Vikan


Vikan - 15.02.1968, Síða 13

Vikan - 15.02.1968, Síða 13
káífur Smásaga efftfir Philo .... Við ættum að n|óta þess meðan hægt er. Það eru ekki fleiri eyjar eftir. Spiros er sú síðasta. — Það er alltaf hægt að finna nýjar eyjar, sagði Tanya og lék sér við eyrað ó hundinum. — Hand- an við sjóndeildarhringinn, — það hefir þú oft sagt sjólfur. Hún var grísk í aðra ættina, frönsk í hina, barnalega grannvax- in, með yndislegan munn og dökkt hór. Hún hafði elskað Roger Crane síðan hún fyrst kom inn á skrif- stofu hans á flugvallarræmunni í Lyceus, og tók að sér láglaunað starf ið. Hún minntist auglýsingarinnar. Það hefði enginn nema Roger get- að samið hana: Duglegur einkaritari óskast, þarf að kunna þrjú tungu- mál. Verður að geta annast far- miðasölu, hafa eftirlit með flugstöð- og vera flugfreyja á lítilli flugvél. Þegar hún sá hina frumstæðu skrifstofu var hún að því komin að hlaupa á brott, en það var vin- gjarnlegt bros sem hélt í hana. Philo gamli, sem var einn um fiugvallarþjónustuna, og hafði líka yfirumsjón með kofunum á Spiros, hristi höfuðið og sagði að hún væri asni, en kona Philos, sem eldaði matinn fyrir gestina, lagði fyrir hana framtíðarhorfurnar. — Varaðu þig á honum. Þessir ungu Englendingar eru allir saman eins. í nokkra mánuði, kannski nokkur ár, þykir honum gaman að lifa hér, eins og hálfgerður villi- maður — og svo — hverfur hann! Þú sérð eftir honum, þegar hann fer aftur til Englands, og kvænist þar einhverri snoturri enskri stúlku. Það var einmitt það, sem Tanya var svo hrædd um. Ef það kæmi fyrir myndi hjarta hennar bresta. Og það var Sheila? Hún var alltaf hrædd við Sheilu, þótt Roger full- vissaði hana um að hann hefði fyrir löngu misst áhugann á henni. Hann sagði það með of mikilli áherzlu, — þessvegna var hún ekki örugg. Það var ekki til neins að spyrja hann hvernig honum væri innan- brjósts við tilhugsunina um það að hitta Sheilu aftur. Þess í stað endurtók hún: — Það er alltaf hægt að finna nýjar eyj- ar, — eins og að óskin ein gæti gert það að veruleika. Roger hristi höfuðið. — Ekki leng- ur, Spiros er sú síðasta. Hann þurrkaði svitann af enn- inu. — Þetta fylgir ákveðnum reglum, Tanya, ástin mín. Þetta árið er eyjan ósnert og eftirsóknarverð. Peningahákarlarnir hafa ekki áhuga á henni. En þú manst hvernig það fór með Lyceus. Fyrst ruddum við flugbrautarræmu, flugum þangað með fólk frá meginlandinu, og allir voru ánægðir. Árið eftir fékk þetta að vera í friði, en svo . . . Hann horfði á hana, þegar hann fann að hún boraði fingrunum í axlir hans. Hún hafði komið auga á hvíta stóra skipið, sem lá langt fyrir neðan þau. ...... og svo, árið þar á eftir var gerður góður flugvöllur og byggt lúxus hótel, og ég stóð þar með svolitla flugbraut og nokkra bárujárnskofa. — Og mig, sagði hún. — Já, og þig og sólina, tunglið og rósarunnana. — Og þú elskar mig? — Auðvitað elska ég þig. Nú er- um við búin að útbúa flugvallar- ræmu á Spiros, og ég hefi á leigu hluta af ströndinni, með nokkrum sýprustrjám og runnum. En hann yppti öxlum, — ég veit ekki hvert við getum farið, þegar sá draum- ur er búin. Leigan er auðvitað ekki há, en það líður ekki á löngu áð- ur en hákarlarnir koma. — Ef þú hefðir ráð á að kaupa landið. — Maður þarf peninga til að kaupa, sagði hann, — en við get- um rétt unnið fyrir leigunni, og Super gamla yngist ekki upp. Það var nafnið sem þau höfðu gefið flugvélarræflinum, sem þau nú voru í, á leiðinni til Lyceus. Hann klappaði málmveggnum við hliðina á sér, eins og hann væri að klappa uppáhalds vinnuklár á lendina, og eins og í þakklætis- skyni sendi vélin frá sér ámátlegt hóstavæl. — Það líður ekki á