Vikan - 28.12.1967, Blaðsíða 40
inn varð að blýgrórri móðu.
Aino svaf, vært eins og lítið barn.
Eldurinn var næstum slokknaður, og
Tom grillti varla í Aino, þar sem
hann lct. Það var ekki vel gott.
Hann varð að s|ó til þess sem hann
þurfti að gera. En sprekin voru öll
búin. Hann þorði ekki að yfirgefa
hellinn til að ná í meiri sprek, þess
utan vildi hann Ijúka þessu af sem
fyrst. Hann ætlaði ekki að sofna fyrr
en hann var orðinn einn um hituna.
Hann rýndi inn í myrkrið, til að
geta séð Aino, en þá kom hann
auga á eitthvað annað, sem var
eiginlega sjálflýsandi og stóð út
undan skyrtu Ainos.
Þetta var rekaviðarbúturinn, sem
hafði komið Aino í allt þetta upp-
nám, og orðið til þess að hann
sleppti sér og barði þennan vesa-
ling. Stóri Tom mundi eftir því
hvernig Aino hafði kropið í lotningu
fyrir framan þennan viðarbút og
kysst hann, sem væri þetta heilagt
tákn. Bjálfinn sá arna hlaut að hafa
falið þetta undir skyrtu sinni allan
daginn.
Þetta var raunar alveg stórkost-
legt. Aino ímyndaði sér að þetta
væri töfraspýta, já jafnvel einhver
guð. Nú skildi hann láta guðinn
lýsa honum leiðina til himna.
Stóri Tom var kattliðugur. Hann
rétti fram hendurnar, yfir lokið á
kassanum, smeygði þeim svo niður
á horað fuglabrjóst Ainos, og hrifs-
aði til sín spýtuna. Hann glotti þeg-
ar hann kastaði henni yfir glóðina.
Hann sá að það fór að rjúka úr
spýtunni. Svo leiftraði lítill eld-
bjarmi.
Fyrir utan var sjórinn að flæða
að og öldurnar urðu háværari. Stóri
Tom heyrði að Aino hreyfði sig og
rumskaði. Hann sneri sér við og
undirbjó árásina. Hendur Ainos
fálmuðu eftir spýtunni. Þegar hann
opnaði augun kastaði Stóri Tom
sér yfir hann.
Sterkir fingurnir læstu sig um
háls Ainos. Þumalfingurnir klemmdu
fast. Bara að Aino vildi nú veita
einhverja mótspyrnu, þó ekki væri
nema að hreyfa sig, en hann lá
grafkyrr. Þrýstingurinn að hálsin-
um galopnaði augu hans, svo það
var eins og hann væri að stara á
eitthvað að baki Toms, eitthvað
sem hann hræddist.
Stóri Tom fann með sér freist-
ingu til að líta við, en hann varð
að halda sér við efnið. Hann herti
á takinu. Svo siaknaði allt í einu
á fingrum hans, og hann rak upp
hrollvekjandi öskur, sem yfirgnæfði
allan hávaðann í briminu. Reykur-
inn frá eldinum fyrir aftan hann
umlauk hann alveg. Hann sá ekk-
ert, en reykurinn vafðist um háls
hans, eins og armar á risakolkrabba
og ætluðu alveg að kæfa hann.
Hann öskraði og reyndi að koma
sér undan, en. hann féll yfir eldinn,
sem óðar læsti sig í föt hans og
líkama ....
Það var ekki mikið sem eftir var
af Stóra Tom, aðeins nokkur brunn-
in bein, þegar eldurinn var búinn
að leika um hann. Aino horfði lengi
á þetta, alvarlegur á svip, svo gekk
hann að hrúgunni og náði í viðar-
bútinn, sem kom jafn hvítur og
hreinn í öskunni. Aino strauk hann
og gældi við hann. Svo hneigði
hann sig vandlega og stakk spýt-
unni aftur undir skyrtu sína, og
andlitið Ijómaði í auðmjúku stolti.
Já, svo var það kassinn. Hann
sparkaði lokinu upp með fætinum.
Dauft bros lék um varir hans þeg-
ar hann horfði á dauðan köttinn
og steinana. Að öllum líkindum
hafði einhver hugmyndarikur dreng-
ur sett dauðan köttinn sinn í þenn-
an kassa og sökkt honum í freyð-
andi hafið. Hann gekk rösklega eft-
ir auðri ströndinni. Það var eðli
hans að vera undirgefinn, og nú
hafði hann fengið nýjan húsbónda.
★
Flóttinn frá
Ungverjalandi
Framhald af bls. 29
mér líka að þú mundir eftir ham-
ingjudögum okkar.
Martha passaði vel upp á það
að breyta í engu út af daglegum
lifnaðarháttum. Hún bjó hjá for-
eldrum sínum, og þegar hún tal-
aði um hjónaband sitt, talaði hún
eins og það væri einfaldlega lið-
inn tími. Bréfin las hún, þegar
aðrir sáu til með uppgjafarsvip,
en var í raun og veru spennt og
æst.
