Vikan


Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 22

Vikan - 15.02.1968, Blaðsíða 22
EFTIR SERGE OG ANNE GOLON - TEIKNING BALTASAR '■¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥ SKIPIÐ HALLAÐIST AFTUR OG ÁHORFENDUR, SEM VORU EINS OG LAMAÐIR, AF ÞVÍ AÐ ÞETTA KOM ÞE!M SVO Á ÓVART, HORFÐU Á MEÐ SKELFINGU ÞEGAR LITLA STÚLKAN STEYPTIST FYRIR BORÐ. •¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥ ¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥ Hún var komin með óbærilegan höfuðverk og verkjaði í hverja taug. Hún hélt dauðahaldi í minninguna um fund þeirra á ströndinní og fyrsta kvöldið um borð í Gouldsboro, þegar hann tók undir höku hennar og sagði á sinn sérkennilega hátt: — Þarna sjáið Þér hvað gerist, þegar þér hiaupið um heiðina eftir sjóræningjum. Hún hefði átt að þekkja hann þá. Þetta hafði verið svo nauðalíkt honum, þrátt fyrir grímuna og breytta röddina. — Hversvegna var ég svo blind og heimsk? Ég var gersamlega blinduð af þeirri hugmynd að við myndum öll verða tekin höndum næsta dag, og við yrðum að komast burt, hvernig i ósköpunum sem það væri. 1 sama bili laust annarri hugsun niður í huga hennar og hún kipptist við. — Meðal annarra orða, hvað var hann að gera svona rétt hjá La Rochelle? Gat hann hafa vitað að ég var þar? Eða var það tilviljunin ein sem leiddi hann inn í þessa vík? Aftur herti hún upp hugann. —- Ég vero einfaldlega að hitta hann og við verðum að tala saman, jafnvel þótt það sé honum á móti skapi. Við getum ekki látið skeika að sköpuðu, þá verð ég brjáluð. Hún gekk yfir að fleti Maitre Berne, hann var sofandi. Þar sem hún stóð þarna og virti hann fyrir sér blönduðust ólíkar kenndir í brjósti hennar. Hún gæti hafa óskað sér þess að hann hefði aldrei verið til og um leið var hún reið út í Joffrey de Peyrac fyrir að hafa farið illa með mann sem ekki hafði unnið annað til saka, en að vera vinur hennar og óska að kvænast henni. — Hefði ég aðeins haft Monsieur de Peyrac til að halla mér að, öll þessi ár eftir að hann hvarf ...... Hann yrði að fá að vita hvað hún hefði gengið í gegjium og það sem kom henni til að eiga Philippe og ruddi sér braut við hirðina, hefði verið að Jangmestu leyti viðleitni til að bjarga sonum hans frá fátæktartilveru. Hún ætlaði að segja honum þetta. Hún ætlaði að segja honum allt sem á lá hjarta! Oti íyrir var þegar orðið skuggsýnt ó aðalþiljunum. Mótmælendurn- ir sem höfðu safnazt saraan eins og sauðahópur, allir dökkklæddir, urðu varla greindir, þar sem kliðurinn af bænum þeirra reis upp í rökkrið. En uppi og hærra, á afturþiljunum, þar sem allir gluggarnir glitruðu eins og rúbínar, stóð hann, og þegar Angelique leit þangað upp og sá hann varð hjartsláttur hennar örari. Hann stóð þarna í siðustu geislum hverfandi sólar, grimuklæddur og dularfullur, en það var hann! Og áköf gleðin sem hún hefði átt að finna til um morgun- inn, flæddi nú allt í einu yfir hana, og sópaði burtu allri beiskju. Hún þaut að næsta stiga og hljóp eftir göngubrúnni. Skeytti ekki hætishót um sjávarlöðrið sem við og við gekk yfir hana. Að þessu sinni ætlaði hún ekki að láta sér segjast við striðnislegt augnaráð eða beizkléga athugasemd. Hann skyldi sannarlega