Vikan - 21.12.1967, Qupperneq 23
valdið þvi, gat vel útskýrt, hve lengi hann var meðvitundarlaus. Nú
yrðu þau að hefjast handa um að lækna hann; það yrði að halda hon-
um hlýjum og leggja umbúðir á sárin, og þá myndi hann áreiðanlega
ná sér. Hún hafði séð svo marga særða menn, að hún gat gert sér
örugga grein fyrir ástandi hans.
Hún rétti úr sér, og tók svo eftir þeirri undarlegu þögn sem komin
var á. Allar umræður umhverfis súpupottinn voru hljóðnaðar, og jafn-
vel börnin voru þögul. Hún leit upp og fann hjartað taka kipp í
brjósti sér, þegar hún sá að Rescator stóð við fætur særða mannsins. —
Hve lengi hafði hann verið bar? Hvar, sem Rescator fór, þagnaði fólk,
annað hvort af illgirni eða einfaldlega vegna þess, að þessi stóra per-
sóna með svörtu grímuna gerði það óöruggt.
Angelique flaug enn einu sinni í hug, að þetta væri sérstæður mað-
ur. Hvernig gat hún öðruvísi útskýrt það kenndabál og þá óttatilfinn-
ingu, sem hún sjálf greindi, þegar hún sá hann þarna? Hún hafði
ekki heyrt hann koma, né hinir heldur, að því er virtist, því í skininu
frá luktunum voru andlit mótmælendanna bæði undrandi og full kvíða,
þar sem þau virtu fyrir sér allsráðanda skipsins, eins og hann væri
djöfullinn sjálfur. Útlit hans var enn skelfilegra vegna Þess, að í fylgd
með honum var hávaxinn, mjósleginn náungi, í hvítri skikkju, undir
síðum, útsaumuðum frakka. Andlit hans var einna líkast því, sem það
væri skorið út úr viði; kinnbeinin stóðu út og voru eins og klædd með
gömlu, dökknuðu leðri. Nefið var gríðarstórt og á því sátu stór, glamp-
andi hornspangargleraugu. Útlit hans var næstum eins og í martröð og
þegar hann birtist nú að loknum þessum degi, var það ógnvekjandi.
Og Rescator var hreint ekki árennilegur i daufu skini luktanna.
— Ég kom með Arabalækninn minn til yðar, sagði Rescator með
sinni háifkæfðu röddu.
Hann hefði getað verið að tala við Manigault, sem steig fram, en
Angelique hafði á tilfinningunni, að hann væri að tala við hana eina.
— Þakka yður fyrir, svaraði hún.
Albert Parry muldraði við sjálfan sig; — Arabalæknir! Ekki nema
það þó! Hvað kemur næst?
— Þér getið treyst honum fullkomlega, sagði Angelique, óánægð
með þessa athugasemd hans. Arabar hafa meiri læknisfræðilega þekk-
ingu og eldri en nokkrir aðrir í heiminum.
— Þakka yður fyrir, Madame, svaraði gamli maðurinn og vottaði
fyrir ofurlítilli kaldhæðni I garð starfsbróður hans frá La Rochelle.
Hann talaði mjög góða frönsku, og skoðaði sár hins særða með léttum,
liprum höndum — það var eins og þær snertu varla það, sem þær
komu við. I !■■*!'HF|
Maitre Berne bylti sér eirðarlaus til og frá og allt í einu, þegar
áhorfendur óraði sízt, settist hann upp og sagðl reiðilega:
— Fyrir guðs skuld, látið mig í friði! Ég hef aldrei verið veikur á
ævi minni, og hef ekki í hyggju að byrja á því í dag.
— En þú ert ekki veikur, þú ert bara særður, svaraði Angelique
þolinmóð. Hún lagði handlegginn varlega um axlir hans til að styðja
hann.