löngu þang- að til mér verður bannað að fljúga henni, og hvað gerum við þá? — Hver ætti að setja slíkt bann? sagði Tanya, — þeir koma aldrei hingað til að skoða hana. — Bíddu og sjáðu til! Hann smellti með fingrunum og hundurinn tók undir sig stökk, hopp- aði sem óður milli sætanna átta í klefanum. — Langar þig til að lenda henni? spurði hann. Hún kinkaði kolli og smeygði sér framhjá honum, en hann settist á klefagólfið. — Bráðum verð ég líka tekin föst, sagði hún og lét Super gömlu líða niður á við. — Þeir koma aldrei hingað til að gá að því, sagði hann stríðnis- lega og leit niður. — Þótt þetta sé ekki löglegt, hefir þú svo marga flugtíma að . . . . — Hvað á ég að gera núna? — Taktu hana niður við endann á flugbrautinni, komdu svo á eftir mér út og taktu vel eftir öllu. Hann brosti skuggalega. — Ég skal sjá um það sem segja skal. Hann gekk rösklega að bragg- anum, þar sem bíllinn stóð. Bil- stjórinn dottaði í sætinu. Hún mundi eftir því sem kona Philos hafði sagt: — Þú horfir eftir honum þeg- ar hann fer aftur til Englands og kvænist.... Hún gekk hægt á eftir honum, hægði enn á sér, en kom loksins að stóru hverfihurðinni. Hún ýtti henni inn og stóð í litla, loftlausa kæfandi heita herberginu. Hún leit á hann og á þær. Roger horfði líka á þær. Vegna skeytisins vissi hann hversvegna Mattie frænka hans vildi hitta hann, en hann vissi ekki hversvegna Sheila var komin. Hún var í léttum, rósrauðum kjól, og fegurri en nokkru sinni áður. Sér til mikillar undrunar fann hann að hún hafði truflandi áhrif á hann. Þegar þau höfðu heilsazt, horfðu þær spyrjandi á Tönyu, sem gekk til þeirra. En Roger þóttist ekkert taka eftir henni. Hún settist á stól, til að gefa til kynna að hann skyldi ekki komast upp með það að láta eins og hann sæi hana ekki. Það var heitt í litla herberginu, sem var aðalbækistöð fyrirtækisins. Báru- Catfiileen Rogers járnið gerði það að verkum að þarna var eins og í glóandi steik- arofni. — Þetta er sorglegt að heyra, sagði Roger. Mattie frænka beygði höfuðið. Nefið á henni var hátt og þunnt, augun vökul, undir mikið máluð- um brúnunum. Léreftskjóllinn og bláhvítt hárið var alger mótstaða við sólbakaða skúrinn. England . . . Tanya lokaði augunum. Hún sá fyrir sér græna velli, þægilegan svala í skugga trjánna, fallegar enskar stúlkur, með Ijóst hár, — eins og Sheila. Roger hafði oft tal- að um það. — Ég var að vona að þú kæm- ir til jarðarfararinnar, sagði Mattie frænka. — Já, en elsku frænka, þú get- ur ímyndað þér að ég hefði gert það ef ég hefði verið búinn að frétta þetta. En, eins og þú getur séð, er ég svolftið utan við ver- öldina. — Mér finnst að það minnsta sem þú gætir gert sé að halda ein- hverju sambandi við fjölskyldu þína. Vissir þú ekki að Edwin frændi hafði ákveðið að arfleiða þig að sínum hluta í fjölskyldufyrirtækinu. — Öllum sínum ... En það er ótrúlegt! Roger andaði djúpt. Sheila leit á hann, athugulum augum. Tanyu fannst hann fölna. — Það eru sextíu prósent af hlutabréfum, og með því hefir þú framkvæmdarétt yfir fyrirtækinu, sagði Mattie frænka. — Hvers virði er það f reiðu fé? Mattie frænka yppti öxlum. — Ég veit það ekki, en það er örugglega all sæmileg upphæð. — Blessaður karlinn hann Ed- ward frændi, sagði Roger. — Edwin frændi! leiðrétti hún. — Auðvitað! Ég rugla þeim alltaf saman, það hefi ég gert sfðan ég var strákur. Tanya kannaðist við stríðnina í rödd hans. Þannig talaði hann alltaf Við loftferðaeftirlitið, þegar hann var að tefja tímann. — Hve lengi getið þið verið f landi, Mattie frænka? — Innan við klukkutíma, ég er Framhald á bls. 44. 7. tbi. viKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.