Vikan - 15.02.1968, Page 6
r
á
tvSV^sRAM
Superlux®
POSTURINN
r
STOR OG LINLEGUR.
Góði Póstur!
Þú færð nú ýmis vanda-
mál og ólík að glíma við.
Mitt vandamál er til d^em-
is það, að ég hef svo stór-
an og .linlegan sitjanda. Ég
hef reynt að fara í matar-
kúr, en þá fer andlitið á
mér að slappa og barmur-
inn líka. Hvað get ég gert
ég er í þann veginn að
fá komplex út af þessu?
Þetta vandamál er ekkert
einsdæmi. Margar konur
hafa tilhneigingu til að
verða dálítið miklar um
sig að aftan, ekki hvað sízt
þegar við bætist hreyfing-
arleysi, sem nú er svo al-
gengt meðal kvenna. En til
þess að bæta úr þessu eða
draga úr því, dugir ekkert
hálfkák. Það er nauðsyn-
legt að fá sem mesta hreyf-
ingu, já, meira að segja
áreynslu, án þess að föt
þrengi um of að. Reyndu
að ganga í kjólum, sem eru
nægilega víðir til þess, að
þú þurfir ekki að nota
þröng mjaðmabelti, gott er,
ef þú gætir látið þér nægja
sokkabuxur. Notaðu síðan
þetta fatafrelsi til að hreyfa
þig eins og þú getur. Mörg-
um hefur reynzt vel að
beita sig hörðu og gera
sömu æfinguna á hverjum
morgni: Setjast flötum
beinum á gólfið, rétta fram
hendur í axlarhæð, lyfta
fótunum beinum frá gólfi
og — jú, það er alveg satt
— hoppa á rassinum, þrisv-
ar til fimm sinnum fram og
jafn oft aftur á bak —
nokkrum sinnum. Þessi æf-
ing hefur góð áhrif á um-
rædda vöðva og mittið líka.
Hins vegar skaltu vara þig
á að fara of geyst í kúrinn,
snöggur sveltikúr gerir
ekkert gagn, heldur þvert
á móti. Alhliða Ieikfimi
eða hóflega stundaðar
íþróttir eru mjög til bóta,
sömuleiðis að iðka sund
ekki sjaldnar en cinu sinni
viku.
ÁSTAMÁL OG ÓSKA-
HLJÓMSVEIT.
Kæri Póstur!
Ég vil biðja þig, sem úr
öllum ástarmálum og vand-
ræðum leysir, að svara
einni spurningu.
Ég er 16 ára og sit á
skólabekk. Fyrir einu ári
kynntist ég stelpu, sem er
einu ári eldri en ég, og var
ég með henni þangað til nú
fyrir áramótin. Þá kom
bobbið í bátinn, hún var
þunguð og ég hætti að vera
með henni af því að hún
kenndi mér um þetta allt
og sagði að ég væri búinn
að eyðileggja lífið fyrir
sér.
Ég hef verið að íhuga
þetta mikið síðan og kom-
izt að raun um að þetta
(ekki einsdæmi) stafar af
vankunnáttu í kynferðis-
málum, ekki bara hjá mér
og henni heldur hjá mörg-
um fleirum sem eru í sömu
vandræðum.
Ég spyr þig þá: Er ekki
fræðsla um kynferðismál
æskileg í skólum? Hefur
aldrei verið rætt um þá
hluti á fundum iækna?
Svo vil ég spyrja þig
spurninga sem ekki kemur
ofangreindu við. í fyrra var
kosin svonefnd óskahljóm-
sveit í Vikunni. Hverjir
voru í henni og hvenær
verður sú kosning endur-
tekin? Vonast eftir svari
bráðlega og þakka allt gott.
P. S. „Lengi lifi Vikan
með Póstinum í.“
Lausaleikur.
Þetta eru nú ljótu vand-
ræðin, ef stúlkan er ófrísk
vegna vankunnáttu fjölda
manns! En það sannar bara
hið fornkveðna, að það er
hættulegt að leika sér með
eldinn og að enginn skyldi
hætta sér um of út í það,
sem hann alls ekki kann. —
Fræðsla um kynferðismál
væri sjálfsagt æskileg, enda
hefur mikið verið um hana
rætt að undanförnu. — f
óskahljómsveitinni voru
þessir menn: Gunnar Þórð-
arson, sólógítar, Erlingur
Björnsson, rythmagítar,
Gunnar Júlíusson, bassi,
Pétur Östlund, trommur,
Þorgeir Guðmundsson, org-
el, Reynir Gunnarsson,
saxófón, Jón Trausti Her-
varsson, saxófón og Rúnar
Gunnarsson, söngvari. —
Endurtekning hefur ekki
verið ákveðin.
6 YTKAN
7. tbl.