Vikan


Vikan - 21.12.1967, Page 29

Vikan - 21.12.1967, Page 29
ÁlfabrúSan Framhald af bls. 13 — Orgaskjóða, sagði Josie, sem kom hjólandi til baka, og þó flutu tórin yfir hvarmana. Það var um þessi jól, sem Elísabeth só álfa- brúðuna f fyrsta sinn. Hún hafði auðvitað séð hana, en ekki svona vel. A hverjum jólum var tréð fullt af alls konar dásemdum, glingri og grýlukertum úr gleri, kúlum í öll- um litum, sem voru eins og gim- steinar, þar var líka lúður úr gylltu gleri og glerbjöllur, rauðar og silf- urlitar. Hafið þið nokkurn tíma heyrt hljóminn í glerbjöllu? Kólfur- inn gefur frá sér eins konar ting, tæran og Ijúfan hljóm. Þar voru líka silfraðar hnetur og könglar, netsokkar fullir af silfur- og gullpeningum, en þeir voru úr súkkulaði, alla vega lit blóm, sem voru brjóstsykur. Svo voru líka knöll, mislit Ijós og kerti. Þegar bú- ið var að kveikja Ijósin, þá glitr- uðu þau í daggardropunum á enni álfabrúðunnar, tindruðu þegar ein- hver gekk eftir gólfinu eða snerti tréð, og töfrasprotinn hreyfðist, ósköp hægt, í hendi hennar. — Hún er lifandi, hrópaði Elísa- beth. — Þú ert flón, sagði Christabel. — Það er nú meira hvað þú ert mikill kjáni. Bang! — Brjóstsykurpoki datt af trénu og lenti á höfði Christabel . . . Álfabrúðan horfði beint fram, en töfrasprotinn hreyfðist, ósköp hægt. Á heimili barnanna stóð stór sedrusviðarkista á loftskörinni. [ henni voru geymd teppi og fatnað- ur, sem sjaldan var notaður. Jóla- trésskrautið var Ifka látið í kistuna, þegar kertin voru brunnin út, allt sælgætið etið og búið að sprengja öll knöllin. Síðast var álfabrúðan sett í kassa vandlega vafin inn í bómull og bréf og látin efst. Þegar búið var að loka kistunni, hafði hún mikilvægu hlutverki að gegna, allt árið. Mamma lét börn- in sitja á kistunni í hegningarskyni, ef þau voru óþæg. Á næstu jólum var Elísabeth fimm ára. — Þú mátt hjálpa til við að skreyta jólatréð, sagði mamma, og rétti henni nokkur knöll. — Settu þau á neðstu greinarnar, það er þægilegt að ná til þeirra þar. Knöllin voru silfurlit með silfur- kögri, þau voru svo falleg að Elísa- beth fannst synd að sprengja þau, hún gat ekki hugsað sér að sprengja þau, hún gat ekki hugsað sér að sjá þau rifin f tætlur, svo hún stakk þeim niður í mosann und- ir trénu. — Hvað ertu að gera, hrópaði Godfrey. Hann lá á gólfinu og var að setja verðmætt, fjólublátt frí- merki inn í safnið sitt. Hann stökk á fætur og tók knöllin upp úr felu- staðnum. — Þú ert hrædd við hvellinn, þess vegna faldirðu þau. Elísabeth fór að stama. — Ég-g — é. . . . En hann hoppaði f kringum hana og hrópaði: — Heigull, raggeit, skræfal Vindgustur kom undan hurðinni og feykti fjólubláa frímerkinu beint inn í arininn. Álfabrúðan horfði beint fram, en töfrasprotinn bærð- ist ósköp hægt í hendi hennar. Elísabeth var oft óþekk þetta ár- ið, það var eins og hún gæti ekki gert að þvf. Hún sat þvf oft á kist- unni. Þegar hún sat þar, varð henni oft hugsað til kassans undir kistu- lokinu, þar sem álfabrúðan var geymd. Þá var hún ekki eins ein og yfirgefin. Jólin þar á eftir, þegar hún var sex ára, fékk hún að festa kúlurn- ar á tréð, en mátti ekki snerta lúð- urinn eða bjöllurnar. — En ég gæti kveikt á kertunum, er það ekki? spurði Elísabeth. Josie var að blása upp blöðru, það var græn blaðra, sem hún hafði keypt fyrir sína eigin pen- inga. Nú tók Josie blöðruna út úr sér og hélt varlega um opið með vfsifingri og þumalfingri. — Kveikja á kertunum! sagði hún. — Ertu frá þér, þú ert allt of ung til þess. Bang! þar fór blaðran. Álfabrúðan horfði beint fram, en Elísabeth sá greinilega, að töfra- sprotinn bærðist í hendi hennar. Á jóladag var fallegt, Ijósblátt tvíhjól undir trénu og það stóð „Elísabeth" á miðanum. — Þar