fá að hlusta á hana .........! En þegar hún kom upp á skutþiljurnar hrundu allar hennar fyrir- ætlanir til grunna. Gleði hennar hvarf og ekkert nema óttinn var eftir. Honorine hafði risið á milli þeirra, eins og um morguninn, hún 22 VIKAN 7-tbl- hafði einstakt lag á því að koma, þegar verst gegndi, eins og prakk- aralegur búálfur. Þarna stóð þessi Jitla vera við fætur Rescators, æst á svip og árás- argjörn, með báðar hendur á kafi í vösunum á ermasvuntunni. Angeli- que varð að grípa um handriðið, til að falla ekki aftur yfir sig. — Hvað ert þú að gera hér, Honorine? spurði hún hljómlausri röddu. Rescator heyrði til hennar og snéri sér við. Þegar hann var með grím- una eins og núna, átti hún erfitt með að trúa því að hann væri sá sem hann raunverulega var. — Þér gætuð ekki hafa komið á hentugra andartaki, sagði hann. — Ég var einmitt að velta því fyrir mér út af hverskonar þorpara þessi unga dama væri komin. Hún var rétt í þessu að stela tvö þús- und punda virði af dýrmætum steinum frá mér. — Stela? át Angelique eftir, himinfallin. — Þegar ég kom inn í ibúð mína, kom ég að henni, Þar sem hún var að gramsa í innihaldi skrínisins, sem ég opnaði fyrir yður í morgun, sem hún hlýtur að hafa séð, þegar hún kom að leita að yður. Þegar ég greip hana glóðvolga, varð þessi aðlaðandi, unga stúlka, ekki svo mikið sem vandræðaleg, en gaf mér hinsvegar ótvírætt í skyn að hún hefði hreint ekki í hyggju að afhenda mér aftur það sem hún hafði tekið. Til allrar óhamingju gat Angelique ómögulega tekið þessu létt, eftir það hugarástand sem hún hafði verið í um daginn. Hún skammaðist sín ákaflega fyrir sjálfa sig og Honorine og Þaut til barnsins tiil þ.ð þrifa af henni ránsíenginn. Meðan hún reyndi að opna hendur barns- ins með valdi bölvaði hún lífinu fyrir að vera svo óskáldlegt. Hún .hafði komið til hans með ást i hug, en nú varð hún að berjast við þennan óútreiknanlega krakka, sem kringumstæðurnar höfðu neytt upp á hana, og sem var lifandi, en synir hans voru dánir. Því Honorine var hennar áþreifanlega óvirðingarmerki i augum mannsins, sem hún óskaði að gera ástfanginn af sér á ný, og svo ofan á allt annað hafði .barnið sýnt af sér þá ótrúlegu frekju að íara inn i íbúð hans, til að stela frá honum. Hún sem aldrei hafði tekið neitt ófrjálsri hendi, ekki einu sinni af hillu! Henni lánaðist að opna litlu hnefana og taka úr þeim tvo demanta, ein smaragð og safir. — Þú ert ijót! hrópaði Honorine. Hún var æfareið yfir ósigrinum og skauzt undan, gekk aítur á bak og horfði á þau bæði með ofsafengn- um bræðisvip á andlitinu, sem var ákaflega broslegur hjá svona litlu bami. — Ljót! Ég skal slá þig! Hún var að reyna að finna upp á einhverri athyglisverðri hefnd, einhverju sem væri reiði hennar samboðið. .— Ég ætla að slá þig svo fast að þú farir alla leið aftur til La Rochelle. Þá verðurðu að ganga til baka, alla leiðina ...... Rescator rak upp háan, ráman og hálfkæfðan hlátur. Angelique missti stjóm á sér og rétti dóttur sinni vænan löðrung. Honorine staæði á hana opnum munni og svo rak hún upp skerandi óp. Hún snérist á hæli og þaut að stiganum sem lá upp á göngupallinn; og

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.