Vikan


Vikan - 15.02.1968, Side 25

Vikan - 15.02.1968, Side 25
 „McKittrick,“ sagSi forsetinn, „ég ætlast til að Kúba sé Ijósmynduð endanna á milli og það án tafar. Ég vil að því sé lokið á nokkrum dögum. Drífðu allar hindranir úr vegi.“ Síðan reis hann upp úr ruggustólnum og leit á St. James hershöfðingja. „Komdu með áætlanir varðandi hugs- anlega innrás í Kúbu,“ sagði hann. EFTIR LEOH URIS - ÞRIÐJI HLUTI BLAÐARÉTTUR Á fSLANDI: VIKAN Juanita virti hann fyrir sér meðan þau klæddust. Hann var mjög miður sín — einu sinni enn. Hann hugsaði, hugsaði, hugsaði; hugur hans var ein hræðileg stigmylla. Hún varð hrelld er hún só þungan og spennuna, sem þjóði hann svo óberandi. Skömmu eftir að André kom til hófsins ósamt Juanitu, tók Alain Adam hann tali, og meðan þeir ræddust við bað Alain um sígarettu. André tók þó Camel-pakkann upp úr skyrtuvasa sínum. Alain gat þess að erfitt væri að komast yfir Camel-sígarettur nú ó dögum og André lagði óherzlu á að hann héldi pakkanum. Fáum augnablikum síðar var am- bassadorinn kallaður í símann. Hann bað gestina afsökunar, fór inn í skrifstofu sina, læsti dyrunum á eftir sér og flýtti sér að koma pakk- anum fyrir í öryggisskápnum. Alain Adam var mjög hlýtt til Devereaux, en harmaði engu að síður ferðir hans til Kúbu. Njósnaleikurinn gerði hann taugaóstyrkan. Ambassa- dorinn fór aftur inn í dagstofuna, strauk hendi yfir augabrúnir sér og kinkaði kolli til Andrés, sem var niðursokkinn í viðræður við formann sovézku menningarsendinefndarinnar. Einn lið vantaði ennþá í keðjuna: sjónarvott. Sovézku skipin fjögur yfirgáfu Viriel og önnur fjögur komu í þeirra stað. André vissi að innan skamms yrði lagt af stað með eldflaugarnar frá skipakvíunum í Viriel áleiðis til Finca San José. Hann yfirþyrmdist af forvitni og kvíða er hann hugsaði um það, sem kom fyrir sjónir sem meiriháttar klaufastrik af hálfu Kúbana og Sovétmanna. Það var ekki um nema eina leið að ræða til Finca San José. Ökutækin, sem flyttu eldflaugarnar, yrðu að fara frá Viriel til Havana, gegnum úthverfi bogarinnar og þaðan suður á aðalveginn til flugvallarins. Umferðin inn í Havana var eftir vegi sem lá milli Morro-kastala og La Cabana og síðan undir höfnina í jarðgöngum. Hinn endi jarðgang- anna var við veg meðfram sjónum, sem kallaður. var Malecon. Væru eldflaugarnar eins stórar og André taldi sig hafa reiknað út, yrðu jarð- göngin þeim of þröng. Þetta myndi leiða af sér að aka þyrfti eldflaug- unum eftir aukavegi nokkrum, sem lá inn í gamla borgarhlutanum. Þar myndu þau lenda í sannkölluðu opnu völundarhúsi þröngra og stuttra krákustíga. Væri þessi ágizkun Andrés rétt, myndu mistökin neyða Rússana til að flytja sinn leynilega farm svo að segja framhjá nefinu á þeim, sem njósnuðu um þá. Teresa Marín var meðal þeirra einkaritara Fidels Castros sem hann treysti bezt. Hann hafði staðsett hana i glæsibyggingu einni til að hún gæti haft erfirlit með íbúð á hæðinni fyrir neðan, sem Fidel notaði til gamanstunda með frillum sínum. En Teresa Marín var hollari Juanitu de Córdoba og starfsemi hennar. Miðja vegu milli franska sendiráðsins og bústaðar Teresu var kínverska sendiráðið, ekra lands umgirt háum múr bleikum. Á flötu þaki þess var skógur af útvarpsloftnetum, sem allan sólarhringinn miðluðu hótíðnisendingum til Kína. Þar sem Kínverjarnir fylltu loftið með gaukli sínu, var ómögulegt að miða út svæðið. Betri stað fyrir sendistöð njósnahrings Frakkanna en íbúð Teresu Marín var því ekki hægt að hugsa sér. Þegar leið að lokum þriðju vikunnar sem André dvaldi á Kúbu, hringdi Juanita í Teresu Marín, sem var gömul vinkona hennar, svo sem til að rabba við hana um einhver hversdagsleg atriði þeirra í millum. Þær ræddust við meðan Fidel Castro yfirskyggði nýjustu vinkonu sína á hæðinni fyrir neðan. I sömu svipan og Fidei kom fram vilja sínum, kom hraðfleygt lágtíðni- skeyti, sent frá felustað í ibúð Teresu, fram á móttökutæki í Miami. Það hljóðaði svo: STAÐFEST STAÐSETNING SOVÉZKRA MEÐALDRÆGRA ELDFLAUGA NÁ- LÆGT FINCA SAN JOSÉ OG EF TIL VILL Á REMEDIOS-SVÆÐINU. EKKI ENN SKOTHÆFAR. STÖÐVR VIRÐAST EINGÖNGU f HÖNDUM SOVÉZKS HERLIÐS. Skeytið var undirritað Palomina, en það var leyninafn Andrés í ININ. André yfirgaf aldrei svo Kúbu að hann hefði ekki með sér tösku fulla af bréfum sem afhenda skyldi í Miami og víðsvegar annarsstaðar í Bandaríkjunum. Tösku fulla af tárum og von. Yfirvöldin rannsökuðu bréfin og komu þeim síðan til réttra ■ viðtakenda. Juanita rétti honum töskuna lokaða. ,,Pósturinn," sagði hún. ,,Hann verður þyngri eftir því sem Byltingin stendur lengur yfir." Klukkan fimmtán mínútur yfir fimm var barið að dyrum. Juanita varð sem steini lostin af undrun er hún sá Alain Adam bíða úti fyrir hjá sendiráðsbilnum. Svo snemma hafði hann aldrei fyrr farið á fætur til að aka André út á flugvöllinn. Það leynir sér ekki að eitthvað er að, hugsaði hún. Bylgja af sjúklegum ótta reis í hug hennar . . . þeir ætla að drepa hann! André kyssti hana á kinnina. „Þegar ég sendi eftir þér . . . komdu þá." Hún varð minni og minni fyrir augum hans er bíllinn fjarlægðist hana eftir hringveginum. Hann leit um öxl með örvæntingarsvip til að sjá síðustu sveiflu handar hennar. Skammt frá meðfram veginum voru tveir náungar úr G-2 í óeinkennd- um bíl. Þeir sendu nú til yfirmanna sinna þær upplýsingar að Devereaux væri farinn frá Juanitu. Munoz tók við skeytinu og hringdi í Rico Parra. Parra vatt hendur sínar taugaóstyrkur. Allt varðandi Devereaux var í góðum gangi og fullskipulagt. Hann þurfti aðeins staðfestingu Castros til að geta hafizt handa. Þegar síminn hringdi, varp Rico öndinni feginsam- lega. Uribe tók upp tólið, svaraði og leit svo ráðvilltur á yfirmann sinn. ,,Það er Senora de Córdoba ." 7. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.