varstu heppin, elskan, sagði mamma. Þríhjólið var gefið til barnahæl- is, Elísabeth mundi aldrei heyra ískrið í því framar. Hún tók nýja hjólið og leiddi það varlega út á götuna. — En heppin, sögðu allir sem hún mætti. Elísabeth hringdi bjöllunni einu sinni eða tvisvar, svo steig hún á pedalann, en hætti við og leiddi hjólið heim aftur. Þetta ár var Elísabeth óþekkari en nokkru sinni fyrr, og það var eins og hún ætti æ erfiðara með að hlýða. Hún hellti mjólk yfir sunnudags- blöðin, áður en pabbi hennar var búinn að lesa þau, hún braut fal- legustu postulínsskálina hennar ömmu sinnar, og fyrir einhver voða- leg mistök, ruglaði hún litunum f litakassa sem Christabel átti. — Þú ert kærulaust fífl, sagði Christabel, — ég var búin að banna þér að snerta litina! Ef mamma hennar sendi hana út f búð, þá gleymdi hún alltaf helm- ingnum af því sem hún átti að kaupa, svo Godfrey varð að fara eftir því. — Þú ert alger asni, sagði Godfrey, reiðilega. Þegar systurnar fóru í dansskóla, týndi hún strætisvagnsmiðanum svo Josie varð að fara með henni heim aftur. — Ég skal muna þér þetta, meðan ég lifi, sagði Josie. Þetta varð verra og verra. — Á hverjum morgni, þegar börnin áttu að fara í skólann, sagði Christa- bel: — Elísabeth, þú hefur ekki burstað tennurnar, og hin urðu að bíða meðan Elísabeth burstaði tenn- urnar. Svo skömmuðu þau hana alla leiðina í skólann. Ekki tók betra við í skólanum. Það var eins og hún yrði heimskari með hverjum degi. Hún gat ekki lært margföld- unartöfluna, sérstaklega ekki sjö sinnum töfluna,- hún gat ekki fylgzt með í lestri, og þegar hún átti að sauma, var handavinnan öll útötuð í blóði eftir nálarstungur. Hin börn- in hlógu að henni. — O, Elísabeth, hversvegna ertu svona heimsk og klaufaleg, sagði fröken Trupp, kennslukona. Það kom oft fyrir þetta ár, að Elfsabeth renndi sér bak við kist- una, og lá þar á gólfinu, þótt það væri rykugt. — Ég vildi að það væru komin jól, hvfslaði hún að álfabrúð- unni, undir lokinu. En svo mundi hún allt f einu eftir einu, hún gat ekki lært að hjóla á tvfhjólinu. — Ég vildi að það væru aldrei jól, sagði hún þá. Pabbi hennar reyndi að kenna henni á hjólið, mamma hennar sagði henni til eftir beztu getu, og Christabel var alltaf að rífast f henni, hún lét hana aldrei í friði. — Stígðu pedalana, stígðu, stígðu! en fótleggir Elísabeth voru svo stutt- ir, hún náði ekki niður. — Horfðu á mig, sagði Godfrey, — þá detturðu ekki. En Elísabeth datt. — Stígðu hraðar, sagði Josie, en ekkert dugði. Hún reyndi fram í júnf. í júlí og ágúst fór fjölskyldan niður að ströndinni, og þá fékk hún svolitla hvíld. í september, október og nóvember reyndi hún, eftir megni, en í desember var hún engu nær. Christabel sagði: — Og þú ert orðin sjö ára. — Hún er Ifkari því að vera sjö mánaða, sagði Godfrey. — Hún verður alltaf smábarn, sagði Josie. Langamma barnanna ætlaði að koma til þeirra um þessi jól. Þau höfðu aldrei séð hana, því að hún hafði búið í Kanada. — Hvar er Kanada? spurði Elísa- beth? — Þegiðu, sagði Christabel. Langamma var amma mömmu. — Hún er mjög gömul, sagði mamma. — Hve gömul, spurði Elisabeth. — Uss, sagði Godfrey. Börnin áttu að koma henni á óvart, þegar þau heilsuðu henni. Þau áttu að syngja jólasöng þegar þau kæmu inn f stofuna og svo áttu þau líka að færa henni körfu, fulla af rósum, en það var ekki Frískleg ogilmandi FRESH YOU svitaeyðir heldur yður frísklegri allan 'daginn. FRESH YOU drepur allar þær bakteríur í húðinni, sem valda svitalykt, og heldur yður frísklegri og ilmandi langtimum saman. FRESH YOU cr til í „aerosol", eða sem „roll-on“ allan daginn! méd FRESH YOU L AÍilllllTJI Sfmi 23215 'I m. tw. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.