð væru í matsalnum, þar sem morg- unverðurinn var snæddur. En þau voru fimm. Þessi nýja fjarvistarsönnun þótti ekki sérstaklega sannfærandi. En þó höfðu vitni komið fram henni til styrktar. En ákærandinn hafði geymt eitt spil enn á hendinni. I lok réttar- haldanna kallaði hann fram vitni að nafni Roy Langdale. Engan grun- aði hvað hann kom A 6-morðinu og Hanratty við. Það sýndi sig, að hann var fangi, sem Hanratty hafði hitt meðan hann sat inni í Brixton og beið réttarhaldanna. Eftir að hafa svar- ið eið að því að segja ekkert nema sannleikann, vitnaði Langdale: — Hanratty viðurkenndi fyrir mér að hann væri A 6-morðinginn. Hann lýsti fyrir mér hvernig hann hefði framið morðið og nauðgað Valerie Storie. Hún var svo hrædd að hún hafði ekki veitt neitt við- nám . Hanratty og verjandi hans, mála- færslumaðurinn Michael Sherrard, héldu því fastlega fram að Lang- dale færi með lýgi. Sherrard þræl- yfirheyrði hann til að reyna að flækja hann í mótsögnum, en tókst það ekki sérstaklega vel. Að síðustu var að því komið, að kviðdómurinn kæmi saman og tæki ákvörðun sína. Var James Hanratty sekur eður ei? Michael Sherrard, verjandinn, var fremur bjartsýnn meðan hann beið útslitanná. Það voru miklar líkur á því, að Hanratty yrði sýknaður, áleit hann. Það var ekki hægt að taka m’ikjið tillit til vitnisburðar Valerie Storie. Áður, þegar Alphon var grunaður, hafði hún bent á saklausan mann og talið hann morðingjann. Og Langdale var af- brotamaður, sem enginn maður með viti gat tekið alvarlega. Eftir aðeins klukkustundar fund kom kviðdómurinn aftur inn ( rétt- sig spenntir, þegar úrskurðurinn arsalinn. Allir viðstaddir voru yfir 39. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.