Vikan


Vikan - 21.12.1967, Side 22

Vikan - 21.12.1967, Side 22
FRAMHALDSSAGAN 2. HLUTI EFTIR SERGE OG ANNE GOLON - TEIKNING BALTASAR kick-kirkirk-k-k-k-k-k-k-k'k'kbtrtrki'AAbAAkAAkAA AAkkAAkkAkk'A-k-k-k-k'kickicA-k-Aick tkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkk Hann Kiaffði lokað hína áköfu ást sína bak við þykka skel siOsemi viturlegrar hegðunar Og varkárni, Og þaO var afieins á svona andartaki, þegar hann var veikburða og lét síg engu varða um heiminn I kring, sem tllffinningín náöí aO briótasl ffram. Angelique fór aftur og kraup við hliðina á Maitre Gabriel. Hún þurfti ekki að hafa áhyggiur af Honorine, þeirri litlu hafði einhvern veginn heppnazt að verða með Þeim fyrstu til að fá mjólkurbolla, og nú var hún önnum kafin að veiða kjötbita upp úr kássunni. Honorine myndi sjá um sig sjálf! Angelique hafði miklu meiri áhyggjur af kaupmanninnum, og kvíði hennar varð enn meiri vegna Þess, að hún fann í senn til samvizkubits og þakklætis. — Hefði hann ekki komið til skjalanna, hefði sverðið lostið mig, eða jafnvel Honorine.... Andlit Gabriels Berne var of kyrrt, og hann hafði verið meðvitundar- laus of lengi, til þess að hún gæti látið sér Það í léttu rúmi liggja. Nú, þegar þau höfðu fengið ljós, sá hún, að hann var vaxhvitur á hörund. Þegar mennirnir tveir aí áhöfninni komu aftur með um það bil tíu krúsir og útbýttu þeim, sneri hún sér til annars þeirra, tók í ermi hans og leiddi hann yfir til særða mannsins og reyndi að koma honum í skilning um, að þau hefðu enga möguleika á að meðhöndla hann. Maðurinn sýndist láta sér þetta í léttu rúmi liggja, yppti öxlum og leit upp á við um leið og hann sagði: — Heilaga guðsmóðir! Það eru einnig særðir menn meðal áhafnarinnar! Eins og á öllum sjóræningja- skipum myndu þeir aðeins verða meðhöndlaðir með þessum tveimur kraftaverkalyfjum, rommi og byssupúðri til að sótthreinsa eða æta sárin; og síðan var ekki annað að gera en að biðja til heilagrar guðs- móður. Maltverjinn stakk upp á að þau gerðu slíkt hið sama. Angelique andvarpaði. Hvað gat hún gert? Hún reyndi að rifja upp íyrir sér öll þau húsráð, sem hún hafði lært sem móðir og húsmóðir, og jafnvel Þau, sem hún hafði lært af norninni í skóginum og notað á þá særðu, meðan hún hafðist við í skóginum undir byltingunni í Poitou. Bn hún hafði ekkert hér, ekki eitt einasta efni. 1 neðstu skúffunni í kommóðunni hennar i La Rochelle var krökkt af litlum pökkum með heilsusamlegum jurtum, og þegar hún fór hafði henni ekki einu sinni orðið hugsað til þeirra. — Ég hefði átt að muna eftir þeim samt, ásakaði hún sjáifa sig. — Það hefði verið auðvelt að stinga þeim í vasana. Henni fannst hún sjá ofurlitla hreyfingu á andliti Gabriels Berne og hún laut grandskoðandi yfir hann. Hann hafði hreyft sig. Lokaðar varnirnar höfðu opnazt og hann andaði í gegnum munninn. Hann virtist haldinn kvölum og hún gat ekkert gert til að hjálpa honum. — Ef hann skyldi nú deyja, hugsaði hún, og allt í einu varð henni kalt hið innra. Átti ferðin að byrja með bölvun vofandi yfir sér? Áttu börnin, sem hún unni, að tapa sinni einustu fyrirvinnu, hennar vegna? Og hvað um hana sjálfa? Hún var orðin því vön að vita að hann var til staðar, og reiða sig á hann. Hún vildi ekki, að hann kveddi nú, einmitt þegar allt var