Vikan


Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 2

Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 2
Samvinnuíryggingar haía lagt megináherzlu á tryggingar fyrir sannvirði, góða þjónustu og ýmiss konar fræðslu- og upplýsingastarfsemi. í samræmi við það hefur bókin „Bíllinn minn“ verið gefin út árlega um nokkurt skeið. í hana er hægt að skrá allan rekstrarkostnað bifreiðar í heilt ár. Auk þess eru í bókinni öll umferðarmerkin og aðrar gagn- legar upplýsingar fyrir bifreiðastjóra. Bókin mun verða send, endurgjaldslaust, í pósti til allra viðskiptamanna okkar, sem þess óska. Látið því Aðalskrifstofuna í Reykjavík eða næsta umboðsmann vita, ef þéróskið, að bókinverði send yður. ÁRMÚLA 3, SÍMI 38500 SAMVirvrVUTRYGGIlXGAR Þar sem engir glæpir eru framdir Eitt af því sem feslist í minni útlendinga, þegar þeim er sagt frá íslandi, er að þar séu engir giæpir framdir svo að heitið geti. Hugmyndaríkir landar hafa ekki hikað við að fullyrða, að í heimalandi þeirra séu morð miklu sjald- gæfari en eldgos, enda hefur til skamms iíma verið óhætt að slá slíku fram með býsna góðri samvizku. Undirritaður var fyrir nokkru staddur á erlendri grund ásamt fleiri íslending- um — alla leið suður á Egyptalandi. Eitt af því sem gestgjafar okkar vissu um ís- land var einmitt, að þar væru engir glæpir framdir. Slíkt þykir að sjálfsögðu tíðindum sæta í lítt þróuðu Arabariki. Við kinkuðum kolli — með sigurbros á vör. í London biðu okkar fréttir að heiman: Ránmorð af fyrstu gráðu; morðtilraun með hnífi; þrír menn týndir! Ekki eru tiltækar tölur um fjölda morða hér á landi und- anfarin ár, en í hinni nýju og gagnmerku Tölfræðihandbók Hagstofu íslands er að finna þær upplýsingar, að á árunum 1911 1920 hafi tala morða og manndrápa verið að meðaltali á ári 0,9. Á árunum 1946—■ 1952 voru þau hins vegar orð- in 6,6. Morð hér á landi eru því miður löngu orðin fleiri en eldgosin. Við getum ekki lengur sett upp sigurbros, þeg- ar útlendingar dást að fyrir- myndarríki afkomenda vík- inganna í þessum efnum. Eftir hið grófa ránmorð, sem framið var á dögunum, og enn hefur ekki verið upplýst, þeg- ar þetta er ritað, verður varla lengur hjá því komizt, að í framlíðinni verði hægt með stuttum fyrirvara að ráða sér- fræðing frá Scotland Yard — til landsins „þar sem engir glæpir eru framdir". G. Gr,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.