Vikan


Vikan - 28.12.1967, Blaðsíða 26

Vikan - 28.12.1967, Blaðsíða 26
Skoðanir um norræna sam- vinnu þykja harla skiptar. Sumir álíta liana lítils eða einskis virði, og gætir þá iðu- lega ímyndaðra eða raun- verulegra sérhagsmuna heimtufrekra einstaklinga eða fyrirtækja. Hinir munu þó sýnu fleiri, sem meta ár- angur norrænnar samvinnu eftir málefnum og telja far- sælla að efla hana með skipu- legri þróun en vanþakka það, sem áunnizt hefur. Mér lízt seinni kosturinn óumdeilan- legur, ef fjallað er um þetta málefni af sanngirni og fram- sýni. Forustumenn Norðurlanda- þjóðanna eiga þakkir skilið fyrir margþætt samstarf þess- ara ríkja. Það sætir sjaldan stórtíðindum um einstök at- riði, en smátt gerir stórt, og sá er tilgangurinn í þessu efni. Mér koma i hug norræn námsmannaskipti. Þau láta ekki' mikið yfir sér í fljótu bragði, en eru ótvírætt fagn- aðarefni. Með þeim takast persónuleg kynni, sem reyn- ast sízt ómerkari en fræðsla og þekking, sem mælist í 26 VIKAN 52- tbl' námsstundum og prófum. Slík dæmi norrænnar sam- vinnu eru mörg, og væri ástæða að rekja þau oftar en tíðkast, svo að heildar- mynd fáist. Eigi að síður ber að auka hana nýjum þáttum í framtíðinni og renna jafn- framt undir hana meginstoð- um. Mig langar að kveðja hljóðs hugmynd um þvílíkt framtak, sem af yrði heilla- rík saga. Hver um sig eru Norður- landaþjóðirnar smáríki. Sam- anlagður íbúafjöldi þeirra er hins vegar röskar tuttugu milljónir, en sá mannafli mun drjúgur til viðmiðunar höfða- tölu svokallaðra stórvelda. Þess vegna munar um áhrif Norðurlandaþjóðanna xit á við, ef þau leggja saman. Þeim styrk ættu þau að beina að sameiginlegum verkefnum heima fyrir öðru hvoru og ætla sér þá mikinn hlut. á veraldarvísu. Það er á valdi þeirra, ef hugkvæmni og skilningur kemur til. Þau eru samkeppnisfær á heims- mælikvarða og eigi sízt. í vís- indum, listum og menningar- málum. Hugmyndin, sem hér skal rakin, telst einmitt af því tæi. Hún er sú, að efnt verði til háskóla og sjúkrahúss allra N or ðurlandanna. TiIIaga um norrænan há- skóla þarfnast víst ekki langrar greinargerðar. Sú stofnun gæti orðið Norður- löndunum ómetanleg og auk- ið mjög orðstír þeirra út á við. Norrænir vísindamenn skara fram úr á ýmsum svið- um. Starfsskilyrði þeirra yrðu þó ólíkt betri, ef norrænn há- skóli gæfi þeim kost þess að kenna og stunda sérfræði sín. Hann gæti orðið á borð við frægustu rannsóknastofn- anir og menntasetur fjöl- mennra og auðugra stórvelda í hvers lconar fræðum, en helgað sig einkum þeim efn- um, sem tengd eru Norður- löndunum fyrr og nú og framvegis. Samstarf nor- rænna vísindamanna yrði jjannig nánara að kynnum og skipulagi og árangursrík- ara öllum hlutaðeigendum. Virðist naumast áhorfsmál, að Norðurlandaráð eigi frum- kvæði að úndirbúningi og 4» HELGI SÆMUNDSSON SKRIFAR

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.