Vikan - 28.12.1967, Blaðsíða 27
framkvæmd þess, að norrænn
háskóli verði stofnaður og
starfræktur.
Hugsum okkur, að snjöll-
ustu frömuðir Norðurlanda í
vísindum og fræðum á þess-
ari öld liefðu starfað saman
í menntstofnun sem þeirri, er
hér um ræðir. Hún væri löngu
fræg um heimsbyggðina,
undrunarefni mannkynsins og
veraldarinnar. Henni hefðu
staðið til boða afburðamenn
eins og Niels Bohr, Hjalmar
Branting, Johannes Fibiger,
Niels R. Finsen, Dag Hamm-
arskjöld, Fridtjof Nansen,
Nathan Söderblom og Arturi
Ilmari Virtanen, svo að ég
nefni í stafrófsröð sérinennt-
aða norræna nóbelsverð-
launahafa, sem rifjast upp
fyrir mér í svipinn, aðra en
skáld og rithöfunda, og er þó
sú tiltínsla ósköp handahófs-
kennd og hæpin. Norrænn
háskóli ætti um að velja fjöl-
marga snillinga vísinda og
mennta á okkar dögum. Hann
væri einstakt fræðamusteri
og menntasetur og þjóðum
sínum dýrlegur sómi.
Norrænir stúdentar leita
framhaldsmenntunar við há-
skóla víða um lönd til að
verða sér úti um eftirsóknar-
verðustu þekkingu nútímans.
Hún gæfist heima á Norður-
löndum, ef hugmynd þessi
væri orðin veruleiki. Jafn-
framt myndi leita til Iiáskóla
Norðurlanda blómi æsku-
manna og vaxtarbroddur
annarra ríkja, er leggja vildi
stund á þau fræði, sem þar
væru kennd með beztum ár-
angri. Norðurlandaþjóðirn-
ar gætu ekki lagt heimsmenn-
ingunni annan skerf meiri eða
betri. Það hlutskipti myndi
mun veglegra en ætla að
Hkna þeim, sem við harðrétti
búa i fjarlægum álfum: fá-
tækt, vanþekkingu, sjúk-
dóma, kúgun og ótta. Skylda -
okkar er að koma til liðs við
bágstadda svo, að um muni
og til þróunar leiði. Slíkt
framtak er sýnu áhrifaríkara
en barnalegur hégómaskapur,
sem engan vanda leysir, en
friðar kannski samvizkuna
með tilburðum eins og þeim
að stinga mola upp í svang-
an risa. Auk þess væri ekkert
mikilvægara háskólum Dan-
merkur, Finnlands, Færeyja,
Islands, Noregs og Svíþjóð-
ar en sameiginleg norræn
menntastofnun, sem afbragð
teldist. Viðmiðun hennar
yrði ómetanleg. Eg spái því,
að hún þætti marka tímamót
í norrænni sögu.
Norðurlandaþjóðirnar kall-
synleg vinnuskilyrði og ótví-
ræður menntaframi heima á
Norðurlöndum. Það er raun-
ar bærileg tilhugsun, en hitt
samt fremur við hæfi, að
Norðurlöndin hlutist til um
íorustu og þróun með djörfu,
skipulögðu framtaki.
Engum dettur í hug, að
N orðurla ndaþj óðirnar get i
ráðið úrslitum, ef til styrjald-
ar dregur með stórveldum
heimsins. Þær væru dvergar
í þeim risaleik og myndu eng-
an veginn forða tortímingu.
Hins vegar gætu þær háð far-
sæla baráttu í stríði við
sjúkdónia, bjargað mannslíf-
um og lyft einstaklingsfram-
taki í æðra veldi samhjálpar.
Það ævintýri er fegurst og
göfugast á sviði læknavís-
ast bjargálna hver um sig, en
sameiginlega ráða þær yfir
ærnum auði. Hann felst þó
ekki í fjármunum heldur
menningu, fræðum, listum
og vísindum. I þeim efnum
geta Norðurlönd keppt við
sérhvert stórveldi heimsins,
ef þau leggja saman. Og þá
er þeim auðið þeirrar forustu,
sem orðið gæti öllum heimin-
um gæfa. Það á að vera
skerfur Norðurlanda mann-
kyninu til handa.
Hugmyndin að norrænu
sjúkrahúsi er sams konar. Sú
stofnun myndi sanna, að
Norðurlandaþjóðirnar eru til
forustu hæfar í heilbrigðis-
málum og sigursællar sóknar
í baráttu við margvíslega
sjúkdóma. Nú gætir í því efni
kyrrstöðu á Norðurlöndum
bæði á sviði rannsókna og
lækninga, þrátt fyrir almenna
sjúkrahjálp, sem er til fyrir-
myndar. Ágætustu norrænir
læknar munu I framtíðinni
starfa í rannsóknarstofnun-
um og sjúkrahúsum stórveld-
anna, nema þeim veitist nauð-
indanna. En tilhugsunin næg-
ir ekki. Draumurinn þarf að
verða að veruleika.
Hvergi í heimi eru manns-
lífin meira metin en á Norð-
urlöndum. Þeim unaðslega
árangri mannrænnar hugsun-
ar ber að íylgja eftir með stór-
felldu átaki í baráttunni við
sjúkdómana. Norrænt sjúkra-
hús, er fullnægði öllum
ströngustu kröfum nútím-
ans og framtíðarinnar, yrði
musteri þeirrar viðleitni. Það
gæfi Norðurlandaþjóðunum
tækifæri ódauðlegrar viður-
kenningar.
Ég er í hópi þeirra Norð-
urlandabúa, sem fengið hafa
lækningu í Bandaríkjunum.
Vandi minn var að leita uppi
lækni, sem gæti bætt mein
mín. Ég fann hann á síðustu
stundu. Norrænir læknar
gátu ráðlagt mér leitina, en
ekki framkvæmt uppskurð-
inn, sem bjargaði lífi mínu og
gerði mig heilan heilsu. Víst.
varð mér undrunarefni, að
norræn læknavísindi hrukku
Framhald á bls. 44.
52. tM. VIKAN 27