Læknirinn talaði á arabisku við Rescator. Hann sagði honum, að sár
mannsins væru ekki alvarleg, bótt sum þeirra væru djúp, bað eina,
sem þyrfti að hafa auga með, væri sverðshöggið, sem Berne hafði feng-
ið á höfuðið, en úr því særði maðurinn hefði fengið meðvitundina
aftur, var líklegast, að einu eftirköst höggsins yrðu þau, að hann yrði
fremur máttfarinn næstu daga.
Angelique þýddi þessar góðu fréttir fyrir Maitre Gabriel.
— Hann segir, að ef þú hafir hægt um þig, komist þú fljótlega á
fætur aftur. Kaupmaðurinn leit torti'yggnislega á hana.
—• Skilur þú arabisku, Dame Angelique?
— Raunar skilur Dame Angelique arabisku, svaraði Rescator. —
Vitið þér ekki, að á sinni tið var hún ein allra frægasta ambátt við
Miðjarðarhafið ?
Angelique fannst þessi útskýring út í hött og heldur óviðeigandi. En
hún lét sem ekkert væri, að þessu sinni, vegna þess að henni fannst
þetta svo kvikindislega sagt, að hún var ekki viss um að hún hefði
heyrt rétt.
Hún lagði sína eigin yfirhöfn yfir Maitre Gabriel, því það var ekkert
annað til að breiða ofan á hann.
— Læknirinn ætlar að senda þér lyf, svo þú finnir minna til og
getir sofnað.
Röddin var róleg, en hið innra ólgaði hún af reiði.
Rescator var mjög stór og gnæfði yfir bau öll, þar sem þau
stóðu umhverfis hann, í þrumu lostinni þögn. Þegar hann sneri svart-
leðursþöktu andliti sinu í áttina til þeirra, kipptust Húgenottarnir við.
Hann lét sem hann sæi ekki karlmennina, en lét augun hvarfla yfir
konurnar, sem skáru sig úr með höfuðbúnaðinum. — Svo tók hann af
sér fjaðurprýddan filthattinn, ofan af svartri satinhúfu, sem huldl
alveg höfuð hans, og hneigði sig djúpt fyrir þeim.
— Konur, leyfið mér að nota þetta tækifæri til að bjóða ykkur vel-
komnar um borð í skip mitt. Mér þykir sárt að geta ekki boðið yður
þægilegri híbýli, en því miður, ég átti ekki von á ykkur. Engu að
síður vona ég, að ykkur þyki þessi sjóferð ekki of óþægileg. Að svo
mæltu, konur, óska ég ykkur góðrar nætur.
Jafnvel Sara Manigault, sem var mjög vön úr samkvæmislífinu í
La Rochelle, gat ekki komið upp neinu orði til svars. Allar konurnar
voru eins og lamaðar af persónuleika þess manns, sem talaði við þær,
og af óvenjulegum hreimnum i röddinni, sem gerði allt, sem hann
sagði, að einkennilega ógnandi ertni. Þær horfðu á hann með einskon-
ar skelfingu, og þegar Rescator gekk burt, ásamt hinum furðulega,
gamla. arabiska lækni, rak eitt barnanna upp hræðsluóp, og kastaði
sér í fang móður sinnar.
Þegar Rescator var kominn til dyra, tók Abigail til máls og beitti til
þess öllu sinu hugrekki. Með annarlegri röddu sagði þessi feimna stúlka:
—- Þakka yður fyrir góðar óskir yðar, herra minn, og þakka yður
þó enn fremur fyrir að hafa bjai’gað lífum okkar í dag. Við munum ekki
gleyma þessum degi, og okkur mun heldur ekki gleymast að biessa
hann á hverju ári.
Rescator sneri sér við. Hann hafði þegar verið horfinn i skuggann,
en nú kom hann aftur í öllum sínum svai'ta framandleik. Hann gekk
yfir til Abigail, sem náfölnaði, virti hana fyrir sér eitt andartak, tók
síðan með annarri hendi um hökuna á henni og sneri andliti hennar I
ljósið með bliðlegri, en ákveðinni hreyfingu.
