Vikan - 28.12.1967, Blaðsíða 41
p
til að þetta heppnaðist, segir
Andor. — En gleymdu ekki að
þú gekkst lengra, þú giftist öðr-
um manni!
— Já, sagði Martha og brosti.
— Hvað skeði svo?
— Thore hvarf á hæverskan
hátt, en við fórum á hótel, segir
Martha glaðlega. — Það var ef
til vill hjúskaparbrot í tagaleg-
um skilningi, en ég held ekki
að neinn sem veit allar ástæð-
ur sjái neitt syndsamlegt við
það. Ég er ótrúlega hamingju-
söm, og ég vona aðeins að allt
gangi vel úr þessu. Ég vil gera
allt sem ég get, til þess að And-
or geti verið hamingjusamur. —
Ég hlakka til að taka til hönd-
um hér í íbúðinni, það er sann-
arlega þörf á því. Hún festir
augun á blómum sem standa í
sultukrukku.
Svo tekur Andor fram í.
— Ég vona að þér takið ekki
þessar fjölkvænisyfirlýsingar
mínar alvarlega, segir hann. —
Þegar ég hugsaði þannig var það
þessi tilgangslausa barátta fyrir
frelsi, sem var að kæfa mig. Það
trúir því enginn, nema sá sem
sér það með eigin augum, hve
ömurleg þau lífskjör eru, sem al-
menningur býr við í Ungverja-
landi. Maður kemst ekki þver-
fóta. Það er vita tilgangslaust að
reyna að eignast eitthvað eða
gera eitthvað. Og ef maður finn-
ur að stjórn landsins, gengur
það út yfir fjölskyldur manns og
ættmenni. Ég sé þetta í ennþá
skírara ljósi, eftir að ég losnaði
úr prísundinni. Ég vonast til, að
við getum öll orðið hamingju-
söm hérna, við hefðum aldrei
getað gleymt hvort öðru.
Nú lá beint við að spyrja
hvort Martha og Andor ætluðu
að gifta sig aftur, þegar hægt
væri.
Þau segjast ekki ætla að gera
það að svo stöddu, fyrst ætla
þau að búa saman um hríð.
—- En við höldum að það sé
ekki vafi á því að það gangi
vel, segir hann.
Þetta er eiginlega endirinn á
þessu furðulega ævintýri úr
raunveruleikanum, tíminn leiðir
í Ijós hvort þau verða ánægð í
nýja landinu.
Thore Jonsson var trúlofaður
Ingrid Backström, þegar hann
gekkst inn á að hjálpa Andor.
En nú verður hann að bíða þang-
að til hann fær löglegan skilnað
frá Mörthu, til að geta kvænzt
kærustunni. ... tftr
Krakkarnir þurfa að ..
Framhald af bls. 10.
— Þú Hefur verið of ungur til að
lenda í herþjónustu?
— Jó, en það munaði litlu. Ég
var kallaður inn skömmu fyrir lok-
in og settur í heraefingar, þótt ég
væri aðeins fimmtán ára og þar að
Höggdeyfar í ameríska bíla: í evrópska bíla:
BUICK COMMER
CHEVROLET I FÍAT
CHEVROLET II FORD enskir
CHRYSLER FORD þýzkir
DODGE HILLMAN
FORD MERCEDES BENZ
FAIRLANE OPEL
FALCON RENAULT
MERCURY SAAB
PLYMOUTH SIMCA VATNSLÁSAR f
PONTIAC SINGER MARGAR GERÐIR
RAMBLER VAUXHALL
JEEP-WILLYS VOLVO LOFTNETSSTENGUR
VOLKSWAGEN í MIKLU ÚRVALI
Al I T A SAMA STflf)
EGILL VILHJALMSSON HF.
LAUGAVEGI 118 - SÍMI 2 22-40
auki ósköp lítill og dúkkulegur eft-
ir aldri. En sem betur fór kom ekki
til þess að ég þyrfti að taka þátt
í manndrápunum.
— Var barizt um Graz?
— Það var ekki barizt í borginni
sjálfri, en eitthvað talsvert fyrir
sunnan, við landamæri Júgóslavíu.
Rússar komu úr þeirri átt og
að austan og tóku borgina og héldu
henni um nokkurt skeið, en afhentu
Bretum hana síðan, því hún var á
því hernámssvæði, sem þeim var
úthlutað þegar vopnahlé var gert.
Þegar borgin var tekin, var ég úti
í sveit; hafði fengið þar vinnu við
heyskap og önnur landbúnaðarstörf.
Var ég matvinnungur, en þá
var mikill skortur á öllum lífsnauð-
synjum í borgunum. En mér hafði
borizt til eyrna að í ráði væri að
stofna að nýju hljómsveit ( Graz,
og í hana langaði mig að komast.