— Svo fékk ég bréf frá þessum
óþekkta manni, Thore Jonsson,
einn daginn. Hann sagðist koma
til Budapest innan skamms, og
að hann langaði til að hitta mig.
Ég skildi hvað átt var við og
skrifaði um hæl, að hann væri
velkominn. Svo kom mynd, af
sterklegu, góðlegu andliti, sem ég
fékk strax traust á. — Ég vona
að þú þekkir mig aftur, sagði
hann. — Ég hef kannski breytzt
eitthvað á síðustu árum. Ég skrif-
aði til baka: — Þú ert alveg eins
og þú varst, ég hlakka til að sjá
þig aftur!
Um sama leyti fór Andor að
tala um skilnað að fullu og öllu,
í bréfum sínum. Hann sagði að
þau yrðu að fá þetta í lag, sem
allra fljótast. Martha skildi þetta
vel, þau urðu að fá löglegan
skilnað, ef þau áttu að geta hitzt
aftur. Yfirvöldin í Ungverja-
landi urðu að vera fullviss um
að þau væru skilin að lögum.
Martha fengi aldrei brottfarar-
Ieyfi, ef þau grunaði að eitthvað
samband væri á milli þeirra.
Hún vissi ekki hvernig flóttinn
yrði framkvæmdur, en hún skildi
að þessi Thore Jonsson átti að
koma því í kring, á einn eða
annan hátt. Hann ætlaði að koma
í maí 1966, og mörgum mánuð-
um áður fór hún að reyna að
læra svolítið í sænsku.
Henni skildist líka að þau ættu
að láta sem þau væru ástfangin
hvort af öðru, þegar hann kæmi.
— Var maðurinn yðar ekki
hræddur um að það gæti orðið
alvara? Að þér yrðuð áslfangin
í Thore? Voruð þér sjálf ekki
hrædd um að slíkt gæti komið
fyrir, þar sem þér voruð búin
að vera svo lengi ein?
— Það er aðeins einn maður,
sem kemur til greina hjá mér,
segir Martha Rosmanith og bros-
ir. —- Andor þurfti aldrei að
vera hræddur um það. Ég er
ekki eins hrifnæm og hann, seg-
ir hún og brosir stríðnislega til
mannsins. — Nei, það eina sem
ég var hrædd um var, að flótt-
inn misheppnaðist!
Svo kom Thore Jonsson og
hún tók á móti honum á flug-
vellinum.
—- f fimm vikur gengum við
um göturnar í Budapest, arm í
arm, hvenær sem ég gat komið
því við. Það var um fram allt
nauðsynlegt, að sem flestir vissu
um samband okkar. Hann sagði
að við yrðum að giftast, og ég
skildi að það var nauðsynlegt, til
þess að ég kæmist úr landi.
Martha Rosmanith og Thore
Jonsson voru gefin saman í
hjónaband 23. október 1966, og
fjölskylda hennar og vinir ósk-
uðu henni innilega til hamingju.
Þáð vissi enginn nema Bandi
hvað að baki lá.
— Við fundum upp þær furðu-
legustu kúnstir, til að mamma og
pabbi kæmust ekki að neinu, seg-
ir Martha og hlær. — Fyrst kom
Thore með mér inn í mitt her-
bergi, svo þegar allir voru sofn-
aðir læddist hann inn til Bandi
og svaf þar, læddist svo sömu
leið til baka á morgnana.... Við
skemmtum okkur oft konung-
lega yfir þessu.
Svo leið hálft ár. Thore fór
heim til Svíþjóðar, en Martha
beið eftir því að skriffinnskuvél-
in færi í gang. Hún sótti um
fararleyfi til að heimsækja eig-
inmann sinn í Svíþjóð, en fékk
ekki leyfið fyrr en í maí þetta
ár.
Þá fór ég fyrir alvöru að verða
taugaveikluð, segir hún. Við
Bandi komum með flugvél til
Kaupmannahafnar, en Andor
var þar ekki. En það var Thore
aftur á móti. Hvað hafði skeð?
Hvar var Andor?
Hún lítur á manninn og brosir
lítið eitt.
— Þá sagði Thore mér að þú
hefðir ekki þorað að hætta á
það að koma til Kaupmanna-
hafnar. Þeim hafði komið sam-
an um það, að við yrðum að
leika hlutverk okkar til enda,
þangað til við kæmum til Sví-
þjóðar. Við Thore flugum svo til
Jönköbing, og þar varst þú á
flugstöðinni.... Hún fór að
hlæja. — Og þú sagðir mér að
þú hefðir orðið að trúlofa þig
sænskri stúlku, svo enginn
renndi grun í þessar glæfralegu
áætlanir. ...
— Við gerðum allt hugsanlegt
40 VIKAN
52. tbl.