Vikan


Vikan - 28.12.1967, Blaðsíða 4

Vikan - 28.12.1967, Blaðsíða 4
DANSKAR 0 G NORSKAR HARÐVIDARHURÐIR í ÚRVALS GÆÐAFLOKKI Ú T I H U R Ð I R VerS frá kr. 2.400.00. Bílskúrshurðir með iárnum, læsingu og karmi. VerS: Harðvið, kr. 11.900,00. Verð: Furu, frá kr. 7.900,00. Innihurðir úr harðvið með karmi lömum og læsingu. Verð: Frá kr. 2.900.00. FÁST í: EIK, TEK, MAHOGNI. * 4 >F 4 4- 4- 4- 4- 4- 4- 4- 4- 4- 4- 4- 4- 4- 4- 4- 4- 4- 4- 4- 4 4- 4- 4- 4- 4- 5- 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Tlánargötu 12 - sími 19669 SJÓNVARP OG HEIMAVINNA. Kæra Vika! Þú hikar aldrei við að taka til meðferðar í Póstinum þínum hin flóknustu vandamál lesenda þinna og leysa þau af mikitli snilld. Þess vegna datt mér í hug að leggja fyrir þig vandamál, sem er á góðri leið með að sprengja mitt áður friðsæla heim- ili í lofl upp. Þannig er mál með vexti: Við hjónin keyptum okk- ur sjónvarpstæki eins og svo margir hafa gert. Konan mín var ekki lengur samræðuhæf í saumaklúbbnum. Þar var ekki talað um annað en þetta og hitt sem hafði verið í sjónvarpin: Hvað sumt hafði verið hræðilegt, en annað agalega smart. Hún heimtaði sjónvarp til þess að geta tekið þátt í samræðunum, og því miður lét ég það eftir henni. Ég lifði ekki af kaupinu mínu, eins og raunar flestir fs- lendingar, og verð því að vinna aukavinnu heima nær öll kvöld. sérstaklega eftir að ráðizt var í þessi déskotans sjónvarpskaup. Núnú: Sjónvarpið hefur eyðilagt heimilisfriðinn. Krakkarnir neita að fara í rúmið og horfa grút- syfjuð og stjörf á þennan Dýrling og þennan Harðjaxl eða hvað þessi óhroði heitir nú atlur. íbúð- in okkar er lítil. Ég hef ekkert sérherbergi, og er vanur að vinna aukavinnu mína í stofunni á kvöldin. Það er alveg af og frá að ég geti það nú. Hávaðinn af sjónvarpinu ætlar mig alveg að æra. Kæra Vika! Leystu nú þennan vanda, ef þú getur. Ég mun launa þér þann greiða seinna, ef ég fæ tækifæri til. Og að lokum, fyrst pappírinn er ekki þrotinn enn: Hverslags líf er það eigin- lega að sitja og horfa á bíó á hverju einasta kvöldi? N.N. Það má leysa þetta mál á afar einfaldan hátt: Þú hættir að vinna þessa aukavinnu þína á kvöldin. Þú ert neyddur til þess, þar sem ekkert næði er lengur til þess á heimilinu. Þú situr bara eins og hinir nelgdur við tækið á hverju kvöldi. Það er engin neyð fyrir þig: Það er hara gaman að mörgum þessum þáttum í sjónvarpinu, sérstaklega inniendu framleiðslunni. Sjón- varpstækið hefur væntanlcga verið keypt með afborgunarskil- málum. Þú færð rukkun í póst- inum um næstu mánaðamót, en lætur hana eiga sig. Það er sjálf- gert. Þú færð að hafa sjónvarpið í nokkurn tíma, en þá verður það tekið af þér vegna vanskila. Ef konan þín rekur upp rama- kvein, leggurðu spilin á borðið fyrir hana: heimavinna og sjón- varp geta ekki farið saman í lít- illi íbúð. Og án heimavinnu: ekk- ert sjónvarp! DRAUMUR UM AFSKORIN BLÓM. Kæri Póstur! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi aðfaranótt 3- desember. Ég sá um daginn, að þið réðuð draum fyrir konu og þá gerið þið það Hka fyrir mig. Ég les Vikuna alltaf og sel hana líka. Draumurinn er þannig: Mér fannst ég ætla að taka karlmann í fæði og húsnæði um tíma. Fyrsta kvöldið háttar hann í stof- unni, en ég í svefnherberginu við hliðina. Þá finnst mér ég heyra, að það séu fleiri en einn karlmað- ur 1 stofunni. Ég fer og athuga málið. Þeir eru þá orðnir þrír. Tveir sofa í flatsæng á gólfinu, en sá sem ég ætlaði að lofa að vera, í sófanum. Ég hugsaði með mér, að það sé gott, að þeir hafi haft með sér sængurfatnað- Síðan dreymir mig, að einn morguninn, þegar ég kem fram í eldhús og ætla að laga kaffi handa þeim, séu þeir búnir að klippa ofan af blómunum mín- um í stofunni og leggja þau á gólfið í eldhúsinu, hverja tegund út af fyrir sig. Ég skil ekkert í þeim að gera þetta. Ég hugsa sem svo, að þeim hafi ekki fundizt þau falleg og mér finnst, að þeir hafi gert þetta í góðum tilgangi. Ég fer og spyr þá, hvers vegna þeir hafi gert þetta. Einn þeirra svarar á þá leið, að það eigi ein- mitt að klippa blóm á þessum árstíma. Þá verði þau svo falleg með vorinu. Eftir þetta finnst mér þeir hljóti að vera garðyrkju- menn, og það segjast þeir ein- mitt vera. Ég spyr þá, hvort þeir séu frá Hveragerði og þeir játa því. Þá spyr ég þá, hvort þeir þekki Jónas S- Jónsson, garð- yrkjumann. Jú, þeir segjast þekkja hann og segja, að hann 4 VIKAN 52- tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.