Hann brosti. í flöktandi skímunni af næstu lukt virti hann fyrir
sér þetta hreina, flæmska, madonnuandlit, með stórurn, ijósum og vin-
gjarnlegum augunum, sem nú voru opnari en nokkru sinni fyrr, af ein-
skærri undrun og óvissu. Að lokum sagði hann:
— Þið þessar fallegu stúlkur, eigið eftir að gera mikið til að bæta
kynstofninn í Vestur-Indíum, en ég er ekki viss um, kæra, fagra stúlka,
að nýi heimurinn kunni að meta þann tilfinningahita, sem þér færið
honum. En ég vona sannarlega að svo verði. En sofið nú vel og hafið
ekki áhyggjur af þessum særða manni.
Hann bandaði með hendinni ofurlitið fyrirlitlega í áttina til Maitre
Gabriels.
— ... Þér hafið mín orð fyrir því, að liann er ekki í neinni hættu,
og þið verðið ekki fyrir þeim harmi að missa hann.
Dyrnar, sem lágu að millidekkinu, höfðu þegar lokazt aftur og
héldu úti saltþefjandi nepjunni, og samt vissu þeir, sem með höfðu
fylgzt. varla hvaðan á þá stóð veðrið.
— Ef þið spyrjið mig, sagði úrsmiðurinn fýlulega, svara ég því til,
að þessi sjóræningi sé djöfullinn í eigin persónu.
Sér Beaucaire var háhneykslaður.
— Abigail, hvernig vogarðu þér að tala við hann? Þú ættir að vita
bað stúlka mín, að það getur verið mjög hættulegt að vekja eftirtekt
manns af hans tagi.
— Og athugasemdin, sem hann gerði um kynbætur á eyjunum ....
Hún var andstyggileg, sagði Mercelot, pappírskaupmaðurinn, og leit
á Bertille dóttur sína í þeirri von, að hún hefði ekki skilið ræðuna.
Kinnar Abigail voru skarlatsrauðar og hún þrýsti báðurn höndum
að þeim. Hún hafði löngum lifað siðsömu lífi, án þess að gera sér Ijósa
þá staðreynd, hve fögur hún var, og enginn karlmaður hafði nokkru
sinni vogað að haga sér svo frjálsmannlega við hana.
— Mér ...... fannst að við ættum að þakka honum, stamaði hún.
— Þót.t hann sé svona maður, hefur hann engu að síður hætt skipi
sínu, lífi sínu og lífi áhafnarinnar, okkar vegna.
Augu hennar hvörfluðu út í hinn dimma enda milliþilfarsins, þang-
að sem Rescator hafði horfið, og þar sem Maitre Berne lá. — En
hversvegna sagði hann þetta! Hversvegna sagði hann þetta!
Hún fól andlitið í höndum sér og tók að kjökra móðursýkislega.
Blind af tárum ruddist hún gegnum þvöguna, sem stóð umhverfis
hana. Hún var reikul i göngulagi og nú tók hún að gráta óhemjulega,
og hallaði sér upp að fallbyssukjafti úti i horni.
Þegar hinar konurnar sáu hina vanalegu rósemi Abigail bresta þann-
ig, bar þeirra eigin tregi þær ofurliði. Hingað til hafði þeim lánazt
að halda óhamingju sinni i skefjum. Þær höfðu orðið fyrir svo mörg-
um hræðilegum skakkaföllum meðan stóð á flóttanum og ferðinni um
borð i skipið, og eins og svo oft, þegar hættan er úti, þörfnuðust þær
ærlegs gráts til að jafna sig. Unga konan, esm átti von á barni, lamdi
höfðinu hvað eftir annað i þilið og sagði hvað eftir annað: — Eg
vil fara aftur til La Rochelle ..... Barnið mitt deyr hér .......
m. tbi. vikaN 23