Vikan - 15.02.1968, Qupperneq 15
Hmn skanaði
liatízki
Jimi Hendrix er ekki aðeins þekkt-
ur sem snjall gítarleikari og söngvari.
Hann hefur líka orðið frægur fyrir
hina frnmlegu „hárgreiðslu" sína.
Hann „túberar“ einfaldlega allar
litlu krullurnar og árangurinn verð-
ur eins'og myndin sýnir. Þessi hár-
greiðsla hefur um nokkurt skeið
verið í tízku hjá unga fólkinu af
báðum kynjum, og hlýtur það því
að skrifast á reikning Jimi, að nú
loksins er orðinn ógerningur að kyn-
greina þá unglinga, sem vilja tolla
í tízkunni með þessu móti!
;
Einhver skemmtilegasta hljómsveit, sem nú
er á kreiki í Bretlandi heitir því skrýtna
nafni ,,The Bonzo Dog Doo-Dah Band“. Eins
og ráða má af myndinni eru furðufuglar hér
á ferðum. Þeir leika sannarlega músik við
allra hæfi, pop og jass og hina fjörlegu mús-
ik, sem blakti á þriðja áratugnum. Þessari
hljómsveit er spáð miklum vinsældum á
þessu ári. Hún var stofnuð fyrir 18 mánuð-
um, en það er fyrst nú, að hún er tekin að
láta að sér kveða. Þeir hafa sent frá sér
hijómplötu með lögunum „My Brother Makes
The Noises For The Talkies" og „Button Up
Your Overcoat". Einnig hæggenga hljóm-
plötu, sem nefnist „Gorilla". Að mörgu leyti
sver þessi hljómsveit sig í ætt við hijómsveit
Spike Jones — og liðsmenn hennar segja,
„ef við getum komið fólki í gott skap, þá er
tilganginum náð.“
í upphafi hvers nýs árs eru gjarna
birtir spádómar um hin margvísleg-
ustu málefni. Vísir menn reyna að
sjá fyrir sér, hvað hið nýbyrjaða ár
muni bera í skauti sínu. Þessir spá-
dómar birtust nýlega í brezku ungl-
ingablaði:
Spáð cr, að Hermann, söngvari The Hermits muni
byrja ?.ð syngja án aðstoðar hljómsveitar sinnar.
Bítlarnir munu leika í þriðju kvikmynd
sinni, og munu þeir semja handrit mynd-
arinnar og stjórna henni sjálfir. Bítlarnir
munu einnig færa út kvíarnar á öðrum
sviðum og gerast umsvifamiklir í við-
skiptalífinu.
•k
í árslok 1968 munu RoIIingarnir ekki
verða sú hljómsveit, sem við þekkjum nú.
Breytingar ltunna að verða í hljómsveit-
inni.
★
Bítlarnir munu setja á svið söngleik, sem
mun koma mjög á óvart.
★
Ekki er ólíklegt, að Hermann, söngvari
The Hermits, muni segja skilið við félaga
sína í hljómsveitinni og byrja að syngja
upp á eigin spýtur. Hann mun þá taka
upp sitt rétta nafn, Peter Noone.
Gengur síðasti bítillinn út á þessu ári?
Tveggja laga plötur verða gefnar út í
stereo.
★
Hljómplötuútgefendur munu hallast að því
að gefa út færri tveggja laga plötur en
þeim mun fleiri hæggengar.
★
Ringó mun reynast betri leikari en John
Lennon.
★
Paul McCartney og Jane Asher munu ann-
aðhvort ganga í hjónaband eða slíta sam-
vistum.
★
Jimi Hendrix mun láta enn meira að sér
kveða 1968 en 1967.
★
Bítlarnir munu gefa út hæggenga liljóm-
plötu í litum -— ferkantaða!
★
Samantha Juste mun krækja sér í Mikka
Dolenz.
★
Davy Jones mun verða sjálfstæðari og
syngja meira einn.
★
The Bee Gees og The Herd munu enn auka
við vinsældir sínar.
_________________________________________/
7. tw. VIKAN 15