Vikan


Vikan - 21.12.1967, Side 6

Vikan - 21.12.1967, Side 6
Husqvarna Vöfflujárn. Brauðrist. Suðurlandsbraut 16 — Laugavegi 33 — Sími 35200 Hitaplata. Rafmagnspanna. Straujárn HUSQVARNA GÆÐI HUSQVARNA ÞJÓNUSTA GIINNAR ASGEIRSSON H. F. STP. Kæri Póstur! Spurðu einhvern fyrir mig, hvað það þýði þetta STP, sem er komið á svo marga bila núna. Kunningi minn segir, að það sé auglýsing fyrir eitthvert eiturlyf, sem bítlar og hippar noti, en ég held að það sé einhver auglýsing fyrir hægri umferðina. STPE. Hvernig er skriftin? Bræðrabylta, vinur. STP er bætiefni í olíur og bensín, sem á að margfalda endingu og kraft bílanna. Annað STP höfum við ekki hér á landi. Hitt er svo ann- að mál, að STP kvað einnig vera heiti á eiturlyfi, sem er nokkru sterkara en LSD sem aftur er nokkru sterkara en . . . ja — nú man ég ekki hvað. Hægri um- ferðin á aftur á móti annað merki, sem þú hlýtur að vera farinn að þekkja um þessar mundir. Skriftin? Fáðu þér stíf- an bursta og hreinsað bensín og skrúbbaðu letrið á ritvélinni þinni rækilega. HJÁTRÚ. Kæri Póstur! Er það rétt, að ef vansköpun er í ættinni og maður er hræddur um að barnið, sem maður geng- ur með, verði svona vanskapað, þá verði það það? Það eru sumir holgóma í móðurættinni minni og ég á eitt barn sem er alveg heilbrigt en núna geng ég með annað barn og er svo ósköp hrædd. Með fyrirfram þökk fyrir svar- ið. Edda. Nei, Edda, það er útilokað að hugsanir þínar geti haft þau áhrif á barnið, að það verði van- skapað þeirra vegna. Það hefur annars lengi verið reynt að finna alls konar orsakir til van- sköpunar. Meðal orsaka hafa verið reiði guðanna og skelfileg sálræn reynsla mæðranna á með- göngutímanum, en á þetta trúir enginn menntaður maður lengur. Reyndu að bægja þessari tilhugs- un frá þér, hún á ekki við rök að styðjast. KVERKMÆLT OG LEIÐINLEG. Kæra Vika! Ég var að lesa í Póstinum bréf frá 16 ára strák sem sá slelpu í strætó og varð hrifinn af henni og vildi láta Póstinn hafa upp á henni fyrir sig. Oft hefur maður nú séð kyndug bréf í Póstinum en aldrei eins og þetta. Ég er ekki vön að hafa gaman af út- úrsnúningi í svörum hjá ykkur en í þetta sinn var svarið eins og talað út úr mínu hjarta. Ég er viss um, að stelpan var kverk- mælt og leiðinleg eins og þú seg- ir, og það eru til miklu fallegri stelpur í Hafnarfjarðarvagninum. Og auðveldara að kynnast þeim, því leiðin er lengri. Mér líkar þetta sem sagt vel, svona asna- legum bréfum á auðvitað að svara með útúrsnúningi til að gera Póstinn svolítið líflegan, —■ það getur enginn enzt til að taka alla þvælu hátíðlega. Dída. HEILSAN. Kæra Vika! Ég skrifa þér af því að ég er ekki fyrir það að fara til lækna, en svo er mál með vexti að núna upp á síðkastið er ég eitthvað svo skrýtin í vinstri mjöðminni. Það er eins og ég sé eitthvað svo dofin í henni og ég hef prófað að stinga mig með nál en ég finn ekki til þó það komi blóð. Hvað getur þetta verið og hvað get ég gert? Með fyrirfram þökk. Ein 46 ára. Þú getur látið þetta dankast og beðið eftir því að það versni eða lagist, og það getur kostað að þú fáir aldrei bót á þessu og munir eiga í langvinnu sjúkrastríði. Og hvað vitum við, nema þetta sé upphafið að kvalafullu bana- meini? Svo getur þú líka gert annað, sem við mælum eindregið með: Farið til læknis og það undir eins. Læknar hafa sér- menntun og þjálfun í að ráða fólki heilt í þessum efnum og gera nauðsynlegar aðgerðir. FALSKAR TENNUR. Kæri Póstur: Mig langar til að segja þér frá skemmtilegu atviki, sem kom fyr- ir mig í fyrravetur. Ég var þá líu ára og var hjá kennara, sem við skulum kalla Svein. Dag nokkurn, þegar ég kom í skólann, uppgötvaði ég, að ég hafði gleymt að reikna tiu dæmi heima. Þeg- ar kennarinn fór að spyrja okkur um heimavinnuna, varð ég nátt- úrlega að segja eins og var. Þá varð hann reiður og spurði, af hverju ég hefði ekki reiknað dæmin heima eins og hinir krakk- arnir. Ég svaraði honum ekki. Þá gekk hann að borðinu mínu og talaði svo höstuglega við mig, að hann missti efri góminn út úr 6 VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.