Þar kom að ég ákvað að stelast
heim og gerði alvöru úr þv(. Ég
faldi mig í flutningalest, sem fór
með alls konar varning, þar á með-
al lifandi fénað, til Graz. Undir
venjulegum kringumstæðum er þessi
lest þrjá til fjóra klukkutlma á leið-
inni, en nú voru umferðartruflanir
sKkar, að ferðin tók tvo daga. All-
an þann tíma varð ég að vera (
felum, því að ég hafði jú stolizt úr
vinnumennskunni. Þegar ég loksins
komst á leiðarenda og var á labbi
eftir götunum með pokann, sem ég
hafði utan um trompetinn, stöðvaði
mig rússneskur hermaður. Hann lét
heldur dólgslega, otaði að mér
byssunni og spurði mig hranalega
á sinni takmörkuðu þýzku, hvað ég
væri með í pokanum. Ég sagði hon-
um það, það er nú trompetinn minn,
sagði ég. Farðu þá að blása, skip-
aði hann. Og ekki kom auðvitað
annað til greina en að hlýða, og
þarna fór ég að leika á trompet-
inn út á miðri götu. Rússinn varð
stórhrifinn, óð ofan í vasa s(na og
kom upp með heilmikið af tóbaki
sem hann gaf mér. Eða eins konar
tóbaki, getum við sagt, þv( þetta
var nú hálfgerður ruddi. Svo vildi
hann gefa mér vodka, en ég sagð-
ist vera fullungur fyrir það.
Nú, svo sótti ég um vinnu hjá
hljómsveitinni og komst strax að,
enda búinn að læra á trompet í sex
ár. Ég var að vísu ungur, en það
var hörgull á tónlistarmönnum;
margir höfðu fallið ( strfðinu og
aðrir voru í fangabúðum. í þessari
hljómsveit lék ég ( fjögur ár, til
1949. A þeim tíma var ég svo hepp-
inn að leika undir stjórn ýmissa
frægra hljómsveitarstjóra, eins og
Erichs Kleiber, Karls Böhm og Ottos
Klemperer. Að vísu lék ég ekki und-
ir stjórn Klemperers nema á æf-
ingu, því að svo sorglega vildi til
að hann fékk aðkenningu af slagi
nóttina fyrir konsertinn, sem hann
átti að stjórna.
— Fylgdi ekki sama ógnaröldin
hernámi Rússa í Graz og annars
staðar, þar sem þeir komu?
— Það var slæmt fyrstu mánuð-
ina. Fyrstu hermennirnir, sem komu,
voru flestir einhvers konar Mongól-
ar, nema liðsforingjarnir, sem voru
Rússar og yfirleitt ágætismenn, en
framan af virtust þeir lítinn hemil
geta haft á hermönnunum, sem
voru hroðalegur lýður. Þeir voru
svo lúsugir að maður sá kvikfénað-
inn skríða á þeim úr fjarlægð. Það
var talsvert um ofbeldisverk, rán og
nauðganir. Þetta hafði auðvitað
sínar afleiðingar; ( dag rekst mað-
ur stundum í Austurríki á rúmlega
tvítugt fólk með skásett mongóla-
augu. En þótt þessir hermenn væru
ruddar og svifust einskis, þá voru
þeir einkennilega barnalegir öðrum
þræði og jafnvel öðlingar á sína
vísu. Einu sinni brutust þeir inn í
banka og hirtu þann pening sem
til var. Þá stillti einn þeirra sér upp
fyrir framan húsið og útbýtti hundr-
að sillinga seðlum til allra, sem
tóku við, hvort sem þeir voru Rúss-
ar eða ekki. Við strákarnir notuð-
um okkur þetta vel, því við geng-
um hring eftir hring í kringum bygg-
inguna og urðum því nokkrum
hundruðum sillinga ríkari þann
dag, hver okkar.
Og Páll hlær. Fólk af þjóðum,
sem þolað hefur miklar hörmung-
ar, veit að jafnvel mjög slæmar að-
stæður geta búið yfir einhverjum
húmor.
— En svo lagaðist þetta, heldur
hann áfram. Það var hert á her-
lögunum og tekið mjög strangt fyr-
ir öll ofbeldisverk.
— Það var 1949, sem þú komst
til íslands, var ekki svo?
— Það er rétt. Þar átti Franz
Mixa hlut að máli. Ég fékk boð um
að koma heim til hans kvöld eitt.
Þar var þá staddur annar gestur,
sem reyndist vera Björn Jónsson,
framkvæmdastjóri tónlistarfélagsins
hérna. Hann var þá á höttunum
eftir hljómsveitarstjóra fyrir Lúðra-
sveit Reykjavíkur. Mixa benti um-
svifalaust á mig, þegar ég kom
inn, og sagði við Björn: Þetta er
maðurinn sem á að stjórna lúðra-
sveitinni fyrir ykkur. Svo báðu þeir
mig að ganga afsíðis, meðan þeir
voru að ráða ráðum sínum. Síðar
52 tbl VIICAN 41