breytt. Ekki hann; Hann var öruggur vinur, því hún vissi, að hann unni henni. Hún lagði aðra höndina varfærnislega á bringuna, sem nú var rök af sóttarsvita. Með þessari snertingu reyndi hún af örvæntingu að draga hann aftur til lifsins og færa honum eitthvað af hennar eigin 22 VIKAN 51 tbl þrótti; þróttinum, sem hún hafði fundið flæða um sig, þegar henni varð ljóst, að hún var frjáls á úthafinu. Það fór skjálfti um hann. Undirvitundin hlaut að hafa skynjað yl konuhandar á brjósti hans. Það fór aftur um hann sviti og augnlokin bærðust. Angelique beið þess spennt að hann opnaði augun, til að sjá hvort það yrði augna- ráð deyjandi manns eða manns, sem aftur væri að vakna til lífsins. Henni létti. Þegar Maitre Gabriel opnaði augun, sýndist hann minna veikur og átakanleg myndin af þessum þróttmikla manni, liggjandi þarna gersamlega hjálparvana, hvarf þegar í gleymskunnar djúp. Þótt hann væri enn ringlaður yfir þetta langa yfirlið, var ennþá sami gáfulegi og athuguli svipurinn í augunum. Augu hans hvörfluðu fyrst í stað um illa upplýstan staðinn milli þilfara og námu síðan staðar við andit Angelique, rétt hjá honum. Það var þá, sem hún gerði sér ijóst, að hann var ekki enn vaknaður til fullrar sjálfstjórnar, þvi aldrei áður hafði hún séð þennan krefjandi sælusvip á andliti hans, jafnvel ekki daginn eftirminnilega, þegar hann tók hana í fang sér, eftir að hafa sent tvo njósnara lögreglunnar yfir í eilífðina. Allt i einu var hann að játa fyrir henni, það sem hann hafði senni- lega aldrei játað fyrir sjálfum sér. Alla vernd hans þyrsti I hana. Hann hafði lokað hina áköfu ást sína bak við þykka skel siðsemi, viturlegrar hegðunar og varkárni, og Það var aðeins á svona andartaki, þegar hann var veikburða og lét sig engu varða um heiminn í kring, sem tilfinningin náði að brjótast fram. — Dame Angelique, hvislaði hann ofurlágt. — Ég er hér. Hún hugsaði til þess hve heppilegt það var, að allir aðrir voru önn- um kafnir við annað og höfðu ekkert séð. Nema ef til vill AbigaU, sem kraup þarna skammt frá á bæn. Gabriel Berne ætlaði að snúa sér í áttina til Angelique, en þess í stað stundi hann og augu hans lokuðust aftur. — Hann hreyfði sig, muldraði Abigail. Hann opnaði meira að segja augun. — Já, ég sá það. Varir kaupmannsins bærðust með erfiðismunum: — Dame Angelique .... Hvar .... erum við? — Við erum á hafi úti. Þú ert særður. Þegar hann lokaði augunum óttaðist hún ekki lengur um hann. Hún fann til ábyrgðar gagnvart honum, eins og á kvöldin í La Rochelle, þegar hann sat fram eftir yfir bókum sínum og hún færði honum bolla af kjötseyði eða heitu víni og varaði hann við því að eyðileggja heilsu sína með því að brenna þannig kertið í báða enda. Hún strauk þvalt enni hans. Hana hafði oft langað til að gera það i La Rochelle, þegar hún hafði séð hann áhyggjufullan eða haldinn kvíða, sem hann reyndi að fela undir hátíðleikafasi. Þetta var móður- leg hreyfing, snerting vinar, og hún var frjáls að þessu núna. — Hér er ég, kæri vinur.... Hreyfðu þig ekki. Hár hans var storkið undir fingrum hennar og þegar hún leit á þá, sá hún að þeir voru rauðir af blóði. Svo hann hafði einnig fengið högg á höfuðið! Þetta sár, og þó öllu fremur höggið, sem hafði

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.